Rasismi á Íslandi Magnús Davíð Norðdahl skrifar 29. apríl 2022 11:15 Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin. Í þessu felst ekki ásökun eða upphrópun heldur er um að ræða fyrsta skrefið í að takast á við vandann, það er að viðurkenna skilyrðislaust að til staðar sé vandamál. Án slíkrar viðurkenningar er ekki von á því að okkur takist að bæta samfélagið hvað þetta varðar. Áhugavert er að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri boðaði rannsókn á kynþáttafordómum innan lögreglunnar í viðtali við RÚV þann 12. júní 2020. Þar sagði hún orðrétt: „Við getum ekki bara sagt þið eigið að treysta okkur og það er allt í lagi hjá okkur. Við þurfum að byrja að fá rannsóknir sem sýna hvernig þetta er hjá okkur í raun og veru.“ Spurning er hvort þessari rannsókn sé lokið og hverjar niðurstöðurnar hafi verið. Atvik síðustu daga undirstrika mikilvægi þess að niðurstöður rannsóknarinnar verði kynntar án tafar. Ef rannsókninni er enn ólokið þarf að setja það í algjöran forgang að ljúka henni. Í viðtalinu fjallar Sigríður Björk einnig um það vandamál hversu fáir lögregluþjónar eru af erlendu bergi brotnir í ljósi þess að sami hópur telur um fimmtung af íslensku þjóðinni. Spurning er hvort þetta ástand innan lögreglunnar hafi versnað eða batnað á síðustu tveimur árum. Sigríður Björk á heiður skilinn fyrir að hafa fjölgað lögreglukonum á sínum starfstíma og það þarf enginn að efast um það að hún er fullfær um að auka fjölbreytileika þeirra sem sinna lögreglustörfum ekki síst þegar kemur að innflytjendum. Eina sem þarf er einlægur vilji. Í öðru viðtali sem RÚV tók við Hrein Júlíus Ingvarsson lögreglumann þann 11. júní 2020 segir hann orðrétt: „Við finnum það alveg dagsdaglega hjá erlendum aðilum að sumir eru hreinlega skíthræddir við okkur. Við þurfum að gera betur þar.“ Þetta viðtal við Hrein er upplýsandi og ljóst að þar er á ferð góður lögreglumaður sem einlæglega vill brúa bilið milli lögreglu og almennings og ekki síst íbúa af erlendum uppruna. Hann er óhræddur við að viðurkenna að til staðar sé vandamál sem þarf að leysa. Það er óskandi að hann sé enn starfandi sem lögreglumaður. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra og bætt lífsskilyrði fólks af erlendum uppruna. Rasismi er óásættanlegur í öllum sínum myndum og okkur ber skylda til þess að uppræta hann, ekki síst hjá opinberum stofnunum sem verða að njóta trausts í samfélaginu. Höfundur er mannréttindalögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Kynþáttafordómar Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Lögreglan Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Rasismi er vandamál á Íslandi eins og annars staðar í veröldinni. Íslenska lögreglan er þar ekki undanskilin. Í þessu felst ekki ásökun eða upphrópun heldur er um að ræða fyrsta skrefið í að takast á við vandann, það er að viðurkenna skilyrðislaust að til staðar sé vandamál. Án slíkrar viðurkenningar er ekki von á því að okkur takist að bæta samfélagið hvað þetta varðar. Áhugavert er að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri boðaði rannsókn á kynþáttafordómum innan lögreglunnar í viðtali við RÚV þann 12. júní 2020. Þar sagði hún orðrétt: „Við getum ekki bara sagt þið eigið að treysta okkur og það er allt í lagi hjá okkur. Við þurfum að byrja að fá rannsóknir sem sýna hvernig þetta er hjá okkur í raun og veru.“ Spurning er hvort þessari rannsókn sé lokið og hverjar niðurstöðurnar hafi verið. Atvik síðustu daga undirstrika mikilvægi þess að niðurstöður rannsóknarinnar verði kynntar án tafar. Ef rannsókninni er enn ólokið þarf að setja það í algjöran forgang að ljúka henni. Í viðtalinu fjallar Sigríður Björk einnig um það vandamál hversu fáir lögregluþjónar eru af erlendu bergi brotnir í ljósi þess að sami hópur telur um fimmtung af íslensku þjóðinni. Spurning er hvort þetta ástand innan lögreglunnar hafi versnað eða batnað á síðustu tveimur árum. Sigríður Björk á heiður skilinn fyrir að hafa fjölgað lögreglukonum á sínum starfstíma og það þarf enginn að efast um það að hún er fullfær um að auka fjölbreytileika þeirra sem sinna lögreglustörfum ekki síst þegar kemur að innflytjendum. Eina sem þarf er einlægur vilji. Í öðru viðtali sem RÚV tók við Hrein Júlíus Ingvarsson lögreglumann þann 11. júní 2020 segir hann orðrétt: „Við finnum það alveg dagsdaglega hjá erlendum aðilum að sumir eru hreinlega skíthræddir við okkur. Við þurfum að gera betur þar.“ Þetta viðtal við Hrein er upplýsandi og ljóst að þar er á ferð góður lögreglumaður sem einlæglega vill brúa bilið milli lögreglu og almennings og ekki síst íbúa af erlendum uppruna. Hann er óhræddur við að viðurkenna að til staðar sé vandamál sem þarf að leysa. Það er óskandi að hann sé enn starfandi sem lögreglumaður. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra og bætt lífsskilyrði fólks af erlendum uppruna. Rasismi er óásættanlegur í öllum sínum myndum og okkur ber skylda til þess að uppræta hann, ekki síst hjá opinberum stofnunum sem verða að njóta trausts í samfélaginu. Höfundur er mannréttindalögmaður.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun