Komast ekki til strandveiða vegna þungatakmarkana á þjóðveginum Kristján Már Unnarsson skrifar 2. maí 2022 12:41 Frá Norðurfirði á Ströndum. Um þrjátíu strandveiðibátar lönduðu þar í fyrra. Egill Aðalsteinsson. Strandveiðarnar hófust í morgun og er búist við að um og yfir sjöhundruð bátar stundi veiðarnar þetta sumarið. Í Norðurfirði á Ströndum, einni aflahæstu höfninni, neyddust sjómenn þó til að fresta brottför þar sem þungatakmarkanir á þjóðveginum norður í Árneshrepp meina flutningabílum að sækja aflann. Í hádegisfréttum Bylgjunnar kom fram að 444 bátar eru þegar komnir með strandveiðileyfi á þessum fyrsta degi veiðanna, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu í morgun, um fimmtíu fleiri en á upphafsdeginum í fyrra en þá voru þeir 395 talsins. Venjan er að bátunum fjölgar næstu vikurnar en í fyrrasumar urðu þeir alls 672 talsins sem stunduðu strandveiðarnar. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, býst við að þeir verði ennþá fleiri í ár, eða um og yfir 700 talsins. Strandveiðarnar eru leyfðar í allt að fjóra mánuði yfir sumartímann, til loka ágústmánaðar, eða þar til 11.100 tonna strandveiðipottur sumarsins klárast, en í fyrra kláraðist potturinn þann 18. ágúst. Afli strandveiðibáta nam í fyrra rúmum 12 þúsund tonnum og var honum landað á 51 stað hringinn í kringum landið. Mesta aflanum var landað á Patreksfirði en þar á eftir komu Bolungarvík, Ólafsvík, Skagaströnd og Norðurfjörður á Ströndum. Sjómenn sem ætluðu að hefja veiðarnar þar í morgun hættu hins vegar nokkrir við, að sögn Hilmars F. Thorarensen á Gjögri og er ástæðan sú að flutningabílar komast ekki norður í Árneshrepp vegna þungatakmarkana. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er aðeins leyfður fimm tonna öxulþungi á veginum. Kvaðst Hilmar þó vita um tvo báta sem fóru á sjó úr Norðurfirði og ætluðu eigendur þeirra sjálfir að aka með aflann til Hólmavíkur. Hilmar sagði að annars væri eina leiðin að senda fiskinn með flugvél. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, kvaðst í morgun varla trúa því að þetta væri staðan en strandveiðarnar hafa mikla þýðingu þar og segir Eva að í fyrra hafi um þrjátíu strandveiðibátar landað í Árneshreppi. Fjallað var um vegamálin í Árneshreppi í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir fjórum árum: Sjávarútvegur Árneshreppur Vegagerð Samgöngur Byggðamál Strandabyggð Tengdar fréttir Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13 Ófært í Árneshrepp í fyrra fallinu í ár Ófært varð í Árneshrepp í gær í fyrsta skipti í vetur, þetta fámennasta sveitarfélag landsins sem telur 42 íbúa. Oddviti sveitarfélagsins hélt sig heima í gær og lagði ekki í bílferðina úr Djúpavík á skrifstofuna í Norðurfirði. 9. nóvember 2021 14:15 Leggja til nýja veglínu um Djúpuvík og Veiðileysuháls Vegagerðin hefur kynnt matsáætlun vegna nýs vegar um Veiðileysuháls í Árneshreppi. Í samgönguáætlun er búið að marka 750 milljónir króna til verksins, með 300 milljóna króna byrjunarframlagi á árinu 2024. 16. desember 2019 16:24 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Í hádegisfréttum Bylgjunnar kom fram að 444 bátar eru þegar komnir með strandveiðileyfi á þessum fyrsta degi veiðanna, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu í morgun, um fimmtíu fleiri en á upphafsdeginum í fyrra en þá voru þeir 395 talsins. Venjan er að bátunum fjölgar næstu vikurnar en í fyrrasumar urðu þeir alls 672 talsins sem stunduðu strandveiðarnar. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, býst við að þeir verði ennþá fleiri í ár, eða um og yfir 700 talsins. Strandveiðarnar eru leyfðar í allt að fjóra mánuði yfir sumartímann, til loka ágústmánaðar, eða þar til 11.100 tonna strandveiðipottur sumarsins klárast, en í fyrra kláraðist potturinn þann 18. ágúst. Afli strandveiðibáta nam í fyrra rúmum 12 þúsund tonnum og var honum landað á 51 stað hringinn í kringum landið. Mesta aflanum var landað á Patreksfirði en þar á eftir komu Bolungarvík, Ólafsvík, Skagaströnd og Norðurfjörður á Ströndum. Sjómenn sem ætluðu að hefja veiðarnar þar í morgun hættu hins vegar nokkrir við, að sögn Hilmars F. Thorarensen á Gjögri og er ástæðan sú að flutningabílar komast ekki norður í Árneshrepp vegna þungatakmarkana. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er aðeins leyfður fimm tonna öxulþungi á veginum. Kvaðst Hilmar þó vita um tvo báta sem fóru á sjó úr Norðurfirði og ætluðu eigendur þeirra sjálfir að aka með aflann til Hólmavíkur. Hilmar sagði að annars væri eina leiðin að senda fiskinn með flugvél. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, kvaðst í morgun varla trúa því að þetta væri staðan en strandveiðarnar hafa mikla þýðingu þar og segir Eva að í fyrra hafi um þrjátíu strandveiðibátar landað í Árneshreppi. Fjallað var um vegamálin í Árneshreppi í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir fjórum árum:
Sjávarútvegur Árneshreppur Vegagerð Samgöngur Byggðamál Strandabyggð Tengdar fréttir Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13 Ófært í Árneshrepp í fyrra fallinu í ár Ófært varð í Árneshrepp í gær í fyrsta skipti í vetur, þetta fámennasta sveitarfélag landsins sem telur 42 íbúa. Oddviti sveitarfélagsins hélt sig heima í gær og lagði ekki í bílferðina úr Djúpavík á skrifstofuna í Norðurfirði. 9. nóvember 2021 14:15 Leggja til nýja veglínu um Djúpuvík og Veiðileysuháls Vegagerðin hefur kynnt matsáætlun vegna nýs vegar um Veiðileysuháls í Árneshreppi. Í samgönguáætlun er búið að marka 750 milljónir króna til verksins, með 300 milljóna króna byrjunarframlagi á árinu 2024. 16. desember 2019 16:24 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13
Ófært í Árneshrepp í fyrra fallinu í ár Ófært varð í Árneshrepp í gær í fyrsta skipti í vetur, þetta fámennasta sveitarfélag landsins sem telur 42 íbúa. Oddviti sveitarfélagsins hélt sig heima í gær og lagði ekki í bílferðina úr Djúpavík á skrifstofuna í Norðurfirði. 9. nóvember 2021 14:15
Leggja til nýja veglínu um Djúpuvík og Veiðileysuháls Vegagerðin hefur kynnt matsáætlun vegna nýs vegar um Veiðileysuháls í Árneshreppi. Í samgönguáætlun er búið að marka 750 milljónir króna til verksins, með 300 milljóna króna byrjunarframlagi á árinu 2024. 16. desember 2019 16:24
Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30