Kara Connect tryggir sér 828 milljónir Eiður Þór Árnason skrifar 3. maí 2022 14:36 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hilmari Geir Eiðsson, stofnendur Kara Connect. Aðsend Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect hefur lokið sex milljóna evru, eða jafnvirði 828 milljóna íslenskra króna, fjármögnun til að byggja upp sölu- og markaðsteymi fyrir erlenda markaði. Fyrirtækið þróar stafræna vinnustöð sem tengir sérfræðinga í heilbrigðis- og velferðarþjónustu við skjólstæðinga. Iðunn framtakssjóður, sem er í rekstri Kviku eignastýringar, leiddi fjármögnunina ásamt einkafjárfestum, en fjármögnunin mun styðja við vöxt Köru Connect í Evrópu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu en það gerir sérfræðingum kleift að vista viðkvæmar persónuupplýsingar, bóka tíma, fá greiðslur, senda áminningar og eiga örugga fjarfundi með þeim sem leita stuðnings hjá þeim. Að sögn fyrirtækisins hafa yfir tvö hundruð þúsund einstaklingar á Íslandi og Írlandi notað Köru til að sækjast eftir aðstoð. Með fjármögnuninni verður Iðunn stærsti hluthafi Köru Connect en um er að ræða stærstu fjármögnunarlotu nýsköpunarfyrirtækisins til þessa. Áður höfðu Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Crowberry Capital fjárfest í félaginu auk einkafjárfesta. Vinna að því að gera heiminn aðgengilegri Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Köru Connect, segir að þarfir og viðhorf fólks til aðgengis að ýmis þjónustu, ekki síst í heilbrigðis- og velferðarkerfinu, hafi breyst með tilkomu heimsfaraldursins. „Kara er fyrst og fremst aðgengislausn, örugg gátt sem tengir fólk saman, sem þýðir að hún er fullkomið svar við þessari þörf. Meðferð, stuðningur, ráðgjöf og fleira – þetta er allt innan seilingar í Köru. Í þokkabót sér Kara sjálfvirkt um allskonar umsýslumál fyrir sérfræðingana svo þeir geti einbeitt sér að því að vinna mikilvægari hlutann af vinnunni sinni.“ „Köruteymið er búið að byggja upp öflugan og öruggan hugbúnað sem gerir heiminn mun aðgengilegri – og við erum spennt að fá Iðunni að borðinu, því sjóðurinn hefur mikla reynslu af heilsu- og líftæknigeiranum,” segir Þorbjörg Helga í tilkynningu. Stefnan sett á frekari landvinninga Pétur Richter, fjárfestingastjóri Iðunnar, mun taka sæti í stjórn Köru í kjölfar fjármögnunarinnar. Hann segir að Kara Connect passi vel við fjárfestingarstefnu Iðunnar og félagið hafi sýnt fram á þörfina fyrir þann stafræna vettvang sem félagið hafi þróað. „Nú er stefnan sett á frekari landvinninga á erlendum mörkuðum. Við erum spennt að taka þátt í þeirri vegferð með starfsfólki Köru og öðrum hluthöfum,” segir Pétur. Kara var stofnuð árið 2015 af þeim Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa og námssálfræðingi, og Hilmari Geir Eiðssyni hugbúnaðarsérfræðingi. Tækni Nýsköpun Mest lesið Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Iðunn framtakssjóður, sem er í rekstri Kviku eignastýringar, leiddi fjármögnunina ásamt einkafjárfestum, en fjármögnunin mun styðja við vöxt Köru Connect í Evrópu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu en það gerir sérfræðingum kleift að vista viðkvæmar persónuupplýsingar, bóka tíma, fá greiðslur, senda áminningar og eiga örugga fjarfundi með þeim sem leita stuðnings hjá þeim. Að sögn fyrirtækisins hafa yfir tvö hundruð þúsund einstaklingar á Íslandi og Írlandi notað Köru til að sækjast eftir aðstoð. Með fjármögnuninni verður Iðunn stærsti hluthafi Köru Connect en um er að ræða stærstu fjármögnunarlotu nýsköpunarfyrirtækisins til þessa. Áður höfðu Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Crowberry Capital fjárfest í félaginu auk einkafjárfesta. Vinna að því að gera heiminn aðgengilegri Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Köru Connect, segir að þarfir og viðhorf fólks til aðgengis að ýmis þjónustu, ekki síst í heilbrigðis- og velferðarkerfinu, hafi breyst með tilkomu heimsfaraldursins. „Kara er fyrst og fremst aðgengislausn, örugg gátt sem tengir fólk saman, sem þýðir að hún er fullkomið svar við þessari þörf. Meðferð, stuðningur, ráðgjöf og fleira – þetta er allt innan seilingar í Köru. Í þokkabót sér Kara sjálfvirkt um allskonar umsýslumál fyrir sérfræðingana svo þeir geti einbeitt sér að því að vinna mikilvægari hlutann af vinnunni sinni.“ „Köruteymið er búið að byggja upp öflugan og öruggan hugbúnað sem gerir heiminn mun aðgengilegri – og við erum spennt að fá Iðunni að borðinu, því sjóðurinn hefur mikla reynslu af heilsu- og líftæknigeiranum,” segir Þorbjörg Helga í tilkynningu. Stefnan sett á frekari landvinninga Pétur Richter, fjárfestingastjóri Iðunnar, mun taka sæti í stjórn Köru í kjölfar fjármögnunarinnar. Hann segir að Kara Connect passi vel við fjárfestingarstefnu Iðunnar og félagið hafi sýnt fram á þörfina fyrir þann stafræna vettvang sem félagið hafi þróað. „Nú er stefnan sett á frekari landvinninga á erlendum mörkuðum. Við erum spennt að taka þátt í þeirri vegferð með starfsfólki Köru og öðrum hluthöfum,” segir Pétur. Kara var stofnuð árið 2015 af þeim Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa og námssálfræðingi, og Hilmari Geir Eiðssyni hugbúnaðarsérfræðingi.
Tækni Nýsköpun Mest lesið Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira