Flýgur frá ástarpungunum á Akureyri í leiki með Eyjamönnum Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2022 08:01 Fannar Þór Friðgeirsson þarf að rífa sig upp um miðjar nætur til að sinna rekstri Bakarísins við brúna á Akureyri. Það kemur ekki í veg fyrir að hann spili með ÍBV. Er hægt að baka brauð og snúða á nóttunni á Akureyri og spila svo handbolta daginn eftir með ÍBV í Vestmannaeyjum? Það er nokkurn veginn það sem Fannar Þór Friðgeirsson gerir nú þegar úrslitakeppnin í Olís-deildinni nálgast suðupunkt. Eyjamenn enduðu í 3. sæti Olís-deildarinnar í vor en höfðu ítrekað bakað sér vandræði með vörn sinni og markvörslu. Raunar fékk ekkert lið í deildinni á sig eins mörg mörk á tímabilinu. Þjálfarinn Erlingur Richardsson greip því tækifærið þegar það gafst óvænt í lok mars, til að fá jafnöflugan leikmann og Fannar aftur í sitt lið. Gallinn var sá að Fannar hafði reyndar ekki snert handbolta í tæpt ár, var fluttur frá Vestmannaeyjum til Akureyrar og tekinn við rekstri Bakarísins við brúna ásamt Katrínu Andrésdóttur konu sinni. Vissi af gömlu skónum í Eyjum En Fannar var til í tuskið: „Við vorum búin að stefna lengi að því að taka frí og fara í heimsókn til Eyja, og komum þarna rétt fyrir leik við Hauka [27. mars]. Ég var ekkert að hugsa um þetta þá eða búinn að ræða nokkurn skapaðan hlut við ÍBV. Ég vissi þó að ég ætti gamla skó þarna uppi í hillu í húsinu, og hugsaði með mér að það væri gaman að kíkja á eina æfingu, aðallega til að fá að hanga með strákunum inni í klefa eftir æfinguna. Það gekk svona vel að Erlingur þjálfari spurði hvort ég gæti ekki mætt líka á æfingu daginn eftir,“ segir Fannar, sem er fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður í Þýskalandi. Hlutirnir þróuðust svo þannig að Fannar samþykkti á endanum að vera í leikmannahópnum gegn Haukum þessa sömu helgi, og í kjölfarið var hann svo fenginn til að vera með ÍBV í síðustu leikjum deildarkeppninnar og í úrslitakeppninni sem nú stendur yfir. Fannar Þór Friðgeirsson hafði leikið með ÍBV í þrjú ár áður en hann lagði skóna á hilluna síðasta sumar. Nú er hann mættur aftur í slaginn.vísir/vilhelm Hafði varla horft á handbolta í vetur Fannar flýgur því frá Akureyri í leiki með Eyjaliðinu en tekur aftur á móti nánast engan þátt í æfingum liðsins: „Ég sagði þeim að ég gæti verið með eins og tíminn leyfði,“ segir Fannar sem hoppaði til að mynda beint inn í byrjunarliðið fyrir fyrsta leik ÍBV í úrslitakeppninni í síðustu viku, án þess að ná æfingu fyrir leikinn. ÍBV bakaði þá Stjörnuna, 36-27, og fylgdi því svo eftir með 25-22 útisigri sem kom liðinu áfram í undanúrslitin. „Það kom mér ótrúlega á óvart sjálfum hvað þetta hefur gengið vel. Ég hafði í raun ekkert æft, ekki einu sinni í World Class, og eiginlega ekki einu sinni horft á handbolta í vetur,“ segir Fannar sem vissi þó auðvitað vel að hverju hann gengi hjá ÍBV: „Já, já. Þessi þrjú ár sem maður var í Vestmannaeyjum spilaði maður meira og minna allan tímann. Maður hefur ekki gleymt neinu. Vinnureglurnar eru ekkert breyttar og maður labbaði því eiginlega beint inn í hlutina. Í vörninni er líka ekkert möst að æfa hlutina mikið. Þetta er bara vinna – spurning um að nenna þessu,“ segir Fannar. „Kári var svolítið pirraður út í mig“ Segja má að hann sé mættur „beint í eftirréttinn“, sjálfa úrslitakeppnina án þess að hafa tekið þátt í streði undirbúningstímabilsins og vetursins. Liðsfélagarnir voru mishrifnir af því: „Kári Kristján [Kristjánsson] var svolítið pirraður út í mig. Að vera búinn að vera í ellefu mánaða pásu, ekkert að æfa heldur bara í bakaríinu, í ástarpungum og kaffibolla alla daga, og mæta svo bara beint í það skemmtilegasta. Engir þrekhringir, útihlaup og eitthvað vesen,“ segir Fannar léttur. Fannar Þór Friðgeirsson hefur unnið alla titla sem eru í boði á Íslandi, meðal annars bikarmeistaratitil með ÍBV.vísir/bára Auðveldara að segja nei við KA Þar sem að Fannar er búsettur á Akureyri hefði kannski legið beinast við að hann spilaði frekar með KA vildi hann halda áfram í handbolta, en það stóð einfaldlega ekki til: „KA-menn voru mjög áhugasamir og höfðu oft samband, sérstaklega Sverre [Jakobsson] og Heimir [Örn Árnason]. Ég spilaði með Sverre úti í Þýskalandi og Heimi í Val þegar ég var ungur, og strákarnir okkar Heimis eru meira að segja saman í bekk. En ég gaf þeim afgerandi svar í janúar því ég var bara alveg hættur í handbolta. Ég hef engan tíma í þetta. Það var kannski auðveldara að segja nei við KA því ég hef enga tengingu við KA og var bara hættur. Ekkert vesen. En þegar vinirnir í Vestmannaeyjum biðja fallega og eru tilbúnir að leggja ýmislegt á sig til að fá mann í leiki, búsettan eins mikið hinu megin á landinu og hægt er, þá þykir manni mjög vænt um það og er stoltur af því,“ segir Fannar. Hann hefði gjarnan viljað mæta KA í undanúrslitunum, ekki síst til að geta fengið far í leiki, en mætir þess í stað Haukum og reiknar með að mæta áfram beint í leiki án þess að ná æfingum. ÍBV byrjar undanúrslitin á leik við Hauka í Hafnarfirði á sunnudaginn og í ljósi sögunnar má búast við að heitt verði í kolunum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla ÍBV Akureyri Vestmannaeyjar Bakarí Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Eyjamenn enduðu í 3. sæti Olís-deildarinnar í vor en höfðu ítrekað bakað sér vandræði með vörn sinni og markvörslu. Raunar fékk ekkert lið í deildinni á sig eins mörg mörk á tímabilinu. Þjálfarinn Erlingur Richardsson greip því tækifærið þegar það gafst óvænt í lok mars, til að fá jafnöflugan leikmann og Fannar aftur í sitt lið. Gallinn var sá að Fannar hafði reyndar ekki snert handbolta í tæpt ár, var fluttur frá Vestmannaeyjum til Akureyrar og tekinn við rekstri Bakarísins við brúna ásamt Katrínu Andrésdóttur konu sinni. Vissi af gömlu skónum í Eyjum En Fannar var til í tuskið: „Við vorum búin að stefna lengi að því að taka frí og fara í heimsókn til Eyja, og komum þarna rétt fyrir leik við Hauka [27. mars]. Ég var ekkert að hugsa um þetta þá eða búinn að ræða nokkurn skapaðan hlut við ÍBV. Ég vissi þó að ég ætti gamla skó þarna uppi í hillu í húsinu, og hugsaði með mér að það væri gaman að kíkja á eina æfingu, aðallega til að fá að hanga með strákunum inni í klefa eftir æfinguna. Það gekk svona vel að Erlingur þjálfari spurði hvort ég gæti ekki mætt líka á æfingu daginn eftir,“ segir Fannar, sem er fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður í Þýskalandi. Hlutirnir þróuðust svo þannig að Fannar samþykkti á endanum að vera í leikmannahópnum gegn Haukum þessa sömu helgi, og í kjölfarið var hann svo fenginn til að vera með ÍBV í síðustu leikjum deildarkeppninnar og í úrslitakeppninni sem nú stendur yfir. Fannar Þór Friðgeirsson hafði leikið með ÍBV í þrjú ár áður en hann lagði skóna á hilluna síðasta sumar. Nú er hann mættur aftur í slaginn.vísir/vilhelm Hafði varla horft á handbolta í vetur Fannar flýgur því frá Akureyri í leiki með Eyjaliðinu en tekur aftur á móti nánast engan þátt í æfingum liðsins: „Ég sagði þeim að ég gæti verið með eins og tíminn leyfði,“ segir Fannar sem hoppaði til að mynda beint inn í byrjunarliðið fyrir fyrsta leik ÍBV í úrslitakeppninni í síðustu viku, án þess að ná æfingu fyrir leikinn. ÍBV bakaði þá Stjörnuna, 36-27, og fylgdi því svo eftir með 25-22 útisigri sem kom liðinu áfram í undanúrslitin. „Það kom mér ótrúlega á óvart sjálfum hvað þetta hefur gengið vel. Ég hafði í raun ekkert æft, ekki einu sinni í World Class, og eiginlega ekki einu sinni horft á handbolta í vetur,“ segir Fannar sem vissi þó auðvitað vel að hverju hann gengi hjá ÍBV: „Já, já. Þessi þrjú ár sem maður var í Vestmannaeyjum spilaði maður meira og minna allan tímann. Maður hefur ekki gleymt neinu. Vinnureglurnar eru ekkert breyttar og maður labbaði því eiginlega beint inn í hlutina. Í vörninni er líka ekkert möst að æfa hlutina mikið. Þetta er bara vinna – spurning um að nenna þessu,“ segir Fannar. „Kári var svolítið pirraður út í mig“ Segja má að hann sé mættur „beint í eftirréttinn“, sjálfa úrslitakeppnina án þess að hafa tekið þátt í streði undirbúningstímabilsins og vetursins. Liðsfélagarnir voru mishrifnir af því: „Kári Kristján [Kristjánsson] var svolítið pirraður út í mig. Að vera búinn að vera í ellefu mánaða pásu, ekkert að æfa heldur bara í bakaríinu, í ástarpungum og kaffibolla alla daga, og mæta svo bara beint í það skemmtilegasta. Engir þrekhringir, útihlaup og eitthvað vesen,“ segir Fannar léttur. Fannar Þór Friðgeirsson hefur unnið alla titla sem eru í boði á Íslandi, meðal annars bikarmeistaratitil með ÍBV.vísir/bára Auðveldara að segja nei við KA Þar sem að Fannar er búsettur á Akureyri hefði kannski legið beinast við að hann spilaði frekar með KA vildi hann halda áfram í handbolta, en það stóð einfaldlega ekki til: „KA-menn voru mjög áhugasamir og höfðu oft samband, sérstaklega Sverre [Jakobsson] og Heimir [Örn Árnason]. Ég spilaði með Sverre úti í Þýskalandi og Heimi í Val þegar ég var ungur, og strákarnir okkar Heimis eru meira að segja saman í bekk. En ég gaf þeim afgerandi svar í janúar því ég var bara alveg hættur í handbolta. Ég hef engan tíma í þetta. Það var kannski auðveldara að segja nei við KA því ég hef enga tengingu við KA og var bara hættur. Ekkert vesen. En þegar vinirnir í Vestmannaeyjum biðja fallega og eru tilbúnir að leggja ýmislegt á sig til að fá mann í leiki, búsettan eins mikið hinu megin á landinu og hægt er, þá þykir manni mjög vænt um það og er stoltur af því,“ segir Fannar. Hann hefði gjarnan viljað mæta KA í undanúrslitunum, ekki síst til að geta fengið far í leiki, en mætir þess í stað Haukum og reiknar með að mæta áfram beint í leiki án þess að ná æfingum. ÍBV byrjar undanúrslitin á leik við Hauka í Hafnarfirði á sunnudaginn og í ljósi sögunnar má búast við að heitt verði í kolunum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla ÍBV Akureyri Vestmannaeyjar Bakarí Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti