Úr tvö hundruð starfsmönnum í þrjá Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. apríl 2022 18:22 Stór hluti Íslendinga hefur beðið í röð eftir sýnatöku við Suðurlandsbraut. Nú virðist sá tími að baki - í bili að minnsta kosti. vísir/Vilhelm Tímamót urðu í faraldrinum í dag þegar sýnatökur heilsugæslunnar voru fluttar frá Suðurlandsbraut en starfsemin verður opnuð í Mjóddinni á morgun. Til marks um miklar breytingar munu einungis þrír starfsmenn sinna sýnatökum á nýjum stað en þegar mest lét störfuðu tvö hundruð á Suðurlandsbraut. Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir húsnæðið við Suðurlandsbraut einfaldlega orðið of stórt þar sem verulega hefur dregið úr komum í sýnatöku. „Þegar mest var hjá okkur vorum við með opið í tólf tíma. Sérstaklega þegar hraðprófin stóðu sem hæst og allir þurftu að sækja sér vottorð fyrir viðburði og slíkt. Þá voru mörg þúsund manns að koma til okkar á hverjum degi. Núna erum við að taka um hundrað sýnatökur á dag sem okkur finnst bara ekki neitt.“ Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.vísir/Einar Veistu hvað þið hafið tekið mörg sýni á Suðurlandsbraut? „Já, þau hafa verið yfir milljón. Eða um ein milljón og eitt hundrað og fimmtíu þúsund,“ segir Marta. Hún segir blendnar tilfinningar fylgja flutningunum. „Við erum nánast búin að búa hérna, starfsmennirnir sem hafa sinnt sýnatökum, en við fögnum þessu að sjálfsögðu. Það er mjög gott að faraldurinn sé á niðurleið og við vonum að þetta haldist þannig.“ Afgangur af bóluefni í kössum.vísir/Vilhelm Það er mikið verk að pakka öllu niður en Marta segir heilsugæsluna þó tilbúna fyrir aðra bylgju - sem ríði þó vonandi ekki yfir þjóðina. „Við erum búin að pakka öllu saman þannig að við getum riggað upp stórum sýnatökustað ef þörf er á. Ef það kemur ný bylgja eða nýr heimsfaraldur erum við í stakk búin til þess að skella því í gang með dagsfyrirvara. Þannig við erum að pakka öllu mjög skipulega niður.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Til marks um miklar breytingar munu einungis þrír starfsmenn sinna sýnatökum á nýjum stað en þegar mest lét störfuðu tvö hundruð á Suðurlandsbraut. Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir húsnæðið við Suðurlandsbraut einfaldlega orðið of stórt þar sem verulega hefur dregið úr komum í sýnatöku. „Þegar mest var hjá okkur vorum við með opið í tólf tíma. Sérstaklega þegar hraðprófin stóðu sem hæst og allir þurftu að sækja sér vottorð fyrir viðburði og slíkt. Þá voru mörg þúsund manns að koma til okkar á hverjum degi. Núna erum við að taka um hundrað sýnatökur á dag sem okkur finnst bara ekki neitt.“ Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.vísir/Einar Veistu hvað þið hafið tekið mörg sýni á Suðurlandsbraut? „Já, þau hafa verið yfir milljón. Eða um ein milljón og eitt hundrað og fimmtíu þúsund,“ segir Marta. Hún segir blendnar tilfinningar fylgja flutningunum. „Við erum nánast búin að búa hérna, starfsmennirnir sem hafa sinnt sýnatökum, en við fögnum þessu að sjálfsögðu. Það er mjög gott að faraldurinn sé á niðurleið og við vonum að þetta haldist þannig.“ Afgangur af bóluefni í kössum.vísir/Vilhelm Það er mikið verk að pakka öllu niður en Marta segir heilsugæsluna þó tilbúna fyrir aðra bylgju - sem ríði þó vonandi ekki yfir þjóðina. „Við erum búin að pakka öllu saman þannig að við getum riggað upp stórum sýnatökustað ef þörf er á. Ef það kemur ný bylgja eða nýr heimsfaraldur erum við í stakk búin til þess að skella því í gang með dagsfyrirvara. Þannig við erum að pakka öllu mjög skipulega niður.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira