Ólafur fer af Landspítala til Karolinska í Svíþjóð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2022 12:56 Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum hefur verið ráðinn yfir til Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð. Vísir/Baldur Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, hefur verið ráðinn til háskólasjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi í Svíþjóð sem forstöðumaður lungna- og ofnæmislækninga. Þetta kemur fram á vef sænska fjölmiðilsins Dagens Medicin. Ólafur hefur starfað sem framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum frá árinu 2009 en hann tók þá við sem starfandi framkvæmdastjóri lækninga og sinnti því til ársins 2011. Það ár var hann skipaður í starfið til ársins 2016 og endurráðinn 2016 og aftur 2021. Ólafur segir í samtali við fréttastofu að starfið sé tímabundið og hann ráðið inn á Karolinska í eitt ár til þess að taka við stjórnunarstarfi á lungna- og ofnæmisdeild spítalans. Hann hafi verið beðinn um að gera úttekt á starfsemi lungnalækninga við spítalann í fyrra haust og starfsboðið komið í kjölfarið. Hann fer því í ársleyfi frá störfum sínum við Landspítala á meðan á verkefninu stendur. Hann segir að á deildinni starfi um hundrað manns sem veiti alla lungnaþjónustu og tengda þjónustu við spítalann, sem rími vel við menntun hans og reynslu í lungnalækningum. „Þetta er spennandi og krefjandi áskorun í nýju umhverfi og margt að læra, sem mun vonandi einnig nýtast Landspítala þegar ég kem til baka,“ segir Ólafur. Ólafur lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og fór svo í sérnám til Bandaríkjanna þar sem hann lauk sérnámi og sérfræðiprófum í lyflækningum og lungnalækningum við háskóasjúkrahúsið í Iowa City árið 2000. Samhliða sérnáminu stundaði hann vísindarannsóknir og lauk doktorsprófi frá HÍ árið 2004. Ólafur stofnaði til samstarfs við hóp vísindamanna við HÍ sem kom meðal annars á fót nýju frumræktunarlíkani. Uppgötvanir hópsins urðu grunnur að stofnun sprotafyrirtækisins EpiEndo Pharmaceuticals en fyrirtækið rannsakar nú verkun nýrra lyfja í klínískum rannsóknum á mönnum. Björn Zoëga er forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi en hann tók við starfinu árið 2019. Dagana fyrir síðustu jól var þá tilkynnt að hann myndi gegna sérstöku ráðgjafahlutverki fyrir nýja heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, þegar kemur að viðbrögðum við heimsfaraldurinn og stöðuna á Landspítalanum. Fréttin var uppfærð klukkan 16:40 eftir að fréttastofa náði tali af Ólafi. Landspítalinn Svíþjóð Vistaskipti Íslendingar erlendis Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef sænska fjölmiðilsins Dagens Medicin. Ólafur hefur starfað sem framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum frá árinu 2009 en hann tók þá við sem starfandi framkvæmdastjóri lækninga og sinnti því til ársins 2011. Það ár var hann skipaður í starfið til ársins 2016 og endurráðinn 2016 og aftur 2021. Ólafur segir í samtali við fréttastofu að starfið sé tímabundið og hann ráðið inn á Karolinska í eitt ár til þess að taka við stjórnunarstarfi á lungna- og ofnæmisdeild spítalans. Hann hafi verið beðinn um að gera úttekt á starfsemi lungnalækninga við spítalann í fyrra haust og starfsboðið komið í kjölfarið. Hann fer því í ársleyfi frá störfum sínum við Landspítala á meðan á verkefninu stendur. Hann segir að á deildinni starfi um hundrað manns sem veiti alla lungnaþjónustu og tengda þjónustu við spítalann, sem rími vel við menntun hans og reynslu í lungnalækningum. „Þetta er spennandi og krefjandi áskorun í nýju umhverfi og margt að læra, sem mun vonandi einnig nýtast Landspítala þegar ég kem til baka,“ segir Ólafur. Ólafur lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og fór svo í sérnám til Bandaríkjanna þar sem hann lauk sérnámi og sérfræðiprófum í lyflækningum og lungnalækningum við háskóasjúkrahúsið í Iowa City árið 2000. Samhliða sérnáminu stundaði hann vísindarannsóknir og lauk doktorsprófi frá HÍ árið 2004. Ólafur stofnaði til samstarfs við hóp vísindamanna við HÍ sem kom meðal annars á fót nýju frumræktunarlíkani. Uppgötvanir hópsins urðu grunnur að stofnun sprotafyrirtækisins EpiEndo Pharmaceuticals en fyrirtækið rannsakar nú verkun nýrra lyfja í klínískum rannsóknum á mönnum. Björn Zoëga er forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi en hann tók við starfinu árið 2019. Dagana fyrir síðustu jól var þá tilkynnt að hann myndi gegna sérstöku ráðgjafahlutverki fyrir nýja heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, þegar kemur að viðbrögðum við heimsfaraldurinn og stöðuna á Landspítalanum. Fréttin var uppfærð klukkan 16:40 eftir að fréttastofa náði tali af Ólafi.
Landspítalinn Svíþjóð Vistaskipti Íslendingar erlendis Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira