Ísfirðingar vilja betri bæjaranda Smári Jökull Jónsson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 1. maí 2022 10:45 Ísafjörður er stærsti byggðakjarninn á Vestfjörðum. Vísir/Skjáskot Bætt heilbrigðisþjónusta, hreinni götur og betri bæjarandi. Allt eru þetta lykilatriði hjá Ísfirðingum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Á meðan er frambjóðendum mest umhugað um uppbyggingu. Í Ísafjarðabær eru fimm byggðakjarnar. Ísafjörður sá langstærsti en þar búa um 2.730 manns. En í hinum byggðakjörnum sveitarfélagsins búa í kring um tvö til þrjú hundruð manns. Í bæjarstjórn sitja 9 bæjarfulltrúar. Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er með fimm en Í-listinn, sem er sameiginlegur listi Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og óháðra er með fjóra. Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjóraefni Í-listans. Hún situr í baráttusætinu og ef hún nær inn nær Í-listinn meirihluta. „Það er ekkert annað í boði fyrir okkur en að stefna að hreinum meirihluta af því að það er alveg augljóst að sagan kennir okkur að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fara alltaf saman í meirihluta. Við þurfum alltaf að standa ein með sjálfum okkur. Það er bara þannig.“ Kosningarnar verða líklega spennandi eftir þetta fyrsta kjörtímabil sitjandi meirihluta. Kristján Þór Kristjánsson er forseti bæjarstjórnar og oddviti Framsóknar. Hann vill ekki ganga svo langt að lýsa því yfir að hann vijli halda meirihlutasamstarfinu áfram. Kristján er forseti bæjarstjórnar og oddviti Framsóknarflokksins á Ísafirði.Vísir/Skjáskot „Ég held það sé bara óskandi að okkar mál nái fram að ganga. Við teljum að við séum að fara af stað með góða málefnaskrá og hvert það leiðir okkur það verður bara að koma í ljós. “ Hann útilokar ekki samstarf við aðra en Sjálfstæðisflokkinn. „Við útilokum ekki neitt. Við erum til í viðræður við alla sem eru til í viðræður við alla sem eru til í að gera gott fyrir Ísafjarðarbæ og samfélagið.“ Það er greinilega margt sem brennur á bæjarbúum þegar þeir eru spurðir að því hvert sé stóra málið framundan. Svörin voru afar fjölbreytt og ljóst að á Ísafirði er ekki kosið um eitt stórt mál. Bygging á fjölnota íþróttahúsi, bæta bæjarandann, heilbrigðismál og hreinni götur í bænum var meðal þess sem þeir íbúar bæjarins sem rætt var við nefndu sem stóru málin framundan. Arna Lára er í baráttusæti Í-listans.Vísir/Skjáskot Athygli vekur að ekki er samhljómur á milli þeirra og frambjóðenda því enginn þeirra sem rætt var við var sammála þeim um hvert stærsta málið fyrir kosningarnar væri. „Ég held að stóru málin núna séu uppbygging og helstu málin núna eru bara lóðamál. Gera lóðir klárar bæði fyrir atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði svo að fólk geti komið hingað og tekið þátt í þessari uppbyggingu,“ segir Kristján Þór oddviti Framsóknar. „Ja, það er nú kannski fyrst og fremst þessi uppbygging sem hér er framundan og við auðvitað stöndum frammi fyrir miklu vaxtarskeiði. Það er auðvitað verkefni sveitarfélagsins að búa sig undir það,“ segir Arna Lára bæjarstjóraefni Í-listans. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Byggðamál Ísafjarðarbær Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira
Í Ísafjarðabær eru fimm byggðakjarnar. Ísafjörður sá langstærsti en þar búa um 2.730 manns. En í hinum byggðakjörnum sveitarfélagsins búa í kring um tvö til þrjú hundruð manns. Í bæjarstjórn sitja 9 bæjarfulltrúar. Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er með fimm en Í-listinn, sem er sameiginlegur listi Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og óháðra er með fjóra. Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjóraefni Í-listans. Hún situr í baráttusætinu og ef hún nær inn nær Í-listinn meirihluta. „Það er ekkert annað í boði fyrir okkur en að stefna að hreinum meirihluta af því að það er alveg augljóst að sagan kennir okkur að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fara alltaf saman í meirihluta. Við þurfum alltaf að standa ein með sjálfum okkur. Það er bara þannig.“ Kosningarnar verða líklega spennandi eftir þetta fyrsta kjörtímabil sitjandi meirihluta. Kristján Þór Kristjánsson er forseti bæjarstjórnar og oddviti Framsóknar. Hann vill ekki ganga svo langt að lýsa því yfir að hann vijli halda meirihlutasamstarfinu áfram. Kristján er forseti bæjarstjórnar og oddviti Framsóknarflokksins á Ísafirði.Vísir/Skjáskot „Ég held það sé bara óskandi að okkar mál nái fram að ganga. Við teljum að við séum að fara af stað með góða málefnaskrá og hvert það leiðir okkur það verður bara að koma í ljós. “ Hann útilokar ekki samstarf við aðra en Sjálfstæðisflokkinn. „Við útilokum ekki neitt. Við erum til í viðræður við alla sem eru til í viðræður við alla sem eru til í að gera gott fyrir Ísafjarðarbæ og samfélagið.“ Það er greinilega margt sem brennur á bæjarbúum þegar þeir eru spurðir að því hvert sé stóra málið framundan. Svörin voru afar fjölbreytt og ljóst að á Ísafirði er ekki kosið um eitt stórt mál. Bygging á fjölnota íþróttahúsi, bæta bæjarandann, heilbrigðismál og hreinni götur í bænum var meðal þess sem þeir íbúar bæjarins sem rætt var við nefndu sem stóru málin framundan. Arna Lára er í baráttusæti Í-listans.Vísir/Skjáskot Athygli vekur að ekki er samhljómur á milli þeirra og frambjóðenda því enginn þeirra sem rætt var við var sammála þeim um hvert stærsta málið fyrir kosningarnar væri. „Ég held að stóru málin núna séu uppbygging og helstu málin núna eru bara lóðamál. Gera lóðir klárar bæði fyrir atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði svo að fólk geti komið hingað og tekið þátt í þessari uppbyggingu,“ segir Kristján Þór oddviti Framsóknar. „Ja, það er nú kannski fyrst og fremst þessi uppbygging sem hér er framundan og við auðvitað stöndum frammi fyrir miklu vaxtarskeiði. Það er auðvitað verkefni sveitarfélagsins að búa sig undir það,“ segir Arna Lára bæjarstjóraefni Í-listans.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Byggðamál Ísafjarðarbær Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira