Veislan hefst í kvöld en Valur og Fram bíða eftir að vita nöfn mótherjanna Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2022 15:01 Rut Jónsdóttir og Britney Cots verða á ferðinni í kvöld, önnur á Akureyri en hin í Vestmannaeyjum. vísir/hulda margrét Úrslitakeppnin í Olís-deild kvenna í handbolta hefst í kvöld, á sitt hvorum enda landsins. Á Akureyri taka Íslandsmeistarar KA/Þórs á móti Haukum en í Vestmannaeyjum mætast ÍBV og Stjarnan. Sex efstu liðin í Olís-deildinni komust áfram í úrslitakeppnina og það þýðir að tvö efstu liðin, deildarmeistarar Fram og bikarmeistarar Vals, sitja hjá. Leikir kvöldsins: 18.00 KA/Þór – Haukar (Stöð 2 Sport 4) 19.40 ÍBV – Stjarnan (Stöð 2 Sport 4) 21.10 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport 4) Vinna þarf tvo leiki til að komast áfram í undanúrslitin. Stjarnan og ÍBV munu því mætast á laugardaginn í Garðabæ og Haukar mæta KA/Þór á sunnudaginn í Hafnarfirði. Komi til oddaleikja fara þeir fram næsta þriðjudagskvöld á sömu stöðum og í kvöld en ljóst er að búast má við hörkueinvígum. Klippa: Veislan að hefjast í Olís-deild kvenna Í undanúrslitunum leikur Fram gegn sigurliðinu úr einvígi ÍBV og Stjörnunnar en Valur mætir KA/Þór eða Haukum. ÍBV með tak á Stjörnunni í vetur Eyjakonur unnu báða leiki sína gegn Stjörnunni í vetur, allörugglega, eða 33-24 í Garðabæ og 29-24 í Eyjum. Haukar og KA/Þór skiptust hins vegar á að vinna örugga heimasigra í sínum innbyrðis leikjum í vetur. Sara Odden skoraði átta mörk í 34-27 sigri Hauka á Ásvöllum en KA/Þór vann 34-26 á heimavelli þar sem Rakel Sara Elvarsdóttir var markahæst með átta mörk. Þrettán úr landsliðinu sem lék um EM-sætið Undanúrslitin hefjast föstudaginn 6. maí svo leikmenn Vals og Fram munu þá hafa beðið í rúmar þrjár vikur frá síðasta leik sínum, í lokaumferð Olís-deildarinnar 14. apríl. Sjö þeirra, fjórar úr Fram og þrjár úr Val, voru þó í landsliðshópnum sem mætti Svíþjóð og Serbíu í undankeppni EM í síðustu viku. Þar voru einnig þrír leikmenn úr KA/Þór, tveir leikmenn úr ÍBV og einn úr Stjörnunni, auk þess sem Margrét Einarsdóttir úr Haukum var kölluð til fyrir leikinn við Serbíu en var þó utan hóps. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Haukar ÍBV Stjarnan Tengdar fréttir Eyjamenn tilkynntu um nýjan samning við Hönnu kvöldið fyrir úrslitakeppni Úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta hefst í dag með tveimur leikjum í fyrstu umferð. Eyjakonur taka þá á móti Stjörnunni en ÍBV kom með góðar fréttir kvöldið fyrir leikinn. 28. apríl 2022 10:31 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Sex efstu liðin í Olís-deildinni komust áfram í úrslitakeppnina og það þýðir að tvö efstu liðin, deildarmeistarar Fram og bikarmeistarar Vals, sitja hjá. Leikir kvöldsins: 18.00 KA/Þór – Haukar (Stöð 2 Sport 4) 19.40 ÍBV – Stjarnan (Stöð 2 Sport 4) 21.10 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport 4) Vinna þarf tvo leiki til að komast áfram í undanúrslitin. Stjarnan og ÍBV munu því mætast á laugardaginn í Garðabæ og Haukar mæta KA/Þór á sunnudaginn í Hafnarfirði. Komi til oddaleikja fara þeir fram næsta þriðjudagskvöld á sömu stöðum og í kvöld en ljóst er að búast má við hörkueinvígum. Klippa: Veislan að hefjast í Olís-deild kvenna Í undanúrslitunum leikur Fram gegn sigurliðinu úr einvígi ÍBV og Stjörnunnar en Valur mætir KA/Þór eða Haukum. ÍBV með tak á Stjörnunni í vetur Eyjakonur unnu báða leiki sína gegn Stjörnunni í vetur, allörugglega, eða 33-24 í Garðabæ og 29-24 í Eyjum. Haukar og KA/Þór skiptust hins vegar á að vinna örugga heimasigra í sínum innbyrðis leikjum í vetur. Sara Odden skoraði átta mörk í 34-27 sigri Hauka á Ásvöllum en KA/Þór vann 34-26 á heimavelli þar sem Rakel Sara Elvarsdóttir var markahæst með átta mörk. Þrettán úr landsliðinu sem lék um EM-sætið Undanúrslitin hefjast föstudaginn 6. maí svo leikmenn Vals og Fram munu þá hafa beðið í rúmar þrjár vikur frá síðasta leik sínum, í lokaumferð Olís-deildarinnar 14. apríl. Sjö þeirra, fjórar úr Fram og þrjár úr Val, voru þó í landsliðshópnum sem mætti Svíþjóð og Serbíu í undankeppni EM í síðustu viku. Þar voru einnig þrír leikmenn úr KA/Þór, tveir leikmenn úr ÍBV og einn úr Stjörnunni, auk þess sem Margrét Einarsdóttir úr Haukum var kölluð til fyrir leikinn við Serbíu en var þó utan hóps. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Leikir kvöldsins: 18.00 KA/Þór – Haukar (Stöð 2 Sport 4) 19.40 ÍBV – Stjarnan (Stöð 2 Sport 4) 21.10 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport 4)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Haukar ÍBV Stjarnan Tengdar fréttir Eyjamenn tilkynntu um nýjan samning við Hönnu kvöldið fyrir úrslitakeppni Úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta hefst í dag með tveimur leikjum í fyrstu umferð. Eyjakonur taka þá á móti Stjörnunni en ÍBV kom með góðar fréttir kvöldið fyrir leikinn. 28. apríl 2022 10:31 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Eyjamenn tilkynntu um nýjan samning við Hönnu kvöldið fyrir úrslitakeppni Úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta hefst í dag með tveimur leikjum í fyrstu umferð. Eyjakonur taka þá á móti Stjörnunni en ÍBV kom með góðar fréttir kvöldið fyrir leikinn. 28. apríl 2022 10:31