Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar! Tómas Ellert Tómasson skrifar 30. apríl 2022 16:31 Vegna ummæla formanns Framsóknarflokksins og innviðaráðherra frá því í gær er rétt að benda lesendum á það strax, að efni þessarar greinar er tengt kosningum í fortíð, nútíð og framtíð. Í ljósi framangreindra ummæla má ekki að mati formanns Framsóknarflokksins og innviðaráðherra minnast á það nú að barnamálaráðherra hafi slegið sig pólitískt til riddara með vanfjármögnuðum farsældarlögum á kostnað sveitarfélaganna í landinu. Lagasetningu sem mun valda sveitarfélögunum töluverðum kostnaðarauka sem allt stefnir í að þau muni ekki fá bætt nema að litlu leyti - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má þá væntanlega ekki heldur minnast á að Þjóðarhöllin sem að ráðherrar Framsóknarflokksins lofuðu að myndi koma til framkvæmda „núna“ fyrir síðustu alþingiskosningar er hvergi að sjá í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Heiðarleiki og raunsæ fyrirheit í pólitík Undirritaður rakst á þessa fyrirsögn á grein eins framboðs í Svf. Árborg í vikunni sem birt var á héraðsfréttamiðli. Í greininni útlistaði framboðið heiðarleikaprógrammið sitt. Má trúa því að sá framboðslisti hafi og muni í framhaldinu iðka prógrammið sem það setti upp? - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Í tilviki þess framboðs má væntanlega ekki minnast á það þegar að þáverandi forseti bæjarstjórnar, sem nú skipar 3. sæti listans, lýsti sig andsnúinn nýrri Selfossbrú yfir Ölfusá í upphafi árs 2015. Brúin var á þeim tíma, árið 2015, á samgönguáætlun og átti samkvæmt henni að verða tekin í notkun árið 2019 þ.e. fyrir þremur árum síðan. Í stað þess er nú útlit fyrr að ekki verði ný brú vígð fyrr en árið 2026 - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má væntanlega ekki heldur í framangreindu samhengi minnast á það að D-listi Sjálfstæðisflokksins í Svf. Árborg lofaði því árið 2006 að reist yrði nýtt fjölnota íþróttahús á íþróttasvæðinu við Engjaveg. Það mál endaði síðan á kosningaloforðaborði M-lista Miðflokksins í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningar árið 2018 að keyra það verkefni áfram. Vígsluathöfn Selfosshallarinnar verður 9. maí næstkomandi - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má þá heldur ekki að mati formanns Framsóknarflokksins og innviðaráðherra minnast á það, að hann sjálfur og meðhjálpari hans ráku rýting á dögunum í bak oddvita Framsóknarflokksins og forseta bæjarstjórnar hér í bæ, á meðan þeir þuldu við ódæðisverkið, að sögn kunnugra, að þeir væru „vinir hans“ - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má þá svo væntanlega alls ekki minnast á það, að í kjölfar rýtingsstungunnar að þá hafi nær samstundis Ungmennafélag Selfoss óskað eftir starfskröftum hins farsæla forseta bæjarstjórnar. Sá sem fyrir rýtingsstungunni varð, hefur nú tekið við því virðingarhlutverki að starfa sem formaður Ungmennafélags Selfoss, elstu og virtustu félagasamtökum á Selfossi. Því fagna allir sem unna ungmennafélaginu og því mikilvæga samfélagslega hlutverki sem að það gegnir - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Höfundur er byggingarverkfræðingur, formaður bæjarráðs og oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Tómas Ellert Tómasson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Spyr hvort hörð umræða tengist ummælum á Búnaðarþingi eða sveitarstjórnarkosningum Innviðaráðherra velti því upp á Alþingi í morgun hvort þungar ásakanir í kjölfar ummæla á Búnaðarþingi tengist ummælunum sem slíkum eða komandi sveitarstjórnarkosningum þar sem Framsóknarflokkurinn mælist á mikilli siglingu. 29. apríl 2022 12:07 Er sanngjarnt að þingmenn og ráðherrar slái sig til riddara á kostnað sveitarfélaga? Þann 11. júní 2021 samþykkti Alþingi lagasetningu á grunni fjögurra frumvarpa þáverandi félags- og barnamálaráðherra sem tengjast málefnum barna og að auki þingsályktun um Barnvænt Ísland. 28. mars 2022 12:00 Þjóðarhöllin rísi Laugardalurinn hefur um áratugaskeið verið vettvangur margra stærstu sigra í íslenskri íþróttasögu, hvort sem þeir hafa unnist í Laugardalshöllinni eða á -vellinum. Aðstaðan í Laugardalnum er hins vegar löngu úr sér gengin og landsleikir í handbolta eða körfubolta þurfa sérstakar undanþágur alþjóðasambanda, því Laugardalshöllin uppfyllir ekki alþjóðlegar kröfur. 22. september 2021 11:31 Mótmælir staðsetningu nýrrar brúar yfir Ölfusá Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar er á móti því að ný brú yfir Ölfusá fara fram hjá íbúðabyggðinni á Selfossi. 31. janúar 2015 20:37 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Vegna ummæla formanns Framsóknarflokksins og innviðaráðherra frá því í gær er rétt að benda lesendum á það strax, að efni þessarar greinar er tengt kosningum í fortíð, nútíð og framtíð. Í ljósi framangreindra ummæla má ekki að mati formanns Framsóknarflokksins og innviðaráðherra minnast á það nú að barnamálaráðherra hafi slegið sig pólitískt til riddara með vanfjármögnuðum farsældarlögum á kostnað sveitarfélaganna í landinu. Lagasetningu sem mun valda sveitarfélögunum töluverðum kostnaðarauka sem allt stefnir í að þau muni ekki fá bætt nema að litlu leyti - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má þá væntanlega ekki heldur minnast á að Þjóðarhöllin sem að ráðherrar Framsóknarflokksins lofuðu að myndi koma til framkvæmda „núna“ fyrir síðustu alþingiskosningar er hvergi að sjá í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Heiðarleiki og raunsæ fyrirheit í pólitík Undirritaður rakst á þessa fyrirsögn á grein eins framboðs í Svf. Árborg í vikunni sem birt var á héraðsfréttamiðli. Í greininni útlistaði framboðið heiðarleikaprógrammið sitt. Má trúa því að sá framboðslisti hafi og muni í framhaldinu iðka prógrammið sem það setti upp? - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Í tilviki þess framboðs má væntanlega ekki minnast á það þegar að þáverandi forseti bæjarstjórnar, sem nú skipar 3. sæti listans, lýsti sig andsnúinn nýrri Selfossbrú yfir Ölfusá í upphafi árs 2015. Brúin var á þeim tíma, árið 2015, á samgönguáætlun og átti samkvæmt henni að verða tekin í notkun árið 2019 þ.e. fyrir þremur árum síðan. Í stað þess er nú útlit fyrr að ekki verði ný brú vígð fyrr en árið 2026 - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má væntanlega ekki heldur í framangreindu samhengi minnast á það að D-listi Sjálfstæðisflokksins í Svf. Árborg lofaði því árið 2006 að reist yrði nýtt fjölnota íþróttahús á íþróttasvæðinu við Engjaveg. Það mál endaði síðan á kosningaloforðaborði M-lista Miðflokksins í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningar árið 2018 að keyra það verkefni áfram. Vígsluathöfn Selfosshallarinnar verður 9. maí næstkomandi - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má þá heldur ekki að mati formanns Framsóknarflokksins og innviðaráðherra minnast á það, að hann sjálfur og meðhjálpari hans ráku rýting á dögunum í bak oddvita Framsóknarflokksins og forseta bæjarstjórnar hér í bæ, á meðan þeir þuldu við ódæðisverkið, að sögn kunnugra, að þeir væru „vinir hans“ - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Það má þá svo væntanlega alls ekki minnast á það, að í kjölfar rýtingsstungunnar að þá hafi nær samstundis Ungmennafélag Selfoss óskað eftir starfskröftum hins farsæla forseta bæjarstjórnar. Sá sem fyrir rýtingsstungunni varð, hefur nú tekið við því virðingarhlutverki að starfa sem formaður Ungmennafélags Selfoss, elstu og virtustu félagasamtökum á Selfossi. Því fagna allir sem unna ungmennafélaginu og því mikilvæga samfélagslega hlutverki sem að það gegnir - Afsakið kæru landsmenn, það eru að koma kosningar. Höfundur er byggingarverkfræðingur, formaður bæjarráðs og oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra í Svf. Árborg.
Spyr hvort hörð umræða tengist ummælum á Búnaðarþingi eða sveitarstjórnarkosningum Innviðaráðherra velti því upp á Alþingi í morgun hvort þungar ásakanir í kjölfar ummæla á Búnaðarþingi tengist ummælunum sem slíkum eða komandi sveitarstjórnarkosningum þar sem Framsóknarflokkurinn mælist á mikilli siglingu. 29. apríl 2022 12:07
Er sanngjarnt að þingmenn og ráðherrar slái sig til riddara á kostnað sveitarfélaga? Þann 11. júní 2021 samþykkti Alþingi lagasetningu á grunni fjögurra frumvarpa þáverandi félags- og barnamálaráðherra sem tengjast málefnum barna og að auki þingsályktun um Barnvænt Ísland. 28. mars 2022 12:00
Þjóðarhöllin rísi Laugardalurinn hefur um áratugaskeið verið vettvangur margra stærstu sigra í íslenskri íþróttasögu, hvort sem þeir hafa unnist í Laugardalshöllinni eða á -vellinum. Aðstaðan í Laugardalnum er hins vegar löngu úr sér gengin og landsleikir í handbolta eða körfubolta þurfa sérstakar undanþágur alþjóðasambanda, því Laugardalshöllin uppfyllir ekki alþjóðlegar kröfur. 22. september 2021 11:31
Mótmælir staðsetningu nýrrar brúar yfir Ölfusá Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar er á móti því að ný brú yfir Ölfusá fara fram hjá íbúðabyggðinni á Selfossi. 31. janúar 2015 20:37
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar