Dýrmætasta auðlindin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 5. maí 2022 09:30 Mannauður er dýrmætasta auðlind hvers sveitarfélags. Það þarf að hlúa vel að þessari auðlind og er það áherslumál okkar á Íbúalistanum í Ölfusi. Það er aðdáunarvert hvernig starfsfólk sveitarfélagsins hefur ekki aðeins staðið af sér erfiðar aðstæður í heimsfaraldri heldur einnig almennt erfiðar starfsaðstæður. Þar ber helst að nefna skort á forstöðumanneskju á Níunni, of mörg verkefni fyrir of fá stöðugildi á þessum sama stað og tíð stjórnendaskipti á Bergheimum eftir að leikskólinn var einkavæddur í skyndi. Við viljum færa þessu starfsfólki bestu þakkir okkar, sem íbúa í sveitarfélaginu Ölfusi, því það er alveg á hreinu að allt starfsfólk sveitarfélagsins hefur gert sitt allra besta og rúmlega það! Við á Íbúalistanum viljum horfa inn á við og hlúa að samfélaginu, styrkja innviði þess og mannauð. Í því samhengi viljum við ráða mannauðsstjóra því mannauður sveitarfélagsins er lykillinn að góðum árangri. Með því að ráða mannauðsstjóra þá getum við verið með fyrirbyggjandi aðgerðir, eins og að bjóða upp á stuðning og þjálfun fyrir stjórnendur og starfsfólk sveitarfélagsins sem styrkir það, dregur úr álagi og langtímaveikindum. Hlutverk mannauðsstjóra Hlutverk mannauðsstjóra er margbreytilegt en snýr fyrst og fremst að því að styðja við starfsmenn, vera talsmaður þeirra og aðstoða stjórnendur við ákvarðanatöku þegar kemur að mannauði í sveitarfélaginu. Sem dæmi má nefna þá er innan verksviðs mannauðsstjóra að sjá um ráðningar, stjórnendaþjálfun, vinnustaðakannanir, starfslok og taka á málum eins og einelti og kynferðislegri áreitni. Mannauðsstjóri hefur einnig stefnumótandi hlutverk, þ.e.a.s. hann setur mannauðsmál í samhengi við stefnur og markmið sveitarfélagsins. Að síðustu nefni ég að mannauðsstjóri hefur menntun í breytingastjórnun og getur þannig tryggt að faglega sé staðið að umbreytingum sem kunna að þurfa að eiga sér stað innan stofnana sveitarfélagsins. Við á Íbúalistanum teljum að það sé mjög góð fjárfesting fyrir samfélagið okkar að ráða mannauðsstjóra því það muni skila sér í meiri stöðugleika í stofnunum þess, minni starfsmannaveltu og farsælum stjórnendum. Íbúalistinn í Ölfusi vill bæta kjör fjölskyldna, auka lífsgæði eldri borgara og leggja grunn að fjölbreyttu atvinnulífi. Höfundur er oddviti Íbúalistans í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mannauður er dýrmætasta auðlind hvers sveitarfélags. Það þarf að hlúa vel að þessari auðlind og er það áherslumál okkar á Íbúalistanum í Ölfusi. Það er aðdáunarvert hvernig starfsfólk sveitarfélagsins hefur ekki aðeins staðið af sér erfiðar aðstæður í heimsfaraldri heldur einnig almennt erfiðar starfsaðstæður. Þar ber helst að nefna skort á forstöðumanneskju á Níunni, of mörg verkefni fyrir of fá stöðugildi á þessum sama stað og tíð stjórnendaskipti á Bergheimum eftir að leikskólinn var einkavæddur í skyndi. Við viljum færa þessu starfsfólki bestu þakkir okkar, sem íbúa í sveitarfélaginu Ölfusi, því það er alveg á hreinu að allt starfsfólk sveitarfélagsins hefur gert sitt allra besta og rúmlega það! Við á Íbúalistanum viljum horfa inn á við og hlúa að samfélaginu, styrkja innviði þess og mannauð. Í því samhengi viljum við ráða mannauðsstjóra því mannauður sveitarfélagsins er lykillinn að góðum árangri. Með því að ráða mannauðsstjóra þá getum við verið með fyrirbyggjandi aðgerðir, eins og að bjóða upp á stuðning og þjálfun fyrir stjórnendur og starfsfólk sveitarfélagsins sem styrkir það, dregur úr álagi og langtímaveikindum. Hlutverk mannauðsstjóra Hlutverk mannauðsstjóra er margbreytilegt en snýr fyrst og fremst að því að styðja við starfsmenn, vera talsmaður þeirra og aðstoða stjórnendur við ákvarðanatöku þegar kemur að mannauði í sveitarfélaginu. Sem dæmi má nefna þá er innan verksviðs mannauðsstjóra að sjá um ráðningar, stjórnendaþjálfun, vinnustaðakannanir, starfslok og taka á málum eins og einelti og kynferðislegri áreitni. Mannauðsstjóri hefur einnig stefnumótandi hlutverk, þ.e.a.s. hann setur mannauðsmál í samhengi við stefnur og markmið sveitarfélagsins. Að síðustu nefni ég að mannauðsstjóri hefur menntun í breytingastjórnun og getur þannig tryggt að faglega sé staðið að umbreytingum sem kunna að þurfa að eiga sér stað innan stofnana sveitarfélagsins. Við á Íbúalistanum teljum að það sé mjög góð fjárfesting fyrir samfélagið okkar að ráða mannauðsstjóra því það muni skila sér í meiri stöðugleika í stofnunum þess, minni starfsmannaveltu og farsælum stjórnendum. Íbúalistinn í Ölfusi vill bæta kjör fjölskyldna, auka lífsgæði eldri borgara og leggja grunn að fjölbreyttu atvinnulífi. Höfundur er oddviti Íbúalistans í Ölfusi.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun