„Ef við setjum upp örbylgjuofn og samlokugrill getum við sótt um vínveitingaleyfi?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2022 14:04 Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups segir óskiljanlegt að verslanir á borð við Staðarskála og 10-11 í Leifsstöð fái vínveitingaleyfi en ekki aðrar verslanir og kjörbúðir. Vísir Framkvæmdastjóri Hagkaups segir ekki hafa komið til umræðu hjá verslununum að sækja um vínveitingaleyfi. Hann veltir þó fyrir sér hvort verslanirnar gætu selt áfengi ef þær settu upp samlokugrill og örbylgjuofn og seldu veitingar á staðnum. Greint var frá því á Vísi í gær að verslun 10-11 í Leifsstöð hafi fengið vínveitingaleyfi í janúar á þessu ári. Verslunin er staðsett við komuhliðið á Keflavíkurflugvelli, fyrir utan fríhöfnina og því geta allir gengið inn í búðina, sama hvort þeir séu á leið í flug eða ekki. Veitingaleyfið var gefið út af Sýslumanninum á Suðurnesjum í janúar og er það ótímabundið. Leyfið kveður þó á um að hægt sé að selja áfengi í versluninni allan sólarhringinn, sem tíðkast almennt ekki annars staðar. Verslunin selur belgíska bjórinn Stella Artois með 4,6 prósenta vínanda en ekki 5 prósent vínanda eins og sá Stellubjór sem seldur er í verslunum ÁTVR. Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups seegir fréttirnar vekja upp ýmsar spurningar um stöðu matvöruverslana í þessum málum. Hann veltir fyrir sér hvers vegna ákveðnar verslanir fái leyfi sem þetta en ekki aðrar. „Það sem er sérkennilegt í þessum reglum á Íslandi er að þú getur verið með einhvers konar veiitngasölu og fengið vínveitingaleyfi. Þegar ég las þessa frétt fór hugur minn í Staðarskála. Maður stoppar þar stundum á leiðinni norður og ef þú ferð í salatbarinn í Staðaskála, að ná þér í salatbox svipað og í Hagkaup, þá er kælir þar, þar sem er boðið upp á margar tegundir af bjór,“ segir Sigurður. Bjórinn víða kominn í opna kæla Hann segir ýmsar spurningar koma upp í hugann við það, til dæmis hvar línan liggi, hvað sé eðlilegt og hvað ekki. „Ákveðnum tegundum verslana er ekki treyst fyrir þessu en síðan geturðu labbað inn í Staðarskála eða 10-11, skíðaskála eða golfskála, og þar er önnur hugsun og öllum treyst. Þessu er skipt upp í ákveðnar fylkingar og sumt af þessu er á mjög gráu svæði.“ Hann segir að Hagkaup hafi ekki látið á það reyna að sækja um vínveitingaleyfi og hann sé alveg hættur að skilja hvaða kröfur verslanir þurfi að uppfylla til að fá leyfi sem þetta. „Þú getur til dæmis hoppað inn á Olís í Borgarnesi og fengið þér hamborgara og kaldan bjór. Maður skilur stundum ekki alveg hvernig þetta fúnkerar en menn geta kannski sagt að þetta sé veitingastaður og haft tilskilin leyfi. Þetta er samt bara komið í opna kæla fyrir framan alla og á svona stórum stöðum eins og Staðarskála er maður aðeins hættur að skilja þetta,“ segir Sigurður. „Er einhver rosaleg veitingasala þar annað en að hita samloku í örbylgjuofni?“ Hann segir óskiljanlegt að verslanir eins og Staðarskáli og 10-11 í Leifsstöð fái vínveitingaleyfi en ekki Hagkaup eða aðrar slíkar verslanir, sem sinni viðlíka þjónustu. Til skýringar er Staðarskáli með sama veitingaleyfi og 10-11 í Leifsstöð, veitingaleyfi í flokki II fyrir veitingaskála og greiðasölur. Áfengissalan þar er þó bundin við ákveðna tíma dags, frá klukkan 8 á morgnanna til 23:30 á virkum dögum, annað en hjá 10-11 í Leifsstöð þar sem hún er leyfileg allan sólarhringinn. „Það ætti í raun og veru ekki að vera. Er einhver rosaleg veitingasala þar annað en að hita samloku í örbylgjuofni? Þar eru yfirvöld í raun að túlka það að það að vera með grill eða samlokugrill virðist duga til að fá stimpilinn veitingastaður eða veitingahús og þar með fá þeir áfengisleyfi. Það hlýtur að vera túlkun hins opinbera,“ segir Sigurður. „Sem myndi segja manni að ef við setjum upp örbylgjuofn eða samlokugril að þá getum við sótt um vínveitingaleyfi? Það er spurning sem maður má alveg spyrja sig en við erum ekki komin á þann stað ennþá. Við ætlum ekki að fara inn á gráa svæðið eins og staðan er í dag.“ Áfengi og tóbak Verslun Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Segir vínveitingaleyfi 10-11 til marks um úrelta áfengislöggjöf Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir þá staðreynd að verslun 10-11 í Leifsstöð sé með vínveitingaleyfi draga það fram hversu gölluð og úrelt áfengislöggjöfin sé. Hann segir málið ekki endilega snúast um áfengi, heldur frelsi til að selja vöru og þjónustu sem almenningur kalli eftir. 28. apríl 2022 11:32 Verslun 10-11 í Leifsstöð selur bjór í flöskum Verslun 10-11 í komusalnum í Leifsstöð hefur fengið áfengissöluleyfi. Verslunin selur belgíska bjórinn Stella Artois en þó aðeins með 4,6 prósenta vínstyrk en ekki 5 prósenta eins og í vínbúðum landsins. 27. apríl 2022 15:23 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í gær að verslun 10-11 í Leifsstöð hafi fengið vínveitingaleyfi í janúar á þessu ári. Verslunin er staðsett við komuhliðið á Keflavíkurflugvelli, fyrir utan fríhöfnina og því geta allir gengið inn í búðina, sama hvort þeir séu á leið í flug eða ekki. Veitingaleyfið var gefið út af Sýslumanninum á Suðurnesjum í janúar og er það ótímabundið. Leyfið kveður þó á um að hægt sé að selja áfengi í versluninni allan sólarhringinn, sem tíðkast almennt ekki annars staðar. Verslunin selur belgíska bjórinn Stella Artois með 4,6 prósenta vínanda en ekki 5 prósent vínanda eins og sá Stellubjór sem seldur er í verslunum ÁTVR. Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups seegir fréttirnar vekja upp ýmsar spurningar um stöðu matvöruverslana í þessum málum. Hann veltir fyrir sér hvers vegna ákveðnar verslanir fái leyfi sem þetta en ekki aðrar. „Það sem er sérkennilegt í þessum reglum á Íslandi er að þú getur verið með einhvers konar veiitngasölu og fengið vínveitingaleyfi. Þegar ég las þessa frétt fór hugur minn í Staðarskála. Maður stoppar þar stundum á leiðinni norður og ef þú ferð í salatbarinn í Staðaskála, að ná þér í salatbox svipað og í Hagkaup, þá er kælir þar, þar sem er boðið upp á margar tegundir af bjór,“ segir Sigurður. Bjórinn víða kominn í opna kæla Hann segir ýmsar spurningar koma upp í hugann við það, til dæmis hvar línan liggi, hvað sé eðlilegt og hvað ekki. „Ákveðnum tegundum verslana er ekki treyst fyrir þessu en síðan geturðu labbað inn í Staðarskála eða 10-11, skíðaskála eða golfskála, og þar er önnur hugsun og öllum treyst. Þessu er skipt upp í ákveðnar fylkingar og sumt af þessu er á mjög gráu svæði.“ Hann segir að Hagkaup hafi ekki látið á það reyna að sækja um vínveitingaleyfi og hann sé alveg hættur að skilja hvaða kröfur verslanir þurfi að uppfylla til að fá leyfi sem þetta. „Þú getur til dæmis hoppað inn á Olís í Borgarnesi og fengið þér hamborgara og kaldan bjór. Maður skilur stundum ekki alveg hvernig þetta fúnkerar en menn geta kannski sagt að þetta sé veitingastaður og haft tilskilin leyfi. Þetta er samt bara komið í opna kæla fyrir framan alla og á svona stórum stöðum eins og Staðarskála er maður aðeins hættur að skilja þetta,“ segir Sigurður. „Er einhver rosaleg veitingasala þar annað en að hita samloku í örbylgjuofni?“ Hann segir óskiljanlegt að verslanir eins og Staðarskáli og 10-11 í Leifsstöð fái vínveitingaleyfi en ekki Hagkaup eða aðrar slíkar verslanir, sem sinni viðlíka þjónustu. Til skýringar er Staðarskáli með sama veitingaleyfi og 10-11 í Leifsstöð, veitingaleyfi í flokki II fyrir veitingaskála og greiðasölur. Áfengissalan þar er þó bundin við ákveðna tíma dags, frá klukkan 8 á morgnanna til 23:30 á virkum dögum, annað en hjá 10-11 í Leifsstöð þar sem hún er leyfileg allan sólarhringinn. „Það ætti í raun og veru ekki að vera. Er einhver rosaleg veitingasala þar annað en að hita samloku í örbylgjuofni? Þar eru yfirvöld í raun að túlka það að það að vera með grill eða samlokugrill virðist duga til að fá stimpilinn veitingastaður eða veitingahús og þar með fá þeir áfengisleyfi. Það hlýtur að vera túlkun hins opinbera,“ segir Sigurður. „Sem myndi segja manni að ef við setjum upp örbylgjuofn eða samlokugril að þá getum við sótt um vínveitingaleyfi? Það er spurning sem maður má alveg spyrja sig en við erum ekki komin á þann stað ennþá. Við ætlum ekki að fara inn á gráa svæðið eins og staðan er í dag.“
Áfengi og tóbak Verslun Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Segir vínveitingaleyfi 10-11 til marks um úrelta áfengislöggjöf Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir þá staðreynd að verslun 10-11 í Leifsstöð sé með vínveitingaleyfi draga það fram hversu gölluð og úrelt áfengislöggjöfin sé. Hann segir málið ekki endilega snúast um áfengi, heldur frelsi til að selja vöru og þjónustu sem almenningur kalli eftir. 28. apríl 2022 11:32 Verslun 10-11 í Leifsstöð selur bjór í flöskum Verslun 10-11 í komusalnum í Leifsstöð hefur fengið áfengissöluleyfi. Verslunin selur belgíska bjórinn Stella Artois en þó aðeins með 4,6 prósenta vínstyrk en ekki 5 prósenta eins og í vínbúðum landsins. 27. apríl 2022 15:23 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Segir vínveitingaleyfi 10-11 til marks um úrelta áfengislöggjöf Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi segir þá staðreynd að verslun 10-11 í Leifsstöð sé með vínveitingaleyfi draga það fram hversu gölluð og úrelt áfengislöggjöfin sé. Hann segir málið ekki endilega snúast um áfengi, heldur frelsi til að selja vöru og þjónustu sem almenningur kalli eftir. 28. apríl 2022 11:32
Verslun 10-11 í Leifsstöð selur bjór í flöskum Verslun 10-11 í komusalnum í Leifsstöð hefur fengið áfengissöluleyfi. Verslunin selur belgíska bjórinn Stella Artois en þó aðeins með 4,6 prósenta vínstyrk en ekki 5 prósenta eins og í vínbúðum landsins. 27. apríl 2022 15:23