Tix ræður þrjá úkraínska forritara Eiður Þór Árnason skrifar 3. maí 2022 11:30 Andrii Zhuk, Oleksandr Kraplyuk og Oleksandr Melnichenko hafa þegar hafið störf. Aðsend Tix Ticketing hefur bætt við þremur forriturum í hugbúnaðarteymið sitt sem staðsettir eru á nýrri skrifstofu fyrirtækisins í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Nýja teymið verður leitt af Andrii Zhuk, en ásamt honum mynda þeir Oleksandr Kraplyuk og Oleksandr Melnichenko nýja teymið. Að sögn Tix er um að ræða reynslumikla forritara og mun teymið leggja áherslu á að styrkja kjarna kerfisins tæknilega og útvíkka Tix lausnina með nýjum og spennandi eiginleikum. Nýja teymið muni styrkja hugbúnaðarteymið sem staðsett er á Íslandi. „Að útvíkka starfsemi Tix til Úkraínu mun gera okkur kleift að styðja við vöxt okkar með hraðri skölun á umfangi hugbúnaðarins til stoltrar þjóðar sem er þekkt fyrir vinnusemi sína, skapandi lausnir og þrautseigju.” segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Tix, í tilkynningu. „Við bjóðum þá Andrii, Oleksandr og Oleksandr hjartanlega velkomna í teymið! Þeir eru allir þrír með umfangsmikla reynslu af hugbúnaðarþróun sem mun nýtast okkur afar vel og styrkja teymið enn frekar. Við hlökkum mikið til að kynnast þeim og erum sannfærð um að þetta skref hjálpi okkur að halda áfram að þjónusta menningarhús sem allra best með það að markmiði að nútímavæða og einfalda miðasölu starfsemi þeirra.” segir Ragnar Skúlason, sem leiðir hugbúnaðarþróun Tix. Tix Ticketing er hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum fyrir menningarhús sem selja miða á viðburði af ýmsum gerðum. Meðal viðskiptavina utan Íslands eru Musikhuset Aarhus, Het Concertgebouw í Amsterdam og Kulturhuset Stadsteatern í Stokkhólmi. Að sögn forsvarsmanna hefur Tix vaxið hratt erlendis síðustu ár og starfrækir nú skrifstofur í átta löndum. Þá skipti viðskiptavinir Tix hundruðum. Vistaskipti Úkraína Tækni Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
Nýja teymið verður leitt af Andrii Zhuk, en ásamt honum mynda þeir Oleksandr Kraplyuk og Oleksandr Melnichenko nýja teymið. Að sögn Tix er um að ræða reynslumikla forritara og mun teymið leggja áherslu á að styrkja kjarna kerfisins tæknilega og útvíkka Tix lausnina með nýjum og spennandi eiginleikum. Nýja teymið muni styrkja hugbúnaðarteymið sem staðsett er á Íslandi. „Að útvíkka starfsemi Tix til Úkraínu mun gera okkur kleift að styðja við vöxt okkar með hraðri skölun á umfangi hugbúnaðarins til stoltrar þjóðar sem er þekkt fyrir vinnusemi sína, skapandi lausnir og þrautseigju.” segir Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Tix, í tilkynningu. „Við bjóðum þá Andrii, Oleksandr og Oleksandr hjartanlega velkomna í teymið! Þeir eru allir þrír með umfangsmikla reynslu af hugbúnaðarþróun sem mun nýtast okkur afar vel og styrkja teymið enn frekar. Við hlökkum mikið til að kynnast þeim og erum sannfærð um að þetta skref hjálpi okkur að halda áfram að þjónusta menningarhús sem allra best með það að markmiði að nútímavæða og einfalda miðasölu starfsemi þeirra.” segir Ragnar Skúlason, sem leiðir hugbúnaðarþróun Tix. Tix Ticketing er hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum fyrir menningarhús sem selja miða á viðburði af ýmsum gerðum. Meðal viðskiptavina utan Íslands eru Musikhuset Aarhus, Het Concertgebouw í Amsterdam og Kulturhuset Stadsteatern í Stokkhólmi. Að sögn forsvarsmanna hefur Tix vaxið hratt erlendis síðustu ár og starfrækir nú skrifstofur í átta löndum. Þá skipti viðskiptavinir Tix hundruðum.
Vistaskipti Úkraína Tækni Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira