Útrýmum umönnunarbilinu Dagný Aradóttir Pind skrifar 6. maí 2022 07:31 Sveitarstjórnarkosningar fara fram 14. maí næstkomandi. Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki þegar kemur að grunnþjónustu við almenning, og því er kosið um mörg mikilvæg málefni. Leikskólamál eru meðal þeirra mála. Hið svokallaða umönnunarbil hefur verið til umræðu árum saman, en það er tíminn frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til barn kemst í örugga dagvistun. BSRB gerði nýlega könnun meðal allra sveitarfélaga landsins til þess að leggja mat á umönnunarbilið og stöðu dagvistunarmála. Spurningarnar sneru meðal annars að því hvort miðað væri við ákveðinn aldur þegar kæmi að inntöku barna í leikskóla og hvort dagforeldrar væru til staðar í sveitarfélaginu. Mikilvægasta spurningin sneri að því hversu gömul börn væru raunverulega þegar þau komast inn á leikskóla. Niðurstöðurnar gefa til kynna að tekist hafi að einhverju leyti að minnka umönnunarbilið, en meðalaldur barna þegar þau komast inn á leikskóla er 17,5 mánuður. BSRB gerði sambærilega könnun árið 2017 og var aldurinn þá 20 mánaða. Umönnunarbilið er mislangt eftir landshlutum, er lengst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, en styttra víða á landsbyggðinni. 66% barna á landinu komast inn á leikskóla á bilinu 18,5 til 24 mánaða. Aðeins er samræmi milli viðmiðunaraldurs og inntöku hjá 14% barna, en algengast er að viðmiðunaraldur sé 18 mánuðir. Fæðingarorlof var lengst af 9 mánuðir, og skiptist það afar ójafnt á milli foreldra. Í langflestum tilvikum tóku mæður 6 mánuði og feður í mesta lagi þrjá mánuði. Nú hefur fæðingarorlofið loksins verið lengt í 12 mánuði og foreldrum þannig gefið tækifæri til að skipta orlofinu jafnar á milli sín. Meginreglan er að hvort foreldri taki 6 mánuði, en heimilt er að framselja 6 vikur til hins foreldris. Vísbendingar eru um að þessi breyting hafi haft verulega jákvæð áhrif á orlofstöku feðra, sem aftur hefur jákvæð áhrif á jafnrétti á vinnumarkaði almennt. Fæðingarorlofslöggjöfin hefur tvíþætt markmið, annars vegar að tryggja barni samvistir við báða foreldra og hins vegar að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Það er ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að umönnunarbilið bitni frekar á konum en körlum. Konur eru almennt á lægri launum og hafa sögulega frekar dreift sínu fæðingarorlofi á lengri tíma en karlmenn, minnkað við sig starfshlutfall eða horfið af vinnumarkaði í einhvern tíma til að sinna barnauppeldi. Þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli að umönnunarbilið sé brúað og að öll börn eigi kost á leikskólaplássi við 12 mánaða aldur. Það er hætt við því að jafnréttismarkmið fæðingarorlofslaganna um að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf fari fyrir lítið ef aðeins óvissa tekur við að loknu fæðingarorlofi. BSRB gerir þá kröfu á stjórnvöld að tryggja öllum börnum lögbundinn rétt til leikskólavistar af hálfu sveitarfélags frá 12 mánaða aldri. Bæði Alþingi og sveitarstjórnarstigið þurfa því að koma að því að leysa málið, þingið setur lögin og sveitarfélög veita þjónustuna, tryggja gæði hennar og mönnun. Barnafjölskyldur eiga ekki að þurfa að búa við óvissu þegar kemur að þessari grunnþjónustu, með tilheyrandi álagi og áhrifum á atvinnuþátttöku. Þetta á einfaldlega að vera í lagi. Höfundur er lögfræðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Leikskólar Fæðingarorlof Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Börn og uppeldi Dagný Aradóttir Pind Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnarkosningar fara fram 14. maí næstkomandi. Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki þegar kemur að grunnþjónustu við almenning, og því er kosið um mörg mikilvæg málefni. Leikskólamál eru meðal þeirra mála. Hið svokallaða umönnunarbil hefur verið til umræðu árum saman, en það er tíminn frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til barn kemst í örugga dagvistun. BSRB gerði nýlega könnun meðal allra sveitarfélaga landsins til þess að leggja mat á umönnunarbilið og stöðu dagvistunarmála. Spurningarnar sneru meðal annars að því hvort miðað væri við ákveðinn aldur þegar kæmi að inntöku barna í leikskóla og hvort dagforeldrar væru til staðar í sveitarfélaginu. Mikilvægasta spurningin sneri að því hversu gömul börn væru raunverulega þegar þau komast inn á leikskóla. Niðurstöðurnar gefa til kynna að tekist hafi að einhverju leyti að minnka umönnunarbilið, en meðalaldur barna þegar þau komast inn á leikskóla er 17,5 mánuður. BSRB gerði sambærilega könnun árið 2017 og var aldurinn þá 20 mánaða. Umönnunarbilið er mislangt eftir landshlutum, er lengst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, en styttra víða á landsbyggðinni. 66% barna á landinu komast inn á leikskóla á bilinu 18,5 til 24 mánaða. Aðeins er samræmi milli viðmiðunaraldurs og inntöku hjá 14% barna, en algengast er að viðmiðunaraldur sé 18 mánuðir. Fæðingarorlof var lengst af 9 mánuðir, og skiptist það afar ójafnt á milli foreldra. Í langflestum tilvikum tóku mæður 6 mánuði og feður í mesta lagi þrjá mánuði. Nú hefur fæðingarorlofið loksins verið lengt í 12 mánuði og foreldrum þannig gefið tækifæri til að skipta orlofinu jafnar á milli sín. Meginreglan er að hvort foreldri taki 6 mánuði, en heimilt er að framselja 6 vikur til hins foreldris. Vísbendingar eru um að þessi breyting hafi haft verulega jákvæð áhrif á orlofstöku feðra, sem aftur hefur jákvæð áhrif á jafnrétti á vinnumarkaði almennt. Fæðingarorlofslöggjöfin hefur tvíþætt markmið, annars vegar að tryggja barni samvistir við báða foreldra og hins vegar að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Það er ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að umönnunarbilið bitni frekar á konum en körlum. Konur eru almennt á lægri launum og hafa sögulega frekar dreift sínu fæðingarorlofi á lengri tíma en karlmenn, minnkað við sig starfshlutfall eða horfið af vinnumarkaði í einhvern tíma til að sinna barnauppeldi. Þess vegna skiptir gríðarlega miklu máli að umönnunarbilið sé brúað og að öll börn eigi kost á leikskólaplássi við 12 mánaða aldur. Það er hætt við því að jafnréttismarkmið fæðingarorlofslaganna um að gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf fari fyrir lítið ef aðeins óvissa tekur við að loknu fæðingarorlofi. BSRB gerir þá kröfu á stjórnvöld að tryggja öllum börnum lögbundinn rétt til leikskólavistar af hálfu sveitarfélags frá 12 mánaða aldri. Bæði Alþingi og sveitarstjórnarstigið þurfa því að koma að því að leysa málið, þingið setur lögin og sveitarfélög veita þjónustuna, tryggja gæði hennar og mönnun. Barnafjölskyldur eiga ekki að þurfa að búa við óvissu þegar kemur að þessari grunnþjónustu, með tilheyrandi álagi og áhrifum á atvinnuþátttöku. Þetta á einfaldlega að vera í lagi. Höfundur er lögfræðingur BSRB.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun