Þörf á endurskoðun laga um klám og vændi í þágu þolenda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. apríl 2022 20:00 Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir slæmt að vera með löggjöf sem ekki sé tekin alvarlega og telur að endurskoða þurfi klámbann í lögum. vísir/Vilhelm Íslensk löggjöf um klám og vændi þjónar ekki tilgangi sínum að mati þingmanns Pírata sem telur þörf á heildarendurskoðun. Hún telur klámbann byggt á úreltum siðferðislegum viðhorfum og að til greina geti komið að afglæpavæða vændi. Á Íslandi varðar birting, dreifing og sala á klámi sektum eða allt að sex mánaða fangelsi. Þrátt fyrir það hefur framleiðsla á íslensku klámi stóraukist fyrir opnum tjöldum með tilkomu Onlyfans. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur ekkert hefur verið aðhafst vegna þess þar sem málið er ekki í forgangi. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir það til marks um hversu úrelt klámbannið er. „Það er ekki gott að vera með löggjöf sem við erum ekki að beita. Vegna þess að við viljum að öll löggjöf sé tekin alvarlega.“ Hún telur ákvæðið byggð á siðgæðissjónarmiðum sem eigi að endurskoða í þágu þess að vernda jaðarsett fólk og þá sem eru útsettir fyrir ofbeldi. Í Kompás sögðu framleiðendur klámefnis fólk hika við að leita til lögreglu vegna mála sem tengjast starfseminni. „Það skiptir máli að fólk upplifi ekki hömlur gegn því að það geti leitað sér aðstoðar eða réttinda. Það er mjög alvarlegt ef fólk finnur sig í þeirri stöðu út af ákvæðum sem eru byggð á viðhorfum sem eiga ekki lengur við,“ segir Arndís. Í Kompás var einnig rætt við meðlimi Rauðu regnhlífarinnar sem berjast fyrir afglæpavæðinu á vændi með vísan til sjónarmiða um skaðaminnkun. Logn og Renata Sara Arnórsdóttir eru í Rauðu regnhlífinni sem berjast fyrir réttindum þeirra sem eru sögð stunda kynlífsvinnu.vísir/Vilhelm Arndís telur löggjöfina hafa þróast í rétta átt með sænsku leiðinni - þar sem litið sé á lögin sem tæki til að vernda fólk gegn ofbeldi. „En það er alveg ljóst að þau eru ekki að þjóna þeim tilgangi eins og þau gætu gert. Við sjáum það að löggjöfin eins og hún er í dag, eins og hefur komið fram í umræðunni, meðal annars af hálfu Rauðu regnhlífarinnar, að þá hefur hún gjarnan þau áhrif að setja fólk í hættu, jaðarsetja það, fólk upplifir útskúfun og er hrætt við að leita sér aðstoðar og það er bara hræðilegt.“ Hún telur koma til greina að afglæpavæða vændi tryggi það fremur öryggi fólks og kallar eftir heildarendurskoðun hegningarlaga frá sjónarhóli þolenda. Og ætti þetta að vera hluti af því? „Svo sannarlega.“ Kompás Klám Vændi Alþingi Píratar Tengdar fréttir Vilja selja löglegt kynlíf og ganga í stéttarfélag Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð hér á landi hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Á sama tíma eru dæmi um að framleiðendur efnisins leiti til Stígamóta sem flokka klámið ásamt vændi sem kynferðisofbeldi. 26. apríl 2022 07:17 Fólk í kynlífsvinnu vill sömu réttindi og annað vinnandi fólk Fólk sem selur kynlífsþjónustu á Íslandi segir löggjöfina úrelda og krefst sömu réttinda og annað vinnandi fólk. Stígamót hafa áhyggjur af því að mörkin á milli kláms og vændis hafi afmáðst með nýjum miðlum á borð við Onlyfans og kalla eftir harðari refsistefnu í vændiskaupamálum. 25. apríl 2022 18:39 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira
Á Íslandi varðar birting, dreifing og sala á klámi sektum eða allt að sex mánaða fangelsi. Þrátt fyrir það hefur framleiðsla á íslensku klámi stóraukist fyrir opnum tjöldum með tilkomu Onlyfans. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur ekkert hefur verið aðhafst vegna þess þar sem málið er ekki í forgangi. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir það til marks um hversu úrelt klámbannið er. „Það er ekki gott að vera með löggjöf sem við erum ekki að beita. Vegna þess að við viljum að öll löggjöf sé tekin alvarlega.“ Hún telur ákvæðið byggð á siðgæðissjónarmiðum sem eigi að endurskoða í þágu þess að vernda jaðarsett fólk og þá sem eru útsettir fyrir ofbeldi. Í Kompás sögðu framleiðendur klámefnis fólk hika við að leita til lögreglu vegna mála sem tengjast starfseminni. „Það skiptir máli að fólk upplifi ekki hömlur gegn því að það geti leitað sér aðstoðar eða réttinda. Það er mjög alvarlegt ef fólk finnur sig í þeirri stöðu út af ákvæðum sem eru byggð á viðhorfum sem eiga ekki lengur við,“ segir Arndís. Í Kompás var einnig rætt við meðlimi Rauðu regnhlífarinnar sem berjast fyrir afglæpavæðinu á vændi með vísan til sjónarmiða um skaðaminnkun. Logn og Renata Sara Arnórsdóttir eru í Rauðu regnhlífinni sem berjast fyrir réttindum þeirra sem eru sögð stunda kynlífsvinnu.vísir/Vilhelm Arndís telur löggjöfina hafa þróast í rétta átt með sænsku leiðinni - þar sem litið sé á lögin sem tæki til að vernda fólk gegn ofbeldi. „En það er alveg ljóst að þau eru ekki að þjóna þeim tilgangi eins og þau gætu gert. Við sjáum það að löggjöfin eins og hún er í dag, eins og hefur komið fram í umræðunni, meðal annars af hálfu Rauðu regnhlífarinnar, að þá hefur hún gjarnan þau áhrif að setja fólk í hættu, jaðarsetja það, fólk upplifir útskúfun og er hrætt við að leita sér aðstoðar og það er bara hræðilegt.“ Hún telur koma til greina að afglæpavæða vændi tryggi það fremur öryggi fólks og kallar eftir heildarendurskoðun hegningarlaga frá sjónarhóli þolenda. Og ætti þetta að vera hluti af því? „Svo sannarlega.“
Kompás Klám Vændi Alþingi Píratar Tengdar fréttir Vilja selja löglegt kynlíf og ganga í stéttarfélag Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð hér á landi hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Á sama tíma eru dæmi um að framleiðendur efnisins leiti til Stígamóta sem flokka klámið ásamt vændi sem kynferðisofbeldi. 26. apríl 2022 07:17 Fólk í kynlífsvinnu vill sömu réttindi og annað vinnandi fólk Fólk sem selur kynlífsþjónustu á Íslandi segir löggjöfina úrelda og krefst sömu réttinda og annað vinnandi fólk. Stígamót hafa áhyggjur af því að mörkin á milli kláms og vændis hafi afmáðst með nýjum miðlum á borð við Onlyfans og kalla eftir harðari refsistefnu í vændiskaupamálum. 25. apríl 2022 18:39 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira
Vilja selja löglegt kynlíf og ganga í stéttarfélag Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð hér á landi hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Á sama tíma eru dæmi um að framleiðendur efnisins leiti til Stígamóta sem flokka klámið ásamt vændi sem kynferðisofbeldi. 26. apríl 2022 07:17
Fólk í kynlífsvinnu vill sömu réttindi og annað vinnandi fólk Fólk sem selur kynlífsþjónustu á Íslandi segir löggjöfina úrelda og krefst sömu réttinda og annað vinnandi fólk. Stígamót hafa áhyggjur af því að mörkin á milli kláms og vændis hafi afmáðst með nýjum miðlum á borð við Onlyfans og kalla eftir harðari refsistefnu í vændiskaupamálum. 25. apríl 2022 18:39