Einhver þurfi að bera ábyrgð á klúðrinu: „Þetta er eins og lélegur brandari“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. apríl 2022 20:30 Það var fjölmennt á Austurvelli í dag en mótmælendur sem fréttastofa ræddi við sögðu þörf á breytingum. Vísir/Ívar Hundruð manna söfnuðust saman á Austurvelli í dag til að mótmæla bankasölunni - í fjórða sinn. Mótmælendur vilja breytingar en eru ekki bjartsýnir á að ríkisstjórnin bæti sitt ráð. Rúmur mánuður er nú liðinn frá því að íslenska ríkið seldi hlut sinn í Íslandsbanka og er óhætt að segja að bankasalan hafi verið milli tannanna á fólki síðan þá. Tveir af ræðumönnum dagsins segja baráttuandann enn í fólki. „Þetta er verkefni okkar allra þvert á flokka að standa upp og berjast fyrir því að hér sé lýðræðislegt samfélag,“ segir Steinunn Ólína. Ríkisstjórnin megi búast við að það haldi áfram, sama hversu langur tími líður. „Ég held að það sé mikil óskhyggja af þeirri hálfu ef þau halda að reiðin muni dvína, en auðvitað er leið auðvitað til að refsa stjórnarflokkunum í næstu kosningum. Þær eru eftir tvær vikur og það er hægt að senda mjög skýr skilaboð þar,“ segir Atli. Hann segir þó vanta upp á að Sjálfstæðismenn sem eru ósáttir með málið mæti á mótmælin. „Það er leið fyrir þá til að sýna að þeir eigi flokkinn en ekki að flokkurinn eigi þá,“ segir hann. Steinunn Ólína tekur undir það en fagnar því þó að oddviti flokksins í borginni hafi kvartað yfir málinu og segir það mikla framför. „Sjálfstæðisfólk á Íslandi á miklu betra skilið en að þurfa að eiga við þessar endalausu spillingar- og hrakfallasögur Bjarna Benediktssonar,“ segir hún. Auk þess sem Atli og Steinunn Ólína fluttu ræðu á fundinum í gær voru þar ýmis konar atriði, þar á meðal tónlistaratriði frá Reykjavíkurdætrum. „Það er bara stórkostlegt að sjá svona mikið af fólki hérna og það er bara fáránlega mikilvægt að við stöndum saman og erum hávær á svona stundu. Við erum ótrúlega góð í því, við Íslendingar, og þetta er svona það sem við reynum að gera sem hljómsveit, að vera með læti,“ segir Salka Valsdóttir, meðlimur Reykjavíkurdætra. Enginn tekið ábyrgð á klúðrinu Það er óhætt að segja að það hafi verið fjölmennt á fundinum í dag, sumir voru að mæta í fyrsta sinn á meðan aðrir hafa mætt reglulega. Páll Kristjánsson er einn af þeim sem hefur mætt í öll skiptin. „Ég gerði það sama í hruninu, þá mætti ég þrjátíu sinnum,“ segir hann en hann segir mikilvægt að fólk láti í sér heyra. „Ef við gerum það ekki þá gerist ekki neitt. Þetta er okkar eina von, það er að mæta og láta fólk vita að við séum á móti þessu.“ Þetta tóku fleiri undir, til að mynda Kristín Vala Ragnarsdóttir en hún segir að enginn hafi hingað til tekið ábyrgð. „Þetta er bara allt klúður og fólk þarf að bera ábyrgð á því sem það gerir en það er eitthvað sem að Íslendingar eru mjög lélegir í að gera,“ segir hún og bætir við að ríkisstjórnin hefði í það minnsta átt að setja fjármálaráðherra til hliðar. Þetta er í fjórða sinn sem að mótmæli fara fram á Austurvelli vegna bankasölunnar.Vísir/Ívar Reiði flestra virðist beinast gegn Sjálfstæðisflokknum og fjármálaráðherra en feðgarnir Guðjón Jensson og Páll Guðjónsson segja tímabært að hann víki. „Mér finnst mjög margt ámælisvert með fjármálaráðherrann okkar,“ segir Guðjón og tekur sonur hans undir. „Þetta er eins og lélegur brandari, við viljum bara burt með þetta, það er bara algjör lágmarkskrafa,“ segir Páll. Aðrir beina spjótum sínum einnig að öðrum stjórnarflokkum. „Ég skil Sjálfstæðisflokkinn að sumu leiti, þeirra hugsunarhátt, því að þeir eru að verja auðmenn og hafa alltaf gert,“ segir til að mynda Erla Gunnarsdóttir. „En framkoma Vinstri grænna og Katrínar finnst mér fyrir neðan allar hellur. Ég hef kosið þann flokk í mörg ár en það verður aldrei meir.“ Ekki voru þó margir bjartsýnir á að ríkisstjórnin muni bregðast við. Páll Kristjánsson var þó bjartsýnn um annað. „Ég vil bara að hún fari. Já ég held það, ég er nokkuð bjartsýnn.“ Salan á Íslandsbanka Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta er áfram á ábyrgð okkar allra“ Gert er ráð fyrir fjölmennum fundi á Austurvelli í dag þar sem sölunni á Íslandsbanka verður mótmælt í fjórða sinn. Einn af ræðumönnum fundarins í dag segir mikilvægt að fólk láti ekki deigan síga og gerir ráð fyrir að áfram verði mótmælt þar til ríkisstjórnin bregst við. 30. apríl 2022 12:30 „Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona útboði“ Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar. 27. apríl 2022 10:49 Öskruðu „Bjarni burt“ en Bjarni segist ekki á förum Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð. 26. apríl 2022 14:39 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Rúmur mánuður er nú liðinn frá því að íslenska ríkið seldi hlut sinn í Íslandsbanka og er óhætt að segja að bankasalan hafi verið milli tannanna á fólki síðan þá. Tveir af ræðumönnum dagsins segja baráttuandann enn í fólki. „Þetta er verkefni okkar allra þvert á flokka að standa upp og berjast fyrir því að hér sé lýðræðislegt samfélag,“ segir Steinunn Ólína. Ríkisstjórnin megi búast við að það haldi áfram, sama hversu langur tími líður. „Ég held að það sé mikil óskhyggja af þeirri hálfu ef þau halda að reiðin muni dvína, en auðvitað er leið auðvitað til að refsa stjórnarflokkunum í næstu kosningum. Þær eru eftir tvær vikur og það er hægt að senda mjög skýr skilaboð þar,“ segir Atli. Hann segir þó vanta upp á að Sjálfstæðismenn sem eru ósáttir með málið mæti á mótmælin. „Það er leið fyrir þá til að sýna að þeir eigi flokkinn en ekki að flokkurinn eigi þá,“ segir hann. Steinunn Ólína tekur undir það en fagnar því þó að oddviti flokksins í borginni hafi kvartað yfir málinu og segir það mikla framför. „Sjálfstæðisfólk á Íslandi á miklu betra skilið en að þurfa að eiga við þessar endalausu spillingar- og hrakfallasögur Bjarna Benediktssonar,“ segir hún. Auk þess sem Atli og Steinunn Ólína fluttu ræðu á fundinum í gær voru þar ýmis konar atriði, þar á meðal tónlistaratriði frá Reykjavíkurdætrum. „Það er bara stórkostlegt að sjá svona mikið af fólki hérna og það er bara fáránlega mikilvægt að við stöndum saman og erum hávær á svona stundu. Við erum ótrúlega góð í því, við Íslendingar, og þetta er svona það sem við reynum að gera sem hljómsveit, að vera með læti,“ segir Salka Valsdóttir, meðlimur Reykjavíkurdætra. Enginn tekið ábyrgð á klúðrinu Það er óhætt að segja að það hafi verið fjölmennt á fundinum í dag, sumir voru að mæta í fyrsta sinn á meðan aðrir hafa mætt reglulega. Páll Kristjánsson er einn af þeim sem hefur mætt í öll skiptin. „Ég gerði það sama í hruninu, þá mætti ég þrjátíu sinnum,“ segir hann en hann segir mikilvægt að fólk láti í sér heyra. „Ef við gerum það ekki þá gerist ekki neitt. Þetta er okkar eina von, það er að mæta og láta fólk vita að við séum á móti þessu.“ Þetta tóku fleiri undir, til að mynda Kristín Vala Ragnarsdóttir en hún segir að enginn hafi hingað til tekið ábyrgð. „Þetta er bara allt klúður og fólk þarf að bera ábyrgð á því sem það gerir en það er eitthvað sem að Íslendingar eru mjög lélegir í að gera,“ segir hún og bætir við að ríkisstjórnin hefði í það minnsta átt að setja fjármálaráðherra til hliðar. Þetta er í fjórða sinn sem að mótmæli fara fram á Austurvelli vegna bankasölunnar.Vísir/Ívar Reiði flestra virðist beinast gegn Sjálfstæðisflokknum og fjármálaráðherra en feðgarnir Guðjón Jensson og Páll Guðjónsson segja tímabært að hann víki. „Mér finnst mjög margt ámælisvert með fjármálaráðherrann okkar,“ segir Guðjón og tekur sonur hans undir. „Þetta er eins og lélegur brandari, við viljum bara burt með þetta, það er bara algjör lágmarkskrafa,“ segir Páll. Aðrir beina spjótum sínum einnig að öðrum stjórnarflokkum. „Ég skil Sjálfstæðisflokkinn að sumu leiti, þeirra hugsunarhátt, því að þeir eru að verja auðmenn og hafa alltaf gert,“ segir til að mynda Erla Gunnarsdóttir. „En framkoma Vinstri grænna og Katrínar finnst mér fyrir neðan allar hellur. Ég hef kosið þann flokk í mörg ár en það verður aldrei meir.“ Ekki voru þó margir bjartsýnir á að ríkisstjórnin muni bregðast við. Páll Kristjánsson var þó bjartsýnn um annað. „Ég vil bara að hún fari. Já ég held það, ég er nokkuð bjartsýnn.“
Salan á Íslandsbanka Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þetta er áfram á ábyrgð okkar allra“ Gert er ráð fyrir fjölmennum fundi á Austurvelli í dag þar sem sölunni á Íslandsbanka verður mótmælt í fjórða sinn. Einn af ræðumönnum fundarins í dag segir mikilvægt að fólk láti ekki deigan síga og gerir ráð fyrir að áfram verði mótmælt þar til ríkisstjórnin bregst við. 30. apríl 2022 12:30 „Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona útboði“ Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar. 27. apríl 2022 10:49 Öskruðu „Bjarni burt“ en Bjarni segist ekki á förum Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð. 26. apríl 2022 14:39 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Þetta er áfram á ábyrgð okkar allra“ Gert er ráð fyrir fjölmennum fundi á Austurvelli í dag þar sem sölunni á Íslandsbanka verður mótmælt í fjórða sinn. Einn af ræðumönnum fundarins í dag segir mikilvægt að fólk láti ekki deigan síga og gerir ráð fyrir að áfram verði mótmælt þar til ríkisstjórnin bregst við. 30. apríl 2022 12:30
„Dæmdur morðingi á Litla-Hrauni getur keypt í svona útboði“ Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að veita þurfi heimild í lögum til að hægt sé að koma í veg fyrir að ákveðinn hópur fólks geti tekið þátt í útboðum á borð við nýlokið útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann segir hafa komið á óvart sá fjöldi lítilla fjárfesta sem uppfyllti kröfur sem gerðar eru til fagfjárfesta. Fjármálaeftirlitið sé með það til skoðunar. 27. apríl 2022 10:49
Öskruðu „Bjarni burt“ en Bjarni segist ekki á förum Hópur fólks, um tíu manns, kom saman fyrir utan ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu í morgun til að mótmæla bankasölunni á meðan á reglulegum fundi ríkisstjórnarinnar stóð. 26. apríl 2022 14:39
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent