Óskar Hrafn: Mér fannst þetta öflug frammistaða Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2022 21:48 Óskar Hran Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann góðan 3-0 sigur á FH í Bestu deild karla í Kópavogi í kvöld. Sól og blíða úti og mikil stemning í fullri stúku. Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, var gríðarlega ánægður með frammistöðu síns liðs. „Við erum bara mjög sáttir með frammistöðuna í heild sinni og svo auðvitað gott að úrslitin fylgi með. Gott kvöld hérna í kvöld og bara frábært að fá þessa áhorfendur á völlinn. Fólk er búið að bíða lengi eftir því að koma og búa til þessa stemningu. Þetta er vonandi það sem koma skal bara á öllum völlum. Orkan í áhorfendum skilar sér inná völlinn og líka bara þurfa félögin að gera sér grein fyrir því að það þarf að hafa fyrir því að fá fólk á völlinn. Það er ekki sjálfgefið,“ sagði Óskar Hrafn. Mörk Breiðabliks í kvöld komu öll upp vinstri kant Blika og öll í gegnum Davíð Ingvarsson og Ísak Snær Þorvaldsson. Davíð lagði upp tvö mörk á Ísak og báðir áttu þeir svo þátt í marki Kristins Steindórssonar. „Auðvitað er þetta eitt af þeim vopnum sem við erum með. Þetta leggst stundum þannig að hlutirnir verða opnari öðrum megin en hinum megin. Þeir [Davíð og Ísak] ná vel saman og Davíð átti góð hlaup, því fylgdi sending yfirleitt frá Damir og Ísak auðvitað bara tímasetur hlaupin vel inn í teig. Frábær mörk og ég er bara virkilega stoltur með liðið. Mér fannst þetta öflug frammistaða, mikil orka allar 90 mínúturnar og það er það sem skiptir máli. Auðvitað er það þannig að það tók okkur tíma að brjóta þá á bak aftur. FH-ingar voru mjög vel skipulagðir í fyrri hálfleik og lögðu mikið í varnarleikinn. Það var ekkert auðvelt að finna leiðir í gegnum þá. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég bara mjög ánægður með liðið og frammistöðuna,“ sagði Óskar. Vörn Breiðbliks var sömuleiðis mjög öflug og annan leikinn í röð halda þeir hreinu gegn einu af toppliðum deildarinnar. Óskar var sáttur með varnarleik síns liðs. „Þegar orkustigið er gott og þegar liðið er vel samstillt þá hefur það í för með sér að menn eru nálægt hvorum öðrum og það er kveikt á mönnum þegar þeir tapa boltanum. Þannig verður auðveldara að verjast. Það er auðveldara fyrir öftustu línu þegar það er kveikt á mönnunum fyrir framan þá. Við vorum vel skipulagðir en ég ætla ekkert að taka af FH-liðinu að þeir voru vel skipulagðir í fyrri hálfleik og gáfu okkur mörg verkefni til að hugsa um. Hvernig brýturðu niður lið sem leggst niður, er þétt og lokar flestum svæðum,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 3-0 | Blikarnir á toppinn eftir öruggan sigur Breiðablik er enn með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í Bestu-deild karla í fótbolta, en liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn FH í stórleik kvöldsins. 1. maí 2022 21:08 Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Sjá meira
„Við erum bara mjög sáttir með frammistöðuna í heild sinni og svo auðvitað gott að úrslitin fylgi með. Gott kvöld hérna í kvöld og bara frábært að fá þessa áhorfendur á völlinn. Fólk er búið að bíða lengi eftir því að koma og búa til þessa stemningu. Þetta er vonandi það sem koma skal bara á öllum völlum. Orkan í áhorfendum skilar sér inná völlinn og líka bara þurfa félögin að gera sér grein fyrir því að það þarf að hafa fyrir því að fá fólk á völlinn. Það er ekki sjálfgefið,“ sagði Óskar Hrafn. Mörk Breiðabliks í kvöld komu öll upp vinstri kant Blika og öll í gegnum Davíð Ingvarsson og Ísak Snær Þorvaldsson. Davíð lagði upp tvö mörk á Ísak og báðir áttu þeir svo þátt í marki Kristins Steindórssonar. „Auðvitað er þetta eitt af þeim vopnum sem við erum með. Þetta leggst stundum þannig að hlutirnir verða opnari öðrum megin en hinum megin. Þeir [Davíð og Ísak] ná vel saman og Davíð átti góð hlaup, því fylgdi sending yfirleitt frá Damir og Ísak auðvitað bara tímasetur hlaupin vel inn í teig. Frábær mörk og ég er bara virkilega stoltur með liðið. Mér fannst þetta öflug frammistaða, mikil orka allar 90 mínúturnar og það er það sem skiptir máli. Auðvitað er það þannig að það tók okkur tíma að brjóta þá á bak aftur. FH-ingar voru mjög vel skipulagðir í fyrri hálfleik og lögðu mikið í varnarleikinn. Það var ekkert auðvelt að finna leiðir í gegnum þá. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég bara mjög ánægður með liðið og frammistöðuna,“ sagði Óskar. Vörn Breiðbliks var sömuleiðis mjög öflug og annan leikinn í röð halda þeir hreinu gegn einu af toppliðum deildarinnar. Óskar var sáttur með varnarleik síns liðs. „Þegar orkustigið er gott og þegar liðið er vel samstillt þá hefur það í för með sér að menn eru nálægt hvorum öðrum og það er kveikt á mönnum þegar þeir tapa boltanum. Þannig verður auðveldara að verjast. Það er auðveldara fyrir öftustu línu þegar það er kveikt á mönnunum fyrir framan þá. Við vorum vel skipulagðir en ég ætla ekkert að taka af FH-liðinu að þeir voru vel skipulagðir í fyrri hálfleik og gáfu okkur mörg verkefni til að hugsa um. Hvernig brýturðu niður lið sem leggst niður, er þétt og lokar flestum svæðum,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 3-0 | Blikarnir á toppinn eftir öruggan sigur Breiðablik er enn með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í Bestu-deild karla í fótbolta, en liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn FH í stórleik kvöldsins. 1. maí 2022 21:08 Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - FH 3-0 | Blikarnir á toppinn eftir öruggan sigur Breiðablik er enn með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í Bestu-deild karla í fótbolta, en liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn FH í stórleik kvöldsins. 1. maí 2022 21:08