Að lágmarki fjórir Íslendingar á vellinum hverju sinni í körfuboltanum næsta vetur Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2022 11:35 Nýjar reglur setja skorður á fjölda erlendra leikmanna í Subway-deildunum frá og með næstu leiktíð. vísir/bára Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur, í samræmi við óskir félaganna í Subway-deildunum, samþykkt nýjar reglur um hlutgengi erlendra leikmanna. Reglurnar taka gildi fyrir næstu leiktíð. Karfan.is greindi frá þessu og Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti þetta við Vísi í dag. Nýju regluna mætti kalla 3+2 reglu en samkvæmt henni skulu að minnsta kosti tveir íslenskir leikmenn vera inni á vellinum í hvoru liði, hverju sinni. Einn leikmaður frá landi utan ESB má vera inni á vellinum hverju sinni en allt að þrír leikmenn frá löndum innan ESB. Þó geta eins og fyrr segir ekki verið fleiri en þrír erlendir leikmenn inni á vellinum, í hvoru liði, hverju sinni. Þá mun áfram gilda sú regla að leikmenn sem búið hafa á landinu í þrjú ár geta áfram talist sem íslenskir leikmenn. Sömu reglur munu gilda í bikarkeppni KKÍ. Stjórn KKÍ samþykkti nýju reglurnar á fundi sínum í gær og eru þær í samræmi við ósk mikils meirihluta félaganna í Subway-deildunum. Stjórnin hafði skipað þriggja manna vinnunefnd í febrúar til að fara yfir þessi mál og 23. mars fékk sú nefnd í hendurnar tillögu frá ellefu af fjórtán liðum sem eiga fulltrúa í Subway-deildunum í vetur. Árið 2018 var numin úr gildi 4+1 reglan sem verið hafði á Íslandi, þar sem liðum var aðeins heimilt að nota einn erlendan leikmann hverju sinni, en reglan var talin brot á EES-samningnum. Hannes segir hins vegar ekkert að óttast varðandi það hvort að eins fari varðandi nýju reglurnar: „Ég óttast það á engan hátt. Þetta eru reglur sem eru sambærilegar reglum á hinum Norðurlöndunum. Þau eru öll með svona reglur og það getur ekki verið að það sé ólöglegt á Íslandi. Við höfum haft þetta mjög opið síðustu árin en flest lönd í Evrópu hafa sett sér strangar reglur,“ sagði Hannes. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
Karfan.is greindi frá þessu og Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, staðfesti þetta við Vísi í dag. Nýju regluna mætti kalla 3+2 reglu en samkvæmt henni skulu að minnsta kosti tveir íslenskir leikmenn vera inni á vellinum í hvoru liði, hverju sinni. Einn leikmaður frá landi utan ESB má vera inni á vellinum hverju sinni en allt að þrír leikmenn frá löndum innan ESB. Þó geta eins og fyrr segir ekki verið fleiri en þrír erlendir leikmenn inni á vellinum, í hvoru liði, hverju sinni. Þá mun áfram gilda sú regla að leikmenn sem búið hafa á landinu í þrjú ár geta áfram talist sem íslenskir leikmenn. Sömu reglur munu gilda í bikarkeppni KKÍ. Stjórn KKÍ samþykkti nýju reglurnar á fundi sínum í gær og eru þær í samræmi við ósk mikils meirihluta félaganna í Subway-deildunum. Stjórnin hafði skipað þriggja manna vinnunefnd í febrúar til að fara yfir þessi mál og 23. mars fékk sú nefnd í hendurnar tillögu frá ellefu af fjórtán liðum sem eiga fulltrúa í Subway-deildunum í vetur. Árið 2018 var numin úr gildi 4+1 reglan sem verið hafði á Íslandi, þar sem liðum var aðeins heimilt að nota einn erlendan leikmann hverju sinni, en reglan var talin brot á EES-samningnum. Hannes segir hins vegar ekkert að óttast varðandi það hvort að eins fari varðandi nýju reglurnar: „Ég óttast það á engan hátt. Þetta eru reglur sem eru sambærilegar reglum á hinum Norðurlöndunum. Þau eru öll með svona reglur og það getur ekki verið að það sé ólöglegt á Íslandi. Við höfum haft þetta mjög opið síðustu árin en flest lönd í Evrópu hafa sett sér strangar reglur,“ sagði Hannes. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild kvenna Subway-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira