Besta lið heims með of litla höll: „Yrði niðurlægjandi fyrir okkur og bæinn“ Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2022 23:02 Hanna Maria Yttereng og stöllur í Vipers Kristiansand gætu fyllt 5.000 manna höll að mati forráðamanna félagsins. EPA/Csaba Krizsan Evrópumeistarar Vipers Kristiansand í handbolta kvenna gætu þurft að yfirgefa Kristiansand og spila í öðrum bæ í Noregi vegna ófullnægjandi aðstöðu á heimavelli sínum. Norski ríkisfjölmiðillinn NRK fjallar um málið og segir að þrátt fyrir að lið Vipers Kristiansand sé í allra fremstu röð í heiminum þá sé íþróttahöllin sem liðið spili í, Aquarama, langt frá því að vera í sama klassa. Það er því ekki aðeins á Íslandi sem að menn eiga í vandræðum með að uppfylla kröfur handknattleikssambands Evrópu um húsakost. Samkvæmt NRK hafa Evrópumeistararnir verið með undanþágu til að spila Evrópuleiki í Aquarama en kröfurnar verða hertar eftir tvö ár. Á meðal þess sem þá verður krafist er að pláss sé fyrir 4.000 sitjandi áhorfendur. Í dag er aðeins pláss fyrir um 2.000 áhorfendur í Aquarama og því gæti Vipers þurft að spila heimaleiki sína í öðrum bæ, til að mynda í Arendal þar sem verið er að endurgera Sör Amfi höllina til að uppfylla alþjóðlegar kröfur. „Þetta yrði niðurlægjandi bæði fyrir okkur og bæinn. Þetta má bara ekki gerast,“ sagði Per Geir Lövstad, stjórnandi hjá Vipers Kristiansand, við NRK. Léku í 12.000 manna draumahöll þjálfarans Lövstad og félagar telja að hægt væri að selja 5.000 miða á stærstu leikina hjá Vipers og ósk þeirra er að fá höll sem rúmar þann fjölda. Það er á dagskránni að reisa nýja höll í Kristansand en sennilega eru enn nokkur ár í það, segir í frétt NRK. Vipers er að spila í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og vann sjö marka sigur í útileiknum gegn Krim Mercator í Slóveníu. Heimaleikur Vipers er svo 7. maí. Sigurinn í Slóveníu vann Vipers í 12.000 manna höll í Ljubljana sem notuð verður í úrslitunum á EM kvenna í desember. „Ég væri gjarnan til í að klóna þessa höll og koma fyrir í Kristiansand. Þetta er stórkostleg aðstaða,“ sagði Ole Gustav Gjekstad, þjálfari Vipers. Handbolti Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Norski ríkisfjölmiðillinn NRK fjallar um málið og segir að þrátt fyrir að lið Vipers Kristiansand sé í allra fremstu röð í heiminum þá sé íþróttahöllin sem liðið spili í, Aquarama, langt frá því að vera í sama klassa. Það er því ekki aðeins á Íslandi sem að menn eiga í vandræðum með að uppfylla kröfur handknattleikssambands Evrópu um húsakost. Samkvæmt NRK hafa Evrópumeistararnir verið með undanþágu til að spila Evrópuleiki í Aquarama en kröfurnar verða hertar eftir tvö ár. Á meðal þess sem þá verður krafist er að pláss sé fyrir 4.000 sitjandi áhorfendur. Í dag er aðeins pláss fyrir um 2.000 áhorfendur í Aquarama og því gæti Vipers þurft að spila heimaleiki sína í öðrum bæ, til að mynda í Arendal þar sem verið er að endurgera Sör Amfi höllina til að uppfylla alþjóðlegar kröfur. „Þetta yrði niðurlægjandi bæði fyrir okkur og bæinn. Þetta má bara ekki gerast,“ sagði Per Geir Lövstad, stjórnandi hjá Vipers Kristiansand, við NRK. Léku í 12.000 manna draumahöll þjálfarans Lövstad og félagar telja að hægt væri að selja 5.000 miða á stærstu leikina hjá Vipers og ósk þeirra er að fá höll sem rúmar þann fjölda. Það er á dagskránni að reisa nýja höll í Kristansand en sennilega eru enn nokkur ár í það, segir í frétt NRK. Vipers er að spila í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og vann sjö marka sigur í útileiknum gegn Krim Mercator í Slóveníu. Heimaleikur Vipers er svo 7. maí. Sigurinn í Slóveníu vann Vipers í 12.000 manna höll í Ljubljana sem notuð verður í úrslitunum á EM kvenna í desember. „Ég væri gjarnan til í að klóna þessa höll og koma fyrir í Kristiansand. Þetta er stórkostleg aðstaða,“ sagði Ole Gustav Gjekstad, þjálfari Vipers.
Handbolti Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira