Kara Connect tryggir sér 828 milljónir Eiður Þór Árnason skrifar 3. maí 2022 14:36 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hilmari Geir Eiðsson, stofnendur Kara Connect. Aðsend Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect hefur lokið sex milljóna evru, eða jafnvirði 828 milljóna íslenskra króna, fjármögnun til að byggja upp sölu- og markaðsteymi fyrir erlenda markaði. Fyrirtækið þróar stafræna vinnustöð sem tengir sérfræðinga í heilbrigðis- og velferðarþjónustu við skjólstæðinga. Iðunn framtakssjóður, sem er í rekstri Kviku eignastýringar, leiddi fjármögnunina ásamt einkafjárfestum, en fjármögnunin mun styðja við vöxt Köru Connect í Evrópu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu en það gerir sérfræðingum kleift að vista viðkvæmar persónuupplýsingar, bóka tíma, fá greiðslur, senda áminningar og eiga örugga fjarfundi með þeim sem leita stuðnings hjá þeim. Að sögn fyrirtækisins hafa yfir tvö hundruð þúsund einstaklingar á Íslandi og Írlandi notað Köru til að sækjast eftir aðstoð. Með fjármögnuninni verður Iðunn stærsti hluthafi Köru Connect en um er að ræða stærstu fjármögnunarlotu nýsköpunarfyrirtækisins til þessa. Áður höfðu Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Crowberry Capital fjárfest í félaginu auk einkafjárfesta. Vinna að því að gera heiminn aðgengilegri Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Köru Connect, segir að þarfir og viðhorf fólks til aðgengis að ýmis þjónustu, ekki síst í heilbrigðis- og velferðarkerfinu, hafi breyst með tilkomu heimsfaraldursins. „Kara er fyrst og fremst aðgengislausn, örugg gátt sem tengir fólk saman, sem þýðir að hún er fullkomið svar við þessari þörf. Meðferð, stuðningur, ráðgjöf og fleira – þetta er allt innan seilingar í Köru. Í þokkabót sér Kara sjálfvirkt um allskonar umsýslumál fyrir sérfræðingana svo þeir geti einbeitt sér að því að vinna mikilvægari hlutann af vinnunni sinni.“ „Köruteymið er búið að byggja upp öflugan og öruggan hugbúnað sem gerir heiminn mun aðgengilegri – og við erum spennt að fá Iðunni að borðinu, því sjóðurinn hefur mikla reynslu af heilsu- og líftæknigeiranum,” segir Þorbjörg Helga í tilkynningu. Stefnan sett á frekari landvinninga Pétur Richter, fjárfestingastjóri Iðunnar, mun taka sæti í stjórn Köru í kjölfar fjármögnunarinnar. Hann segir að Kara Connect passi vel við fjárfestingarstefnu Iðunnar og félagið hafi sýnt fram á þörfina fyrir þann stafræna vettvang sem félagið hafi þróað. „Nú er stefnan sett á frekari landvinninga á erlendum mörkuðum. Við erum spennt að taka þátt í þeirri vegferð með starfsfólki Köru og öðrum hluthöfum,” segir Pétur. Kara var stofnuð árið 2015 af þeim Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa og námssálfræðingi, og Hilmari Geir Eiðssyni hugbúnaðarsérfræðingi. Tækni Nýsköpun Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Sjá meira
Iðunn framtakssjóður, sem er í rekstri Kviku eignastýringar, leiddi fjármögnunina ásamt einkafjárfestum, en fjármögnunin mun styðja við vöxt Köru Connect í Evrópu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu en það gerir sérfræðingum kleift að vista viðkvæmar persónuupplýsingar, bóka tíma, fá greiðslur, senda áminningar og eiga örugga fjarfundi með þeim sem leita stuðnings hjá þeim. Að sögn fyrirtækisins hafa yfir tvö hundruð þúsund einstaklingar á Íslandi og Írlandi notað Köru til að sækjast eftir aðstoð. Með fjármögnuninni verður Iðunn stærsti hluthafi Köru Connect en um er að ræða stærstu fjármögnunarlotu nýsköpunarfyrirtækisins til þessa. Áður höfðu Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Crowberry Capital fjárfest í félaginu auk einkafjárfesta. Vinna að því að gera heiminn aðgengilegri Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Köru Connect, segir að þarfir og viðhorf fólks til aðgengis að ýmis þjónustu, ekki síst í heilbrigðis- og velferðarkerfinu, hafi breyst með tilkomu heimsfaraldursins. „Kara er fyrst og fremst aðgengislausn, örugg gátt sem tengir fólk saman, sem þýðir að hún er fullkomið svar við þessari þörf. Meðferð, stuðningur, ráðgjöf og fleira – þetta er allt innan seilingar í Köru. Í þokkabót sér Kara sjálfvirkt um allskonar umsýslumál fyrir sérfræðingana svo þeir geti einbeitt sér að því að vinna mikilvægari hlutann af vinnunni sinni.“ „Köruteymið er búið að byggja upp öflugan og öruggan hugbúnað sem gerir heiminn mun aðgengilegri – og við erum spennt að fá Iðunni að borðinu, því sjóðurinn hefur mikla reynslu af heilsu- og líftæknigeiranum,” segir Þorbjörg Helga í tilkynningu. Stefnan sett á frekari landvinninga Pétur Richter, fjárfestingastjóri Iðunnar, mun taka sæti í stjórn Köru í kjölfar fjármögnunarinnar. Hann segir að Kara Connect passi vel við fjárfestingarstefnu Iðunnar og félagið hafi sýnt fram á þörfina fyrir þann stafræna vettvang sem félagið hafi þróað. „Nú er stefnan sett á frekari landvinninga á erlendum mörkuðum. Við erum spennt að taka þátt í þeirri vegferð með starfsfólki Köru og öðrum hluthöfum,” segir Pétur. Kara var stofnuð árið 2015 af þeim Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa og námssálfræðingi, og Hilmari Geir Eiðssyni hugbúnaðarsérfræðingi.
Tækni Nýsköpun Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Sjá meira