Telja hestinn hafa verið aflífaðan á mannúðlegan hátt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2022 16:29 Níðstöngin sem reist var við Skrauthóla. Aðsend Sérfræðingar Matvælastofnunar telja að hesthöfuð, sem fannst á stöng við Esjurætur á föstudaginn, hafi verið af hesti sem var aflífaður með mannúðlegum hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST. Lögregla hefur til rannsóknar níðstöng með hestshaus sem komið var upp við Skrauthóla á föstudaginn. Hjón sem búa á Skrauthólum töldu til að byrja með að um væri að ræða hótun í þeirra garð eftir erfið orðaskipti við nágranna sína hjá Sólsetrinu. Nafnlaus ábending um helgina sneri dæminu á hvolf. Hjónin segja að níðstönginni hafi verið beint að Sólsetrinu vegna meints andlegs ofbeldis og kynferðislegs ofbeldis sem eigi að hafa átt sér stað hjá Sóletrinu. „Það er enginn grunnur, það er enginn sannleikur bak við þessi orð,“ sagði Linda Mjöll Stefánsdóttir, stofnandi Sólsetursins. Í Sólsetrinu fara fram óhefðbundnar athafnir á borð við kakó-, dans- og tantraviðburði. Í tilkynningu MAST segir að aðkoma Matvælastofnunar að rannsókn lögreglu hafi eingöngu miðað að því að kanna hvort vísbendingar væru um að hesturinn hefði verið aflífaður með ólögmætum hætti. „Farið var með hausinn í rannsókn á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum á Keldum. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að hesturinn hafi verið aflífaður á mannúðlegan hátt, með skoti eða boltabyssu í hausinn,“ segir í tilkynningu MAST. Aðkomu Matvælastofnunar að rannsókninni hvað dýravelferð varðar er lokið. Reykjavík Lögreglumál Deilur á Skrauthólum Tengdar fréttir Níðstöngin hafi tengingu við „ljóta og myrka galdravitund“ fortíðarinnar Stofnandi Sólsetursins grunar ákveðinn hóp tengdan seiðkonu um að hafa reist níðstöng með hestshaus við Skrauthóla á föstudag en hún kveðst ekki ætla tilkynna lögreglu um það. Hún segir nágranna sína ekki eiga neinn þátt í málinu og að það tengist ekki deilum þeirra á milli. Hún bindur vonir við að hægt sé að leysa málið án aðkomu lögreglu. 1. maí 2022 19:30 Skoðað hvort rétt hefur verið staðið að aflífun hrossins Hestshausinn sem festur var á níðstöngina utan við bæinn Skrauthóla á Kjalarnesi er af ungu hrossi. Tilraunastöðin á Keldum er með málið til skoðunar. 30. apríl 2022 15:36 Segir níðstönginni hafa verið beint gegn starfsemi Sólsetursins Íbúi við Skrauthóla við Esjurætur segir að honum hafi borist nafnlaus ábending um að níðstöng, sem reist var nærri húsi hans í gær, hafi verið beint gegn starfsemi Sólsetursins. 30. apríl 2022 11:38 „Þetta er bara líflátshótun“ Kona sem þurfti að flýja heimili sitt eftir að níðstöng með hrossahaus var þar komið upp segist óttast að snúa aftur heim. Hún telur ljóst að um líflátshótun sé að ræða og að mögulegt sé að nágrannar þeirra hafi verið að verki. 29. apríl 2022 20:00 Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29. apríl 2022 15:42 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira
Lögregla hefur til rannsóknar níðstöng með hestshaus sem komið var upp við Skrauthóla á föstudaginn. Hjón sem búa á Skrauthólum töldu til að byrja með að um væri að ræða hótun í þeirra garð eftir erfið orðaskipti við nágranna sína hjá Sólsetrinu. Nafnlaus ábending um helgina sneri dæminu á hvolf. Hjónin segja að níðstönginni hafi verið beint að Sólsetrinu vegna meints andlegs ofbeldis og kynferðislegs ofbeldis sem eigi að hafa átt sér stað hjá Sóletrinu. „Það er enginn grunnur, það er enginn sannleikur bak við þessi orð,“ sagði Linda Mjöll Stefánsdóttir, stofnandi Sólsetursins. Í Sólsetrinu fara fram óhefðbundnar athafnir á borð við kakó-, dans- og tantraviðburði. Í tilkynningu MAST segir að aðkoma Matvælastofnunar að rannsókn lögreglu hafi eingöngu miðað að því að kanna hvort vísbendingar væru um að hesturinn hefði verið aflífaður með ólögmætum hætti. „Farið var með hausinn í rannsókn á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum á Keldum. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir til þess að hesturinn hafi verið aflífaður á mannúðlegan hátt, með skoti eða boltabyssu í hausinn,“ segir í tilkynningu MAST. Aðkomu Matvælastofnunar að rannsókninni hvað dýravelferð varðar er lokið.
Reykjavík Lögreglumál Deilur á Skrauthólum Tengdar fréttir Níðstöngin hafi tengingu við „ljóta og myrka galdravitund“ fortíðarinnar Stofnandi Sólsetursins grunar ákveðinn hóp tengdan seiðkonu um að hafa reist níðstöng með hestshaus við Skrauthóla á föstudag en hún kveðst ekki ætla tilkynna lögreglu um það. Hún segir nágranna sína ekki eiga neinn þátt í málinu og að það tengist ekki deilum þeirra á milli. Hún bindur vonir við að hægt sé að leysa málið án aðkomu lögreglu. 1. maí 2022 19:30 Skoðað hvort rétt hefur verið staðið að aflífun hrossins Hestshausinn sem festur var á níðstöngina utan við bæinn Skrauthóla á Kjalarnesi er af ungu hrossi. Tilraunastöðin á Keldum er með málið til skoðunar. 30. apríl 2022 15:36 Segir níðstönginni hafa verið beint gegn starfsemi Sólsetursins Íbúi við Skrauthóla við Esjurætur segir að honum hafi borist nafnlaus ábending um að níðstöng, sem reist var nærri húsi hans í gær, hafi verið beint gegn starfsemi Sólsetursins. 30. apríl 2022 11:38 „Þetta er bara líflátshótun“ Kona sem þurfti að flýja heimili sitt eftir að níðstöng með hrossahaus var þar komið upp segist óttast að snúa aftur heim. Hún telur ljóst að um líflátshótun sé að ræða og að mögulegt sé að nágrannar þeirra hafi verið að verki. 29. apríl 2022 20:00 Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29. apríl 2022 15:42 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Fleiri fréttir Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Sjá meira
Níðstöngin hafi tengingu við „ljóta og myrka galdravitund“ fortíðarinnar Stofnandi Sólsetursins grunar ákveðinn hóp tengdan seiðkonu um að hafa reist níðstöng með hestshaus við Skrauthóla á föstudag en hún kveðst ekki ætla tilkynna lögreglu um það. Hún segir nágranna sína ekki eiga neinn þátt í málinu og að það tengist ekki deilum þeirra á milli. Hún bindur vonir við að hægt sé að leysa málið án aðkomu lögreglu. 1. maí 2022 19:30
Skoðað hvort rétt hefur verið staðið að aflífun hrossins Hestshausinn sem festur var á níðstöngina utan við bæinn Skrauthóla á Kjalarnesi er af ungu hrossi. Tilraunastöðin á Keldum er með málið til skoðunar. 30. apríl 2022 15:36
Segir níðstönginni hafa verið beint gegn starfsemi Sólsetursins Íbúi við Skrauthóla við Esjurætur segir að honum hafi borist nafnlaus ábending um að níðstöng, sem reist var nærri húsi hans í gær, hafi verið beint gegn starfsemi Sólsetursins. 30. apríl 2022 11:38
„Þetta er bara líflátshótun“ Kona sem þurfti að flýja heimili sitt eftir að níðstöng með hrossahaus var þar komið upp segist óttast að snúa aftur heim. Hún telur ljóst að um líflátshótun sé að ræða og að mögulegt sé að nágrannar þeirra hafi verið að verki. 29. apríl 2022 20:00
Lögregla rannsakar níðstöng við Skrauthóla Níðstöng með hrosshaus var reist við Skrauthóla nærri Esjurótum. Íbúar á svæðinu eru í áfalli og telja fólk sem tengist Sólsetrinu að baki ódæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið á sínu borði. 29. apríl 2022 15:42