Heklar borðtuskur á Selfossi til að komast í Oxford-háskóla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. maí 2022 20:18 Valdís Jóna, 13 ára á Selfossi, sem situr við alla daga og heklar borðtuskur, sem hún selur til að fjármagna skólagjöldin við Oxford háskóla í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrettán ára stelpa á Selfossi situr við alla daga og heklar borðtuskur af miklum móð. Ástæðan er sú að hún fékk óvænt inngöngu á sumarnámskeið í Oxford háskóla í London í enskum bókmenntum og skapandi skrifum. Hér erum við að tala um Valdísi Jónu Steinþórsdóttur, nemanda í Vallaskóla á Selfossi, sem er aðeins 13 ára gömul. Valdís Jóna er mjög sjálfstæð, ófeimin, ákveðin, hress og skemmtileg og umfram allt mjög dugleg í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún spilar til dæmis listavel á flautu. En mál málanna hjá Valdísi þessa dagana er að hekla borðtuskur og annað til að selja. Af hverju? Jú, hún var að fá tilkynningu um að hún kæmist á sumarnámskeið í Oxford háskóla í Bretlandi í sumar. Hún ákvað að sækja um í vetur í einhverju bríaríi alveg viss um að hún yrði ekki tekin inn, því þúsundir sækja um inngöngu en hún datt í lukkupottinn. Þórdís Guðrún, mamma Valdísar Jónu, sem er að rifna úr stolti af dóttur sinni fyrir dugnaðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég öskraði af gleði þegar ég fékk póstinn frá skólanum, enda hélt mamma að ég væri stórslösuð en þá var ég komin inn í skólann. Ég er að fara að læra enskar bókmenntir og skapandi skrif en það verður mögulega kennt eitthvað aðeins meira, Mér hefur alltaf fundist gaman að skrifa og svo líka að kynnast málinu meira og lesa,“ segir Valdís Jóna. Sumarnámskeiðið í Oxford kostar 900.000 krónur og svo eru það flugfarið. Valdís Þóra segir að það gangi mjög vel að hekla og selja en hún hefur fengið góða aðstoð frá ömmu sinni og mömmu. „Ég á mjög gott fólk, sem hjálpar mér mjög mikið og er ég mjög heppin með það.“ Valdís Jóna stefnir á að kenna tónlist í framtíðinni og að vera rithöfundur. Foreldrar hennar eru að rifna úr stolti yfir dóttur sína. Valdís Jóna er mjög góð að spila á flautu en hún er nemandi í Tónlistarskóla Árnesinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er bara ótrúleg stelpa, það sem henni dettur í hug, það gerir hún og hún ætlar sér. Já, eins og með þetta, aldrei hefði mér dottið þetta í hug á hennar aldri að reyna þetta einu sinni. Já, hún er bara 13 ára en hún hefur verið svona frá því að hún var smákrakki, ef hún ætlar sér eitthvað þá gerir hún það, það er bara þannig,“ segir Þórdís Guðrún Þormóðsdóttir mamma Valdísar Jónu Ef einhverjir vilja styrkja Valdísi Jónu með því að kaupa borðtusku eða tuskur af henni þá er best að setja sig í samband við mömmu hennar í einkaskilaboðum í gegnum Facbook til að fá nánari upplýsingar. Facebook síðan Fréttin var uppfærð eftir að þær upplýsingar bárust að a.m.k. einn annar Íslendingur hefði sótt sams konar námskeið við háskólann. Árborg Bretland Krakkar Prjónaskapur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Hér erum við að tala um Valdísi Jónu Steinþórsdóttur, nemanda í Vallaskóla á Selfossi, sem er aðeins 13 ára gömul. Valdís Jóna er mjög sjálfstæð, ófeimin, ákveðin, hress og skemmtileg og umfram allt mjög dugleg í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún spilar til dæmis listavel á flautu. En mál málanna hjá Valdísi þessa dagana er að hekla borðtuskur og annað til að selja. Af hverju? Jú, hún var að fá tilkynningu um að hún kæmist á sumarnámskeið í Oxford háskóla í Bretlandi í sumar. Hún ákvað að sækja um í vetur í einhverju bríaríi alveg viss um að hún yrði ekki tekin inn, því þúsundir sækja um inngöngu en hún datt í lukkupottinn. Þórdís Guðrún, mamma Valdísar Jónu, sem er að rifna úr stolti af dóttur sinni fyrir dugnaðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég öskraði af gleði þegar ég fékk póstinn frá skólanum, enda hélt mamma að ég væri stórslösuð en þá var ég komin inn í skólann. Ég er að fara að læra enskar bókmenntir og skapandi skrif en það verður mögulega kennt eitthvað aðeins meira, Mér hefur alltaf fundist gaman að skrifa og svo líka að kynnast málinu meira og lesa,“ segir Valdís Jóna. Sumarnámskeiðið í Oxford kostar 900.000 krónur og svo eru það flugfarið. Valdís Þóra segir að það gangi mjög vel að hekla og selja en hún hefur fengið góða aðstoð frá ömmu sinni og mömmu. „Ég á mjög gott fólk, sem hjálpar mér mjög mikið og er ég mjög heppin með það.“ Valdís Jóna stefnir á að kenna tónlist í framtíðinni og að vera rithöfundur. Foreldrar hennar eru að rifna úr stolti yfir dóttur sína. Valdís Jóna er mjög góð að spila á flautu en hún er nemandi í Tónlistarskóla Árnesinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er bara ótrúleg stelpa, það sem henni dettur í hug, það gerir hún og hún ætlar sér. Já, eins og með þetta, aldrei hefði mér dottið þetta í hug á hennar aldri að reyna þetta einu sinni. Já, hún er bara 13 ára en hún hefur verið svona frá því að hún var smákrakki, ef hún ætlar sér eitthvað þá gerir hún það, það er bara þannig,“ segir Þórdís Guðrún Þormóðsdóttir mamma Valdísar Jónu Ef einhverjir vilja styrkja Valdísi Jónu með því að kaupa borðtusku eða tuskur af henni þá er best að setja sig í samband við mömmu hennar í einkaskilaboðum í gegnum Facbook til að fá nánari upplýsingar. Facebook síðan Fréttin var uppfærð eftir að þær upplýsingar bárust að a.m.k. einn annar Íslendingur hefði sótt sams konar námskeið við háskólann.
Árborg Bretland Krakkar Prjónaskapur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira