Ísfirðingar vilja betri bæjaranda Smári Jökull Jónsson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 1. maí 2022 10:45 Ísafjörður er stærsti byggðakjarninn á Vestfjörðum. Vísir/Skjáskot Bætt heilbrigðisþjónusta, hreinni götur og betri bæjarandi. Allt eru þetta lykilatriði hjá Ísfirðingum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Á meðan er frambjóðendum mest umhugað um uppbyggingu. Í Ísafjarðabær eru fimm byggðakjarnar. Ísafjörður sá langstærsti en þar búa um 2.730 manns. En í hinum byggðakjörnum sveitarfélagsins búa í kring um tvö til þrjú hundruð manns. Í bæjarstjórn sitja 9 bæjarfulltrúar. Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er með fimm en Í-listinn, sem er sameiginlegur listi Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og óháðra er með fjóra. Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjóraefni Í-listans. Hún situr í baráttusætinu og ef hún nær inn nær Í-listinn meirihluta. „Það er ekkert annað í boði fyrir okkur en að stefna að hreinum meirihluta af því að það er alveg augljóst að sagan kennir okkur að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fara alltaf saman í meirihluta. Við þurfum alltaf að standa ein með sjálfum okkur. Það er bara þannig.“ Kosningarnar verða líklega spennandi eftir þetta fyrsta kjörtímabil sitjandi meirihluta. Kristján Þór Kristjánsson er forseti bæjarstjórnar og oddviti Framsóknar. Hann vill ekki ganga svo langt að lýsa því yfir að hann vijli halda meirihlutasamstarfinu áfram. Kristján er forseti bæjarstjórnar og oddviti Framsóknarflokksins á Ísafirði.Vísir/Skjáskot „Ég held það sé bara óskandi að okkar mál nái fram að ganga. Við teljum að við séum að fara af stað með góða málefnaskrá og hvert það leiðir okkur það verður bara að koma í ljós. “ Hann útilokar ekki samstarf við aðra en Sjálfstæðisflokkinn. „Við útilokum ekki neitt. Við erum til í viðræður við alla sem eru til í viðræður við alla sem eru til í að gera gott fyrir Ísafjarðarbæ og samfélagið.“ Það er greinilega margt sem brennur á bæjarbúum þegar þeir eru spurðir að því hvert sé stóra málið framundan. Svörin voru afar fjölbreytt og ljóst að á Ísafirði er ekki kosið um eitt stórt mál. Bygging á fjölnota íþróttahúsi, bæta bæjarandann, heilbrigðismál og hreinni götur í bænum var meðal þess sem þeir íbúar bæjarins sem rætt var við nefndu sem stóru málin framundan. Arna Lára er í baráttusæti Í-listans.Vísir/Skjáskot Athygli vekur að ekki er samhljómur á milli þeirra og frambjóðenda því enginn þeirra sem rætt var við var sammála þeim um hvert stærsta málið fyrir kosningarnar væri. „Ég held að stóru málin núna séu uppbygging og helstu málin núna eru bara lóðamál. Gera lóðir klárar bæði fyrir atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði svo að fólk geti komið hingað og tekið þátt í þessari uppbyggingu,“ segir Kristján Þór oddviti Framsóknar. „Ja, það er nú kannski fyrst og fremst þessi uppbygging sem hér er framundan og við auðvitað stöndum frammi fyrir miklu vaxtarskeiði. Það er auðvitað verkefni sveitarfélagsins að búa sig undir það,“ segir Arna Lára bæjarstjóraefni Í-listans. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Byggðamál Ísafjarðarbær Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Í Ísafjarðabær eru fimm byggðakjarnar. Ísafjörður sá langstærsti en þar búa um 2.730 manns. En í hinum byggðakjörnum sveitarfélagsins búa í kring um tvö til þrjú hundruð manns. Í bæjarstjórn sitja 9 bæjarfulltrúar. Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er með fimm en Í-listinn, sem er sameiginlegur listi Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og óháðra er með fjóra. Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjóraefni Í-listans. Hún situr í baráttusætinu og ef hún nær inn nær Í-listinn meirihluta. „Það er ekkert annað í boði fyrir okkur en að stefna að hreinum meirihluta af því að það er alveg augljóst að sagan kennir okkur að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fara alltaf saman í meirihluta. Við þurfum alltaf að standa ein með sjálfum okkur. Það er bara þannig.“ Kosningarnar verða líklega spennandi eftir þetta fyrsta kjörtímabil sitjandi meirihluta. Kristján Þór Kristjánsson er forseti bæjarstjórnar og oddviti Framsóknar. Hann vill ekki ganga svo langt að lýsa því yfir að hann vijli halda meirihlutasamstarfinu áfram. Kristján er forseti bæjarstjórnar og oddviti Framsóknarflokksins á Ísafirði.Vísir/Skjáskot „Ég held það sé bara óskandi að okkar mál nái fram að ganga. Við teljum að við séum að fara af stað með góða málefnaskrá og hvert það leiðir okkur það verður bara að koma í ljós. “ Hann útilokar ekki samstarf við aðra en Sjálfstæðisflokkinn. „Við útilokum ekki neitt. Við erum til í viðræður við alla sem eru til í viðræður við alla sem eru til í að gera gott fyrir Ísafjarðarbæ og samfélagið.“ Það er greinilega margt sem brennur á bæjarbúum þegar þeir eru spurðir að því hvert sé stóra málið framundan. Svörin voru afar fjölbreytt og ljóst að á Ísafirði er ekki kosið um eitt stórt mál. Bygging á fjölnota íþróttahúsi, bæta bæjarandann, heilbrigðismál og hreinni götur í bænum var meðal þess sem þeir íbúar bæjarins sem rætt var við nefndu sem stóru málin framundan. Arna Lára er í baráttusæti Í-listans.Vísir/Skjáskot Athygli vekur að ekki er samhljómur á milli þeirra og frambjóðenda því enginn þeirra sem rætt var við var sammála þeim um hvert stærsta málið fyrir kosningarnar væri. „Ég held að stóru málin núna séu uppbygging og helstu málin núna eru bara lóðamál. Gera lóðir klárar bæði fyrir atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði svo að fólk geti komið hingað og tekið þátt í þessari uppbyggingu,“ segir Kristján Þór oddviti Framsóknar. „Ja, það er nú kannski fyrst og fremst þessi uppbygging sem hér er framundan og við auðvitað stöndum frammi fyrir miklu vaxtarskeiði. Það er auðvitað verkefni sveitarfélagsins að búa sig undir það,“ segir Arna Lára bæjarstjóraefni Í-listans.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Byggðamál Ísafjarðarbær Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira