Oddvitaáskorunin: „Löggimann fann mig og kom mér til mömmu og ömmu“ Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2022 21:01 Tómas og fjölskyldan í hringferð um landið sumarið 2021. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Tómas Ellert Tómasson leiðir lista Miðflokksins í Árborg í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Tómas Ellert Tómasson, 51 árs bæjarfulltrúi í Svf. Árborg. Giftur Dýrleif Júlíu Guðlaugsdóttur líftæknifræðingi, starfandi dagforeldri á Selfossi. Við eigum saman þriggja ára tvíburadæturnar Þorbjörgu Evu og Elízabetu Emblu. Fyrir átti Dýrleif dæturnar Steinrúnu Dalíu og Sylvíu Björk. Ég er einnig svo ríkur að eiga soninn Andra Karl og tengdadótturina Hafdísi Elvu og barnabörnin Daníel Karl og Snædísi Freyju. Þar með er ekki allt upptalið því á heimilinu búa líka íslenski fjárhundurinn Grettir og Border Collie tíkin Súsí auk naggrísanna Hnetu og Perlu. Sannkölluð Pabbi, mamma, börn og bíll stemning á heimilinu :) Ég starfa dags daglega sem byggingarverkfræðingur hjá SG-húsum á Selfossi auk þess að vera bæjarfulltrúi, formaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar. Selfyssingarnir – Tómas Ellert formaður bæjarráðs í Svf. Árborg og Elliði sveitarstjóri í Ölfusi. Ólst fyrstu sex ár ævi minnar á Grundarfirði áður heldur en að við foreldrar og systkini fluttumst á Selfoss árið 1977. Hér á Selfossi hef ég svo alið manninn meira og minna síðan. Stundaði nánast allar íþróttir sem að hægt var að stunda í uppvextinum, tilheyrði þeim hópi stráka sem að unnu til fyrstu verðlauna Umf. Selfoss á Íslandsmóti í handbolta árið 1982. Nokkrir úr þeim hópi urðu svo síðar landsliðsmenn í íþróttinni eins og Maggi Sig og Gústi Bjarna. Ég valdi reyndar fótboltann fram yfir þegar að í meistaraflokka var komið. Spilaði meðal annars með Heiðari Helgusyni hjá Þrótti Reykjavík og ýmsum snillingum í Fossvogs Víkingum. Lauk ferlinum á Selfossi og var fyrirliði liðsins um 4 ára skeið. Ég er ákaflega vel meðvitaður um gildi íþróttastarfs fyrir samfélagið og unni ungmennafélaginu mínu heitt. Að auki hef ég látið til mín taka fyrir hönd þeirra sem hafa og eiga um sárt að binda. Það er því miður staðreynd að fátækt er staðreynd í okkar samfélagi og því berst ég meðal annars mjög hart fyrir því að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Ég sé að nú er að verða vitundarvakning og skilningur á því baráttumáli mínu því að önnur framboð hafa nú tekið þetta mál upp. Dropinn holar steininn. Ég elska auk þess Nýju Árborg heitt sem að við í bæjarstjórnarmeirihlutanum höfum skapað með þrotlausri vinnu síðastliðin fjögur ár. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þar sem ég aldist upp fyrstu ár ævi minnar – Kirkjufell við Grundarfjörð. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Fánýtishegðun hælbítana. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Að vinna með gagnagrunna. Já, ég er Excel-Nörd. Tómas í Grundarfirði með Kirkjufell í baksýn. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Úfff. Mín minnisstæðustu eru þegar að ég týndist á Lýðveldishátíðinni sem haldin var Í Búðardal árið 1974. Sagan endaði vel, Löggimann fann mig og kom mér til mömmu og ömmu :) Hvað færðu þér á pizzu? Allt mögulegt. Er hrifnastur af hráskinkupizzu. Hvaða lag peppar þig mest? Walls Come Tumbling Down – The Style Council. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Gat tekið vel yfir hundrað armbeygjur – er í dag meira í armteygjum. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Uppáhalds brandari? Sænski töffarinn ber af öllum öðrum bröndurum. Hvað er þitt draumafríi? Sumarfrí með fjölskyldunni við Gardavatn sem við erum að safna fyrir og verður farin sumarið 2023. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Bæði verra. Tómas með með Liston frænda sínum í vinnustofu hans í Grundarfirði. Uppáhalds tónlistarmaður? Freddie Mercury. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Barasta veit það ekki. Margt sem ég hef gert á minni ævi sem öðrum hefur fundist skrítið en mér fundist fullkomlega eðlilegt. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Guðni Ágústsson. Hefur þú verið í verbúð? Nei, en hef aftur á móti unnið við humarhalaplokk og staflað saltfisk. Áhrifamesta kvikmyndin? Forrest Gump. Áttu eftir að sakna Nágranna? Alls ekki þeirri sjónvarpsþáttaseríu en ég sakna oft fyrrum nágranna minna í real life. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Í gamla góða Grundarfjörð. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Xanadu – Olivia Newton-John. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árborg Miðflokkurinn Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: Dauðir þjöppuðu sér saman til að halda á sér hita Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 15:00 Oddvitaáskorunin: Batt spottann í drifskaftið Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 09:00 Oddvitaáskorunin: Afskrifaði girðingu sem var aldrei girt Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 2. maí 2022 21:01 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Tómas Ellert Tómasson leiðir lista Miðflokksins í Árborg í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Tómas Ellert Tómasson, 51 árs bæjarfulltrúi í Svf. Árborg. Giftur Dýrleif Júlíu Guðlaugsdóttur líftæknifræðingi, starfandi dagforeldri á Selfossi. Við eigum saman þriggja ára tvíburadæturnar Þorbjörgu Evu og Elízabetu Emblu. Fyrir átti Dýrleif dæturnar Steinrúnu Dalíu og Sylvíu Björk. Ég er einnig svo ríkur að eiga soninn Andra Karl og tengdadótturina Hafdísi Elvu og barnabörnin Daníel Karl og Snædísi Freyju. Þar með er ekki allt upptalið því á heimilinu búa líka íslenski fjárhundurinn Grettir og Border Collie tíkin Súsí auk naggrísanna Hnetu og Perlu. Sannkölluð Pabbi, mamma, börn og bíll stemning á heimilinu :) Ég starfa dags daglega sem byggingarverkfræðingur hjá SG-húsum á Selfossi auk þess að vera bæjarfulltrúi, formaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar. Selfyssingarnir – Tómas Ellert formaður bæjarráðs í Svf. Árborg og Elliði sveitarstjóri í Ölfusi. Ólst fyrstu sex ár ævi minnar á Grundarfirði áður heldur en að við foreldrar og systkini fluttumst á Selfoss árið 1977. Hér á Selfossi hef ég svo alið manninn meira og minna síðan. Stundaði nánast allar íþróttir sem að hægt var að stunda í uppvextinum, tilheyrði þeim hópi stráka sem að unnu til fyrstu verðlauna Umf. Selfoss á Íslandsmóti í handbolta árið 1982. Nokkrir úr þeim hópi urðu svo síðar landsliðsmenn í íþróttinni eins og Maggi Sig og Gústi Bjarna. Ég valdi reyndar fótboltann fram yfir þegar að í meistaraflokka var komið. Spilaði meðal annars með Heiðari Helgusyni hjá Þrótti Reykjavík og ýmsum snillingum í Fossvogs Víkingum. Lauk ferlinum á Selfossi og var fyrirliði liðsins um 4 ára skeið. Ég er ákaflega vel meðvitaður um gildi íþróttastarfs fyrir samfélagið og unni ungmennafélaginu mínu heitt. Að auki hef ég látið til mín taka fyrir hönd þeirra sem hafa og eiga um sárt að binda. Það er því miður staðreynd að fátækt er staðreynd í okkar samfélagi og því berst ég meðal annars mjög hart fyrir því að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Ég sé að nú er að verða vitundarvakning og skilningur á því baráttumáli mínu því að önnur framboð hafa nú tekið þetta mál upp. Dropinn holar steininn. Ég elska auk þess Nýju Árborg heitt sem að við í bæjarstjórnarmeirihlutanum höfum skapað með þrotlausri vinnu síðastliðin fjögur ár. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Þar sem ég aldist upp fyrstu ár ævi minnar – Kirkjufell við Grundarfjörð. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Fánýtishegðun hælbítana. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Að vinna með gagnagrunna. Já, ég er Excel-Nörd. Tómas í Grundarfirði með Kirkjufell í baksýn. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Úfff. Mín minnisstæðustu eru þegar að ég týndist á Lýðveldishátíðinni sem haldin var Í Búðardal árið 1974. Sagan endaði vel, Löggimann fann mig og kom mér til mömmu og ömmu :) Hvað færðu þér á pizzu? Allt mögulegt. Er hrifnastur af hráskinkupizzu. Hvaða lag peppar þig mest? Walls Come Tumbling Down – The Style Council. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? Gat tekið vel yfir hundrað armbeygjur – er í dag meira í armteygjum. Göngutúr eða skokk? Göngutúr. Uppáhalds brandari? Sænski töffarinn ber af öllum öðrum bröndurum. Hvað er þitt draumafríi? Sumarfrí með fjölskyldunni við Gardavatn sem við erum að safna fyrir og verður farin sumarið 2023. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Bæði verra. Tómas með með Liston frænda sínum í vinnustofu hans í Grundarfirði. Uppáhalds tónlistarmaður? Freddie Mercury. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Barasta veit það ekki. Margt sem ég hef gert á minni ævi sem öðrum hefur fundist skrítið en mér fundist fullkomlega eðlilegt. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Guðni Ágústsson. Hefur þú verið í verbúð? Nei, en hef aftur á móti unnið við humarhalaplokk og staflað saltfisk. Áhrifamesta kvikmyndin? Forrest Gump. Áttu eftir að sakna Nágranna? Alls ekki þeirri sjónvarpsþáttaseríu en ég sakna oft fyrrum nágranna minna í real life. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Í gamla góða Grundarfjörð. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Xanadu – Olivia Newton-John. Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Vísir skorar á oddvita stjórnmálaflokka út um allt land að taka þátt í Oddvitaáskoruninni til að kynna sig og sín málefni. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda póst á samuel@stod2.is og anitaga@stod2.is. Fyrri Oddvitaáskoranir má skoða á síðunni visir.is/p/oddvitaaskorun.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Árborg Miðflokkurinn Tengdar fréttir Oddvitaáskorunin: Dauðir þjöppuðu sér saman til að halda á sér hita Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 15:00 Oddvitaáskorunin: Batt spottann í drifskaftið Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 09:00 Oddvitaáskorunin: Afskrifaði girðingu sem var aldrei girt Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 2. maí 2022 21:01 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Oddvitaáskorunin: Dauðir þjöppuðu sér saman til að halda á sér hita Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 15:00
Oddvitaáskorunin: Batt spottann í drifskaftið Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 3. maí 2022 09:00
Oddvitaáskorunin: Afskrifaði girðingu sem var aldrei girt Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. 2. maí 2022 21:01
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”