#íslenskflík: „Þetta byrjaði allt með sögu einnar flíkur“ Elísabet Hanna skrifar 7. maí 2022 12:30 Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir. Anna Kristín Óskarsdóttir. Hönnuðurinn Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir er einn af stofnendum merkisins As We Grow en merkið var stofnað fyrir tíu árum. Sjálf hefur hún verið að hanna föt síðan á unglingsárunum og um helgina stendur merkið fyrir sporastofu á HönnunarMars. Hver ert þú sem hönnuður?Ég byrjaði að hanna föt þegar ég var í grunnskóla en fór ekki að vinna við það fyrr en eftir að ég útskrifaðist úr listaháskólanum 2003. Áhugi minn lá mest í prjóni svo ég útfærði lokaverkefnið mitt allt í prjón. Eftir útskrift bauðst mér að vinna hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í að prjóna prufur fyrir tískuhús og selja sem hugmyndir. View this post on Instagram A post shared by AS WE GROW (@aswegrow) Það var Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður sem hjálpaði mér að fá þá vinnu og þar lærði ég svo endalaust margt í sambandi við prjón sem ég nýti mér á hverjum degi. Ég vann síðan í ýmsum verkefnum þangað til ég stofnaði As We Grow árið 2012 ásamt Grétu Hlöðversdóttur og Maríu Ólafsdóttur. View this post on Instagram A post shared by AS WE GROW (@aswegrow) Hvernig hannar þú flík?Ferlið við að hanna flík er í stórum dráttum þannig að ég vinn rannsóknarvinnu með því að sanka að mér ýmsum innblæstri hvort sem er í formi fata, ljósmynda, samtala, umhverfið eða hverju sem er. Síðan þarf að þrengja þetta niður og búa til sögu sem heldur utan um þessar hugmyndir. View this post on Instagram A post shared by AS WE GROW (@aswegrow) Línan okkar inniheldur alltaf eldri stíla líka þannig að hver ný lína hefur einhver tengsl við þær eldri. Ef ég er að hanna nýja flík frá grunni þá nota ég hugmyndirnar sem ég er komin með til að byrja að skyssa, það verða til margar skyssur af svipuðum flíkum og ég skoða þær síðan með fólkinu mínu í vinnunni og við fækkum möguleikunum helst niður í einn. Þá tekur við vinna við að finna rétta efnið í flíkina en það getur verið miserfitt. Stundum steinliggur efnið og stundum gengur illa að finna rétta efnið fyrir ákveðna flík. View this post on Instagram A post shared by AS WE GROW (@aswegrow) Fyrir framleiðslu þarf alltaf að gera flata tækniteikningu af flíkinni og öllum smáatriðum sem þurfa að sjást og þessum teikningum þarf að fylgja tækniskjal þar sem öll mál eru sett inn, í ölllum stærðum. Ferlið frá hugmynd að tilbúinni flík getur verið mjög langt því það er ekkert öruggt að fyrsta prótótýpan sé í lagi og það getur þurft að hafa samskipti fram og tilbaka áður en hún er orðin eins og hún á að vera. View this post on Instagram A post shared by AS WE GROW (@aswegrow) HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022. Blaðamaður heyrði einnig í Grétu Hlöðversdóttur, einum af stofnendum As We Grow til að fræðast betur um Sporastofuna sem merkið stendur fyrir á HönnunarMars: Hvernig er stemningin fyrir HönnunarMars?Frábær. Hvernig kviknaði hugmyndin að As we grow upphaflega?Þetta byrjaði allt með sögu einnar flíkur – Ullarpeysu. Reykvísk móðir í fjölskyldunni okkar prjónaði peysu fyrir son sinn. Hann notaði peysuna í nokkur ár en óx svo upp úr henni og þá fékk lítil vinkona fjölskyldunnar hana. Um skeið neitaði stelpan að vera í öðru en þar kom að hún gekk áfram til næstu fjölskyldu. Einn veturinn týndist peysan en þegar voraði kom hún undan skafli í garðinum. Með örlítilli umhyggju varð hún aftur eins og ný. View this post on Instagram A post shared by AS WE GROW (@aswegrow) Peysan er á myndum í fjölskyldualbúmum og efur gengið frá barni til barns í hópi vina og ættingja í meira en áratug. Svona fötum viljum við að börnin okkar klæðist hugsuðum við þegar við stofnuðum fyrirtækið. Fatnaði þar sem áhersla er lögð á hönnun, gæði og minni sóun , en As We Grow hlaut einmitt Hönnunarverðlaun Íslands fyrir sjálfbært og umhverfisvænt konsept. Hvernig lýsir sporastofan sér?Þar gefst hverjum og einum tækifæri á að gera sína As We Grow flík enn persónulegri með því að bæta við hana einstökum útsaumi, nafni eða tákni í flíkurnar og merkja þær þannig sér og sínum. View this post on Instagram A post shared by AS WE GROW (@aswegrow) Hvernig viðbrögð hefur sporastofan verið að fá og er mikil spenna hjá ykkur?Við höfum fengið frábær viðbrögð bæði við Sporastofunni og tískusýningunni sem verður laugardaginn 7. maí og hlökkum mikið til að fá fólk í nýju verslunina okkar að Klapparstíg 29. Hvernig myndir þú lýsa nýju línunni frá As We Grow?Nýja barnafatalína AS WE GROW er innblásin af bernskuminningum frá sumrum í íslenskum sjávarþorpum. Í tilefni af opnun nýrrar verslunar og vinnustofu AS WE GROW á Klapparstíg 29 og komu nýrrar fatalínu er gestum HönnunarMars boðið á tískusýningu þar sem þeim mun gefast kostur á að ferðast aftur á vit eigin minninga um bjarta íslenska vordaga. View this post on Instagram A post shared by AS WE GROW (@aswegrow) Verður sporastofan áfram í boði hjá ykkur?Þetta er tilraunaverkefni, svo það kemur í ljós og fer eftir því hvernig undirtektirnar verða. Veistu hver hannaði þína flík?Anna Kristín Óskarsdóttir. Fatahönnunarfélag Íslands teflir fram þriðju herferð verkefnisins #íslenskflík á Hönnunarmars í ár. Með verkefninu vill Fatahönnunarfélag Íslands vekja athygli fólks á því að staldra við og skoða íslenska fatahönnun næst þegar það fjárfestir í flík og á sama tíma fagna því fólki sem vinnur í faginu á Íslandi. Verkefnið er unnið af Blóð studio fyrir HönnunarMars. Listrænn stjórnandi verkefnisins er Ási Már Friðriksson og Anna Kristín Óskarsdóttir ljósmyndari fangar hönnuði í sínu náttúrulega umhverfi. Fólk er hvatt til þess að taka þátt í verkefninu með því að pósta sinni íslenskri flík á samfélagsmiðla og merkja með #íslenskflík. Íslensk flík Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir #íslenskflík: „Ég sá hana ljóslifandi fyrir mér í höfðinu“ Helga Lilja Magnúsdóttir hjá BAHNS er fyrsti viðmælandinn í #íslenskflík sem er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 4. maí 2022 23:41 #íslenskflík: Saga 66°Norður stöðugur innblástur Rakel Sólrós Jóhannsdóttir er partur af hönnunarteymi 66°Norður og er annar viðmælandinn í #Íslenskflík sem er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 5. maí 2022 21:00 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Sjá meira
Hver ert þú sem hönnuður?Ég byrjaði að hanna föt þegar ég var í grunnskóla en fór ekki að vinna við það fyrr en eftir að ég útskrifaðist úr listaháskólanum 2003. Áhugi minn lá mest í prjóni svo ég útfærði lokaverkefnið mitt allt í prjón. Eftir útskrift bauðst mér að vinna hjá fyrirtæki sem sérhæfir sig í að prjóna prufur fyrir tískuhús og selja sem hugmyndir. View this post on Instagram A post shared by AS WE GROW (@aswegrow) Það var Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður sem hjálpaði mér að fá þá vinnu og þar lærði ég svo endalaust margt í sambandi við prjón sem ég nýti mér á hverjum degi. Ég vann síðan í ýmsum verkefnum þangað til ég stofnaði As We Grow árið 2012 ásamt Grétu Hlöðversdóttur og Maríu Ólafsdóttur. View this post on Instagram A post shared by AS WE GROW (@aswegrow) Hvernig hannar þú flík?Ferlið við að hanna flík er í stórum dráttum þannig að ég vinn rannsóknarvinnu með því að sanka að mér ýmsum innblæstri hvort sem er í formi fata, ljósmynda, samtala, umhverfið eða hverju sem er. Síðan þarf að þrengja þetta niður og búa til sögu sem heldur utan um þessar hugmyndir. View this post on Instagram A post shared by AS WE GROW (@aswegrow) Línan okkar inniheldur alltaf eldri stíla líka þannig að hver ný lína hefur einhver tengsl við þær eldri. Ef ég er að hanna nýja flík frá grunni þá nota ég hugmyndirnar sem ég er komin með til að byrja að skyssa, það verða til margar skyssur af svipuðum flíkum og ég skoða þær síðan með fólkinu mínu í vinnunni og við fækkum möguleikunum helst niður í einn. Þá tekur við vinna við að finna rétta efnið í flíkina en það getur verið miserfitt. Stundum steinliggur efnið og stundum gengur illa að finna rétta efnið fyrir ákveðna flík. View this post on Instagram A post shared by AS WE GROW (@aswegrow) Fyrir framleiðslu þarf alltaf að gera flata tækniteikningu af flíkinni og öllum smáatriðum sem þurfa að sjást og þessum teikningum þarf að fylgja tækniskjal þar sem öll mál eru sett inn, í ölllum stærðum. Ferlið frá hugmynd að tilbúinni flík getur verið mjög langt því það er ekkert öruggt að fyrsta prótótýpan sé í lagi og það getur þurft að hafa samskipti fram og tilbaka áður en hún er orðin eins og hún á að vera. View this post on Instagram A post shared by AS WE GROW (@aswegrow) HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022. Blaðamaður heyrði einnig í Grétu Hlöðversdóttur, einum af stofnendum As We Grow til að fræðast betur um Sporastofuna sem merkið stendur fyrir á HönnunarMars: Hvernig er stemningin fyrir HönnunarMars?Frábær. Hvernig kviknaði hugmyndin að As we grow upphaflega?Þetta byrjaði allt með sögu einnar flíkur – Ullarpeysu. Reykvísk móðir í fjölskyldunni okkar prjónaði peysu fyrir son sinn. Hann notaði peysuna í nokkur ár en óx svo upp úr henni og þá fékk lítil vinkona fjölskyldunnar hana. Um skeið neitaði stelpan að vera í öðru en þar kom að hún gekk áfram til næstu fjölskyldu. Einn veturinn týndist peysan en þegar voraði kom hún undan skafli í garðinum. Með örlítilli umhyggju varð hún aftur eins og ný. View this post on Instagram A post shared by AS WE GROW (@aswegrow) Peysan er á myndum í fjölskyldualbúmum og efur gengið frá barni til barns í hópi vina og ættingja í meira en áratug. Svona fötum viljum við að börnin okkar klæðist hugsuðum við þegar við stofnuðum fyrirtækið. Fatnaði þar sem áhersla er lögð á hönnun, gæði og minni sóun , en As We Grow hlaut einmitt Hönnunarverðlaun Íslands fyrir sjálfbært og umhverfisvænt konsept. Hvernig lýsir sporastofan sér?Þar gefst hverjum og einum tækifæri á að gera sína As We Grow flík enn persónulegri með því að bæta við hana einstökum útsaumi, nafni eða tákni í flíkurnar og merkja þær þannig sér og sínum. View this post on Instagram A post shared by AS WE GROW (@aswegrow) Hvernig viðbrögð hefur sporastofan verið að fá og er mikil spenna hjá ykkur?Við höfum fengið frábær viðbrögð bæði við Sporastofunni og tískusýningunni sem verður laugardaginn 7. maí og hlökkum mikið til að fá fólk í nýju verslunina okkar að Klapparstíg 29. Hvernig myndir þú lýsa nýju línunni frá As We Grow?Nýja barnafatalína AS WE GROW er innblásin af bernskuminningum frá sumrum í íslenskum sjávarþorpum. Í tilefni af opnun nýrrar verslunar og vinnustofu AS WE GROW á Klapparstíg 29 og komu nýrrar fatalínu er gestum HönnunarMars boðið á tískusýningu þar sem þeim mun gefast kostur á að ferðast aftur á vit eigin minninga um bjarta íslenska vordaga. View this post on Instagram A post shared by AS WE GROW (@aswegrow) Verður sporastofan áfram í boði hjá ykkur?Þetta er tilraunaverkefni, svo það kemur í ljós og fer eftir því hvernig undirtektirnar verða. Veistu hver hannaði þína flík?Anna Kristín Óskarsdóttir. Fatahönnunarfélag Íslands teflir fram þriðju herferð verkefnisins #íslenskflík á Hönnunarmars í ár. Með verkefninu vill Fatahönnunarfélag Íslands vekja athygli fólks á því að staldra við og skoða íslenska fatahönnun næst þegar það fjárfestir í flík og á sama tíma fagna því fólki sem vinnur í faginu á Íslandi. Verkefnið er unnið af Blóð studio fyrir HönnunarMars. Listrænn stjórnandi verkefnisins er Ási Már Friðriksson og Anna Kristín Óskarsdóttir ljósmyndari fangar hönnuði í sínu náttúrulega umhverfi. Fólk er hvatt til þess að taka þátt í verkefninu með því að pósta sinni íslenskri flík á samfélagsmiðla og merkja með #íslenskflík.
HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar. Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.
Fatahönnunarfélag Íslands teflir fram þriðju herferð verkefnisins #íslenskflík á Hönnunarmars í ár. Með verkefninu vill Fatahönnunarfélag Íslands vekja athygli fólks á því að staldra við og skoða íslenska fatahönnun næst þegar það fjárfestir í flík og á sama tíma fagna því fólki sem vinnur í faginu á Íslandi. Verkefnið er unnið af Blóð studio fyrir HönnunarMars. Listrænn stjórnandi verkefnisins er Ási Már Friðriksson og Anna Kristín Óskarsdóttir ljósmyndari fangar hönnuði í sínu náttúrulega umhverfi. Fólk er hvatt til þess að taka þátt í verkefninu með því að pósta sinni íslenskri flík á samfélagsmiðla og merkja með #íslenskflík.
Íslensk flík Tíska og hönnun HönnunarMars Tengdar fréttir #íslenskflík: „Ég sá hana ljóslifandi fyrir mér í höfðinu“ Helga Lilja Magnúsdóttir hjá BAHNS er fyrsti viðmælandinn í #íslenskflík sem er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 4. maí 2022 23:41 #íslenskflík: Saga 66°Norður stöðugur innblástur Rakel Sólrós Jóhannsdóttir er partur af hönnunarteymi 66°Norður og er annar viðmælandinn í #Íslenskflík sem er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 5. maí 2022 21:00 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Sjá meira
#íslenskflík: „Ég sá hana ljóslifandi fyrir mér í höfðinu“ Helga Lilja Magnúsdóttir hjá BAHNS er fyrsti viðmælandinn í #íslenskflík sem er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 4. maí 2022 23:41
#íslenskflík: Saga 66°Norður stöðugur innblástur Rakel Sólrós Jóhannsdóttir er partur af hönnunarteymi 66°Norður og er annar viðmælandinn í #Íslenskflík sem er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 5. maí 2022 21:00