Meirihluti brotaþola í kynferðisbrotamálum eru börn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2022 10:39 Um er að ræða hluta af aðgerðum stjórnvalda gegn ofbeldi með áherslu á gerendur ofbeldis. Skipað var sérstakt aðgerðateymi sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og Eygló Harðardóttir störfuðu í. Vísir/Vilhelm Innleiða á sérstakt áhættumat til að tryggja betur öryggi barna gegn kynferðisbrotum fullorðinna. Rannsakendur kynferðisbrota og ákærendur innan lögreglunnar sitja tveggja daga vinnustofu um áhættumat í kynferðisbrotamálum gegn börnum til að undirbúa þróun forvarnaviðbragða og forgangsröðunar mála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra sem segir mikilvægt að efla forvarnir í kynferðisbrotamálum gegn börnum með því að innleiða sérstakt áhættumat vegna kynferðisbrota. Samkvæmt tölfræði lögreglunnar er meirihluti brotaþola í kynferðisbrotamálum, eða 61 prósent, börn að aldri. Hlutfallið hækkar í 70 prósent þegar horft er til kynferðislegrar áreitni, brota gegn kynferðislegri friðhelgi og blygðunarsemisbrota. Þá eru börn u.þ.b. þriðjungur fórnarlamba nauðgana. Meðalaldur grunaðra er 30-35 ára. Um er að ræða hluta af aðgerðum stjórnvalda gegn ofbeldi með áherslu á gerendur ofbeldis. Skipað var sérstakt aðgerðateymi sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og Eygló Harðardóttir störfuðu í. Ein af tillögum aðgerðateymisins var að þróa og innleiða áhættumatskerfi hjá lögreglu til að greina betur aðstæður í kringum kynferðisbrot fullorðinna gegn börnum, mynstur hegðunar og mögulegar kveikjur brotanna. Þá gæti áhættumatið auðveldað lögreglumönnum að bera kennsl á áhættuþætti og stýra forvörnum og stuðningi til að draga úr líkum á frekari brotahegðun. Þannig er áhættumatinu ætlað að draga fram þjónustuþörf út frá eðli og alvarleika áhættuþátta og styðja við ákvarðanir lögreglu í tengslum við forvarnir í kynferðisbrotamálum gegn börnum. Verkefnið hefur verið undirbúið af hópi sérfræðinga ríkislögreglustjóra, Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Kanadískur prófessor í réttarsálfræði aðstoðar við þróun áhættumatskerfisins Vinna er hafin við að þróa áhættumatið en í henni felst m.a. að rannsakendur kynferðisbrota og ákærendur innan lögreglunnar munu næstu tvo daga sitja vinnustofu um áhættumat í kynferðisbrotamálum gegn börnum. Vinnustofan verður leidd af Stephen Hart, prófessor í réttarsálfræði við Simon Fraser háskólann í Kanada sem er virkur í rannsóknum og þjálfun um allan heim og er einn helsti sérfræðingur um áhættumat í heiminum í dag. Helstu samstarfsaðilum lögreglunnar vegna þjónustu við þolendur kynferðisbrota er jafnframt boðið að sitja hluta vinnustofunnar til þess að þróa sameiginlega leiðir til að auka öryggi brotaþola og mögulegrar brotaþola. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra sem segir mikilvægt að efla forvarnir í kynferðisbrotamálum gegn börnum með því að innleiða sérstakt áhættumat vegna kynferðisbrota. Samkvæmt tölfræði lögreglunnar er meirihluti brotaþola í kynferðisbrotamálum, eða 61 prósent, börn að aldri. Hlutfallið hækkar í 70 prósent þegar horft er til kynferðislegrar áreitni, brota gegn kynferðislegri friðhelgi og blygðunarsemisbrota. Þá eru börn u.þ.b. þriðjungur fórnarlamba nauðgana. Meðalaldur grunaðra er 30-35 ára. Um er að ræða hluta af aðgerðum stjórnvalda gegn ofbeldi með áherslu á gerendur ofbeldis. Skipað var sérstakt aðgerðateymi sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og Eygló Harðardóttir störfuðu í. Ein af tillögum aðgerðateymisins var að þróa og innleiða áhættumatskerfi hjá lögreglu til að greina betur aðstæður í kringum kynferðisbrot fullorðinna gegn börnum, mynstur hegðunar og mögulegar kveikjur brotanna. Þá gæti áhættumatið auðveldað lögreglumönnum að bera kennsl á áhættuþætti og stýra forvörnum og stuðningi til að draga úr líkum á frekari brotahegðun. Þannig er áhættumatinu ætlað að draga fram þjónustuþörf út frá eðli og alvarleika áhættuþátta og styðja við ákvarðanir lögreglu í tengslum við forvarnir í kynferðisbrotamálum gegn börnum. Verkefnið hefur verið undirbúið af hópi sérfræðinga ríkislögreglustjóra, Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Kanadískur prófessor í réttarsálfræði aðstoðar við þróun áhættumatskerfisins Vinna er hafin við að þróa áhættumatið en í henni felst m.a. að rannsakendur kynferðisbrota og ákærendur innan lögreglunnar munu næstu tvo daga sitja vinnustofu um áhættumat í kynferðisbrotamálum gegn börnum. Vinnustofan verður leidd af Stephen Hart, prófessor í réttarsálfræði við Simon Fraser háskólann í Kanada sem er virkur í rannsóknum og þjálfun um allan heim og er einn helsti sérfræðingur um áhættumat í heiminum í dag. Helstu samstarfsaðilum lögreglunnar vegna þjónustu við þolendur kynferðisbrota er jafnframt boðið að sitja hluta vinnustofunnar til þess að þróa sameiginlega leiðir til að auka öryggi brotaþola og mögulegrar brotaþola.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira