Real Madrid spænskur meistari eftir stórsigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Madrídingar fagna titlinum.
Madrídingar fagna titlinum. Angel Martinez/Getty Images

Real Madrid tryggði sér spænska deildarmeistaratitilinn er liðið vann öruggan 4-0 sigur gegn Espanyol á heimavelli í dag.

Fyrir leik var ljóst að Madrídingar þurftu aðeins á einu stigi að halda úr seinustu fimm umferðunum til að tryggja sér titilinn og því njuggust fáir við því að liðið myndi ná að kasta honum frá sér.

Rodrygo kom heimamönnum yfir á 33. mínútu og hann var svo aftur á ferðinni þegar hann tvöfaldaði forystu Madrídinga tíu mínútum síðar.

Staðan var því 2-0 þegar flautað var til hálfleiks, en Marco Asensio skoraði þriðja mark heimamanna á 55. mínútu og fór langleiðina með að tryggja titilinn.

Það var svo franska markamaskínan Karim Benzema sem gulltryggði sigur Real Madrid með marki þegar um tíu mínútur voru til leiksloka.

Niðurstaðan varð því 4-0 sigur Madrídinga og spænski meistaratitillinn í höfn, sá 35. frá upphafi.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira