Kanna hvort hægt sé að færa starfsemi leikskóla tímabundið í gamla Moggahúsið Atli Ísleifsson skrifar 2. maí 2022 07:39 Vinnumálastofnun færði nýverið starfsemi sína úr Kringlunni 1 vegna myglu og skemmda á efri hæðum hússins. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg kannar nú hvort hægt sé að færa starfsemi leikskólans Sunnuás við Langholtsveg í Reykjavík tímabundið á neðstu hæð í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1 á meðan á framkvæmdum stendur við leikskólann. Vinnumálastofnun færði nýverið starfsemi sína úr húsinu vegna myglu og skemmda á efri hæðum hússins. Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að borgin hafi verið að leita að heppilegu húsnæði á svæðinu og að eitt af þeim húsnæðum sem séu til skoðunar sé neðsta hæðin í Kringlunni. Starfsmenn á vegum borgarinnar og verkfræðistofunnar Eflu hafa verið að störfum á staðnum síðustu daga til að kanna stöðuna á húsnæðinu, loftgæðin og fleira, áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Hann segist reikna með að niðurstaða liggi fyrir um miðja þessa viku. Efri hæðirnar ekki í lagi Vinnumálastofnun var áður í húsnæðinu en flutti starfsemi sína nýlega á Grensásveg vegna slæms ásigkomulags húsnæðisins þar sem mygla hafði greinst. Helgi segir borgina vera fullkunnugt um stöðuna á húsinu. „Þetta er nokkurra hæða hús og við vitum að einhverjar hæðir í húsinu voru ekki í góðu lagi. Þetta slæma ástand er ekki alls staðar í húsinu. Þegar við erum að færa starfsemi þá reynum við alltaf að tryggja að húsnæðið sé í lagi. En þessi rýni stendur nú yfir til að tryggja að við séum ekki að færa starfsemina yfir í eitthvað húsnæði sem stendur tæpt,“ segir Helgi. Hann segist vona til að hægt verði að finna hentugt húsnæði sem allra fyrst, til að hægt sé að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir við Sunnuás sem allra fyrst. „Það er nauðsynlegt að nýta sumartímann í svona framkvæmdir til að rask verði sem minnst fyrir börn, foreldra og starfsfólk.“ Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Egill Færanlegar einingar losna í lok sumars Helgi segir að verið sé að skoða hýsa leikskólann á öðrum stað tímabundið, eða fram í ágúst eða september, þegar von sé á að færanlegar einingar losni sem væri þá hægt að nota. „Það er bið eftir færanlegum einingum núna.“ Á leikskólanum Sunnuási eru nú 130 leikskólabörn og fimmtíu starfsmenn. „Þetta er því stór hópur. Þess vegna er heldur ekkert auðvelt að finna húsnæði. Það er bara þannig. Okkar sérfræðingar hafa líka sagt að þetta [neðsta hæðin í Kringlunni 1] kunni að vera gott húsnæði upp á stærð rýma, aðgengi, salernismál og svoleiðis þætti. Við erum líka með aðra valkosti í stöðunni en reynsla síðustu ára kennir okkur að best er að hafa starfsemina sem mest á einum stað. Kannski tveimur, en ekki fleiri. Það myndi valda of miklu rofi í kringum starfsmannahald, flækjustig varðandi stuðning við börn, matarmál og margt fleira sem varðar starfsemina. En við munum að sjálfsögðu aldrei færa starfsemina í húsnæði sem við teljum ekki nægilega heilsusamlegt. Þess vegna erum við með þessa vinnu í gangi,“ segir Helgi Grímsson. Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mygla Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Helgi Grímsson, sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að borgin hafi verið að leita að heppilegu húsnæði á svæðinu og að eitt af þeim húsnæðum sem séu til skoðunar sé neðsta hæðin í Kringlunni. Starfsmenn á vegum borgarinnar og verkfræðistofunnar Eflu hafa verið að störfum á staðnum síðustu daga til að kanna stöðuna á húsnæðinu, loftgæðin og fleira, áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Hann segist reikna með að niðurstaða liggi fyrir um miðja þessa viku. Efri hæðirnar ekki í lagi Vinnumálastofnun var áður í húsnæðinu en flutti starfsemi sína nýlega á Grensásveg vegna slæms ásigkomulags húsnæðisins þar sem mygla hafði greinst. Helgi segir borgina vera fullkunnugt um stöðuna á húsinu. „Þetta er nokkurra hæða hús og við vitum að einhverjar hæðir í húsinu voru ekki í góðu lagi. Þetta slæma ástand er ekki alls staðar í húsinu. Þegar við erum að færa starfsemi þá reynum við alltaf að tryggja að húsnæðið sé í lagi. En þessi rýni stendur nú yfir til að tryggja að við séum ekki að færa starfsemina yfir í eitthvað húsnæði sem stendur tæpt,“ segir Helgi. Hann segist vona til að hægt verði að finna hentugt húsnæði sem allra fyrst, til að hægt sé að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir við Sunnuás sem allra fyrst. „Það er nauðsynlegt að nýta sumartímann í svona framkvæmdir til að rask verði sem minnst fyrir börn, foreldra og starfsfólk.“ Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Vísir/Egill Færanlegar einingar losna í lok sumars Helgi segir að verið sé að skoða hýsa leikskólann á öðrum stað tímabundið, eða fram í ágúst eða september, þegar von sé á að færanlegar einingar losni sem væri þá hægt að nota. „Það er bið eftir færanlegum einingum núna.“ Á leikskólanum Sunnuási eru nú 130 leikskólabörn og fimmtíu starfsmenn. „Þetta er því stór hópur. Þess vegna er heldur ekkert auðvelt að finna húsnæði. Það er bara þannig. Okkar sérfræðingar hafa líka sagt að þetta [neðsta hæðin í Kringlunni 1] kunni að vera gott húsnæði upp á stærð rýma, aðgengi, salernismál og svoleiðis þætti. Við erum líka með aðra valkosti í stöðunni en reynsla síðustu ára kennir okkur að best er að hafa starfsemina sem mest á einum stað. Kannski tveimur, en ekki fleiri. Það myndi valda of miklu rofi í kringum starfsmannahald, flækjustig varðandi stuðning við börn, matarmál og margt fleira sem varðar starfsemina. En við munum að sjálfsögðu aldrei færa starfsemina í húsnæði sem við teljum ekki nægilega heilsusamlegt. Þess vegna erum við með þessa vinnu í gangi,“ segir Helgi Grímsson.
Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mygla Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira