Segir Rússa ætla að yfirgefa geimstöðina Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2022 07:00 Roscosmos gaf í síðustu viku út myndband þar sem sjá mátti rússneska geimfara í geimgöngu draga fram sigurfána Sovétríkjanna frá seinni heimsstyrjöldinni. AP/Roscosmos Dmitrí Rogozin, yfirmaður Roscosmos, geimvísindastofnunnar Rússlands, lýsti því yfir um helgina að Rússar ætli að slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina. Hann sagði ákvörðun hafa verið tekna og það væri vegna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Rogozin sagði þó að þegar ákvörðunin yrði tilkynnt opinberlega, myndi ár líða þar til Rússar hættu samstarfinu formlega, samkvæmt frétt Axios. Í umfjöllun Ars Technica segir að samkvæmt núgildandi samkomulagi um geimstöðina endi samstarfið árið 2024. Bandaríkin og aðrir sem að því koma hafa sagt að þeir vilji halda því áfram til 2030. Rússar hafa ekkert sagt opinberlega um ætlanir sínar. Samstarf Rússa við önnur ríki í geimnum, og þá sérstaklega samstarf Rússlands og Bandaríkjanna, hefur að mestu farið eðlilega fram á undanförnum árum. Það er þrátt fyrir að stjórnmálasamband ríkjanna hafi versnað til muna og Rússland hafi einangrast nokkuð. Undanfarin ár hafa ummerki um slæma stöðu geimiðnaðar Rússlands litið dagsins ljós. Honum hefur verið haldið á lofti af hinum áreiðanlegu Souyz-eldflaugum en í nokkur ár voru það einu eldflaugarnar sem hægt var að nota til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Ríki heims borguðu Rússum fúlgur fjár fyrir geimskot. Geimskotum hefur þó fækkað verulega á síðustu árum. Dagblað sem tengist yfirvöldum Rússlands birti í desember langa grein um slæma stöðu geimiðnaðar Rússlands, þar sem forsvarsmenn Roscosmos voru gagnrýndir harðlega. Þeirra á meðal Dmitry Rogozin, sem leiðir stofnunina. Í þeirri grein var því haldið fram að Roscosmos væri að rotna innan frá. Alþjóðlega geimstöðin Rússland Geimurinn Bandaríkin Tengdar fréttir Lentu eftir lengstu geimferð Kína Þrír kínverskir geimfarar lentu á jörðinni í morgun eftir að hafa varið hálfu ári um borð í nýjustu geimstöð Kína. Þar með luku þeir lengstu mönnuðu geimferð ríkisins hingað til. 16. apríl 2022 09:43 Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS). 5. apríl 2022 21:40 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Rogozin sagði þó að þegar ákvörðunin yrði tilkynnt opinberlega, myndi ár líða þar til Rússar hættu samstarfinu formlega, samkvæmt frétt Axios. Í umfjöllun Ars Technica segir að samkvæmt núgildandi samkomulagi um geimstöðina endi samstarfið árið 2024. Bandaríkin og aðrir sem að því koma hafa sagt að þeir vilji halda því áfram til 2030. Rússar hafa ekkert sagt opinberlega um ætlanir sínar. Samstarf Rússa við önnur ríki í geimnum, og þá sérstaklega samstarf Rússlands og Bandaríkjanna, hefur að mestu farið eðlilega fram á undanförnum árum. Það er þrátt fyrir að stjórnmálasamband ríkjanna hafi versnað til muna og Rússland hafi einangrast nokkuð. Undanfarin ár hafa ummerki um slæma stöðu geimiðnaðar Rússlands litið dagsins ljós. Honum hefur verið haldið á lofti af hinum áreiðanlegu Souyz-eldflaugum en í nokkur ár voru það einu eldflaugarnar sem hægt var að nota til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Ríki heims borguðu Rússum fúlgur fjár fyrir geimskot. Geimskotum hefur þó fækkað verulega á síðustu árum. Dagblað sem tengist yfirvöldum Rússlands birti í desember langa grein um slæma stöðu geimiðnaðar Rússlands, þar sem forsvarsmenn Roscosmos voru gagnrýndir harðlega. Þeirra á meðal Dmitry Rogozin, sem leiðir stofnunina. Í þeirri grein var því haldið fram að Roscosmos væri að rotna innan frá.
Alþjóðlega geimstöðin Rússland Geimurinn Bandaríkin Tengdar fréttir Lentu eftir lengstu geimferð Kína Þrír kínverskir geimfarar lentu á jörðinni í morgun eftir að hafa varið hálfu ári um borð í nýjustu geimstöð Kína. Þar með luku þeir lengstu mönnuðu geimferð ríkisins hingað til. 16. apríl 2022 09:43 Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS). 5. apríl 2022 21:40 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Lentu eftir lengstu geimferð Kína Þrír kínverskir geimfarar lentu á jörðinni í morgun eftir að hafa varið hálfu ári um borð í nýjustu geimstöð Kína. Þar með luku þeir lengstu mönnuðu geimferð ríkisins hingað til. 16. apríl 2022 09:43
Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS). 5. apríl 2022 21:40