Sverrir Einar áfrýjar máli sínu á hendur Sindra Þór Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2022 16:41 Sverrir Einar segist ekki geta unað þeirri niðurstöðu sem varð í héraði í meiðyrðamáli hans á hendur Sindra Þór en Sverrir segir fyrirliggjandi að Sindri hafi lagt sig í framkróka um að valda sér sem allra mestu tjóni með ummælum um sig á Twitter. Sverrir Einar Eiríksson eigandi Nýju vínbúðarinnar hefur ákveðið að áfrýja máli sínu á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni markaðsstjóra Tjarnarbíós. „Eftir nokkra umhugsun hef ég ákveðið að áfrýja til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í meiðyrðamáli mínu á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni. Ég sætti mig ekki við þá niðurstöðu héraðsdóms að Sindra hafi mátt úthúða mér á samfélagsmiðlum án tilefnis, með fullyrðingum sem voru í senn meiðandi og rangar,“ segir Sverrir Einar í samtali við Vísi. Harkaleg rimma á Twitter Sverrir Einar segist hafa legið undir feldi, um hvort hann ætti að ráðast í áfrýjun eða ekki en hann tapaði málinu í héraði. Í dag rennur frestur til áfrýjunar út. Sverrir Einar höfðaði mál gegn Sindra Þór vegna þriggja ummæla sem Sindri lét falla á samfélagsmiðlum í haust eftir að þeir fóru í hár saman á Twitter. Þá var mál Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumáls á allra vörum og Sverrir átt í rökræðum við ýmsa á Twitter um málið, meðal annars við meðlimi baráttuhópsins Öfga. Krefst þriggja milljóna króna í skaðabætur Sverrir segist ekki geta unað niðurstöðunni í héraði. „Ljóst er að Sindri Þór gerði hvað hann gat til þess að valda mér sem mestu tjóni með því að draga starf mitt og lifibrauð inn í ummæli sín. Þá þykir mér rökstuðningur héraðsdóms ekki sannfærandi og gefa tilefni til að skjóta málinu til æðra dómstigs. Ég ber miklar vonir til þess að Landsréttur rétti af kúrsinn í þessari dómaframkvæmd,“ segir Sverrir Einar. Í áfrýjunarstefnu kemur fram að þess er krafist að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og Sindri Þór dæmdur til að greiða Sverri 3.000.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 17. september 2021 til 17. október 2021 og með dráttarvöxtum samkvæmt 2. mgr. 6. gr. sömu laga þeim degi til greiðsludags. Ummælin sem Sindri lét falla um Sverri og málið snýst um eru eftirfarandi: 1. „Þetta er Sverrir. Sverrir á og rekur Nýju Vínbúðina. Sverrir eltir, áreitir og niðurlægir konur á internetinu. Konur sem berjast gegn kynferðisofbeldi. Meðlimi Öfga. Ekki vera eins og Sverrir.“ 2. „Þetta er Sverrir. Sverri finnst gaman að áreita konur á samfélagsmiðlum og þess vegna eru fáir að fylgja honum. En einn þeirra sem er fylgjandi Sverri og hans aðferðum er Tómas Þóroddsson, sérlegur Ingó-vinur og fráfarandi stjórnarmaður KSÍ. Ekki vera eins og þeir.“ 3. „Þetta er Sverrir. Sverri finnst konur svo lítils virði að hann sér enga ástæðu til að hjálpa þeim ef þær hleypa ekki uppá sig að launum. Ekki vera eins og Sverrir.“ Sindri Þór hefur í ýmsu að snúast vegna ætlaðra meiðyrða sinna en málflutningur var í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns á hendur honum í fyrr í vikunni. Dómsmál Samfélagsmiðlar MeToo Tjáningarfrelsi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
„Eftir nokkra umhugsun hef ég ákveðið að áfrýja til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í meiðyrðamáli mínu á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni. Ég sætti mig ekki við þá niðurstöðu héraðsdóms að Sindra hafi mátt úthúða mér á samfélagsmiðlum án tilefnis, með fullyrðingum sem voru í senn meiðandi og rangar,“ segir Sverrir Einar í samtali við Vísi. Harkaleg rimma á Twitter Sverrir Einar segist hafa legið undir feldi, um hvort hann ætti að ráðast í áfrýjun eða ekki en hann tapaði málinu í héraði. Í dag rennur frestur til áfrýjunar út. Sverrir Einar höfðaði mál gegn Sindra Þór vegna þriggja ummæla sem Sindri lét falla á samfélagsmiðlum í haust eftir að þeir fóru í hár saman á Twitter. Þá var mál Kolbeins Sigþórssonar knattspyrnumáls á allra vörum og Sverrir átt í rökræðum við ýmsa á Twitter um málið, meðal annars við meðlimi baráttuhópsins Öfga. Krefst þriggja milljóna króna í skaðabætur Sverrir segist ekki geta unað niðurstöðunni í héraði. „Ljóst er að Sindri Þór gerði hvað hann gat til þess að valda mér sem mestu tjóni með því að draga starf mitt og lifibrauð inn í ummæli sín. Þá þykir mér rökstuðningur héraðsdóms ekki sannfærandi og gefa tilefni til að skjóta málinu til æðra dómstigs. Ég ber miklar vonir til þess að Landsréttur rétti af kúrsinn í þessari dómaframkvæmd,“ segir Sverrir Einar. Í áfrýjunarstefnu kemur fram að þess er krafist að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og Sindri Þór dæmdur til að greiða Sverri 3.000.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laga nr. 38/2001, um vexti og verðtryggingu, frá 17. september 2021 til 17. október 2021 og með dráttarvöxtum samkvæmt 2. mgr. 6. gr. sömu laga þeim degi til greiðsludags. Ummælin sem Sindri lét falla um Sverri og málið snýst um eru eftirfarandi: 1. „Þetta er Sverrir. Sverrir á og rekur Nýju Vínbúðina. Sverrir eltir, áreitir og niðurlægir konur á internetinu. Konur sem berjast gegn kynferðisofbeldi. Meðlimi Öfga. Ekki vera eins og Sverrir.“ 2. „Þetta er Sverrir. Sverri finnst gaman að áreita konur á samfélagsmiðlum og þess vegna eru fáir að fylgja honum. En einn þeirra sem er fylgjandi Sverri og hans aðferðum er Tómas Þóroddsson, sérlegur Ingó-vinur og fráfarandi stjórnarmaður KSÍ. Ekki vera eins og þeir.“ 3. „Þetta er Sverrir. Sverri finnst konur svo lítils virði að hann sér enga ástæðu til að hjálpa þeim ef þær hleypa ekki uppá sig að launum. Ekki vera eins og Sverrir.“ Sindri Þór hefur í ýmsu að snúast vegna ætlaðra meiðyrða sinna en málflutningur var í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns á hendur honum í fyrr í vikunni.
1. „Þetta er Sverrir. Sverrir á og rekur Nýju Vínbúðina. Sverrir eltir, áreitir og niðurlægir konur á internetinu. Konur sem berjast gegn kynferðisofbeldi. Meðlimi Öfga. Ekki vera eins og Sverrir.“ 2. „Þetta er Sverrir. Sverri finnst gaman að áreita konur á samfélagsmiðlum og þess vegna eru fáir að fylgja honum. En einn þeirra sem er fylgjandi Sverri og hans aðferðum er Tómas Þóroddsson, sérlegur Ingó-vinur og fráfarandi stjórnarmaður KSÍ. Ekki vera eins og þeir.“ 3. „Þetta er Sverrir. Sverri finnst konur svo lítils virði að hann sér enga ástæðu til að hjálpa þeim ef þær hleypa ekki uppá sig að launum. Ekki vera eins og Sverrir.“
Dómsmál Samfélagsmiðlar MeToo Tjáningarfrelsi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira