Þörf á endurskoðun laga um klám og vændi í þágu þolenda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. apríl 2022 20:00 Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir slæmt að vera með löggjöf sem ekki sé tekin alvarlega og telur að endurskoða þurfi klámbann í lögum. vísir/Vilhelm Íslensk löggjöf um klám og vændi þjónar ekki tilgangi sínum að mati þingmanns Pírata sem telur þörf á heildarendurskoðun. Hún telur klámbann byggt á úreltum siðferðislegum viðhorfum og að til greina geti komið að afglæpavæða vændi. Á Íslandi varðar birting, dreifing og sala á klámi sektum eða allt að sex mánaða fangelsi. Þrátt fyrir það hefur framleiðsla á íslensku klámi stóraukist fyrir opnum tjöldum með tilkomu Onlyfans. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur ekkert hefur verið aðhafst vegna þess þar sem málið er ekki í forgangi. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir það til marks um hversu úrelt klámbannið er. „Það er ekki gott að vera með löggjöf sem við erum ekki að beita. Vegna þess að við viljum að öll löggjöf sé tekin alvarlega.“ Hún telur ákvæðið byggð á siðgæðissjónarmiðum sem eigi að endurskoða í þágu þess að vernda jaðarsett fólk og þá sem eru útsettir fyrir ofbeldi. Í Kompás sögðu framleiðendur klámefnis fólk hika við að leita til lögreglu vegna mála sem tengjast starfseminni. „Það skiptir máli að fólk upplifi ekki hömlur gegn því að það geti leitað sér aðstoðar eða réttinda. Það er mjög alvarlegt ef fólk finnur sig í þeirri stöðu út af ákvæðum sem eru byggð á viðhorfum sem eiga ekki lengur við,“ segir Arndís. Í Kompás var einnig rætt við meðlimi Rauðu regnhlífarinnar sem berjast fyrir afglæpavæðinu á vændi með vísan til sjónarmiða um skaðaminnkun. Logn og Renata Sara Arnórsdóttir eru í Rauðu regnhlífinni sem berjast fyrir réttindum þeirra sem eru sögð stunda kynlífsvinnu.vísir/Vilhelm Arndís telur löggjöfina hafa þróast í rétta átt með sænsku leiðinni - þar sem litið sé á lögin sem tæki til að vernda fólk gegn ofbeldi. „En það er alveg ljóst að þau eru ekki að þjóna þeim tilgangi eins og þau gætu gert. Við sjáum það að löggjöfin eins og hún er í dag, eins og hefur komið fram í umræðunni, meðal annars af hálfu Rauðu regnhlífarinnar, að þá hefur hún gjarnan þau áhrif að setja fólk í hættu, jaðarsetja það, fólk upplifir útskúfun og er hrætt við að leita sér aðstoðar og það er bara hræðilegt.“ Hún telur koma til greina að afglæpavæða vændi tryggi það fremur öryggi fólks og kallar eftir heildarendurskoðun hegningarlaga frá sjónarhóli þolenda. Og ætti þetta að vera hluti af því? „Svo sannarlega.“ Kompás Klám Vændi Alþingi Píratar Tengdar fréttir Vilja selja löglegt kynlíf og ganga í stéttarfélag Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð hér á landi hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Á sama tíma eru dæmi um að framleiðendur efnisins leiti til Stígamóta sem flokka klámið ásamt vændi sem kynferðisofbeldi. 26. apríl 2022 07:17 Fólk í kynlífsvinnu vill sömu réttindi og annað vinnandi fólk Fólk sem selur kynlífsþjónustu á Íslandi segir löggjöfina úrelda og krefst sömu réttinda og annað vinnandi fólk. Stígamót hafa áhyggjur af því að mörkin á milli kláms og vændis hafi afmáðst með nýjum miðlum á borð við Onlyfans og kalla eftir harðari refsistefnu í vændiskaupamálum. 25. apríl 2022 18:39 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Á Íslandi varðar birting, dreifing og sala á klámi sektum eða allt að sex mánaða fangelsi. Þrátt fyrir það hefur framleiðsla á íslensku klámi stóraukist fyrir opnum tjöldum með tilkomu Onlyfans. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur ekkert hefur verið aðhafst vegna þess þar sem málið er ekki í forgangi. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir það til marks um hversu úrelt klámbannið er. „Það er ekki gott að vera með löggjöf sem við erum ekki að beita. Vegna þess að við viljum að öll löggjöf sé tekin alvarlega.“ Hún telur ákvæðið byggð á siðgæðissjónarmiðum sem eigi að endurskoða í þágu þess að vernda jaðarsett fólk og þá sem eru útsettir fyrir ofbeldi. Í Kompás sögðu framleiðendur klámefnis fólk hika við að leita til lögreglu vegna mála sem tengjast starfseminni. „Það skiptir máli að fólk upplifi ekki hömlur gegn því að það geti leitað sér aðstoðar eða réttinda. Það er mjög alvarlegt ef fólk finnur sig í þeirri stöðu út af ákvæðum sem eru byggð á viðhorfum sem eiga ekki lengur við,“ segir Arndís. Í Kompás var einnig rætt við meðlimi Rauðu regnhlífarinnar sem berjast fyrir afglæpavæðinu á vændi með vísan til sjónarmiða um skaðaminnkun. Logn og Renata Sara Arnórsdóttir eru í Rauðu regnhlífinni sem berjast fyrir réttindum þeirra sem eru sögð stunda kynlífsvinnu.vísir/Vilhelm Arndís telur löggjöfina hafa þróast í rétta átt með sænsku leiðinni - þar sem litið sé á lögin sem tæki til að vernda fólk gegn ofbeldi. „En það er alveg ljóst að þau eru ekki að þjóna þeim tilgangi eins og þau gætu gert. Við sjáum það að löggjöfin eins og hún er í dag, eins og hefur komið fram í umræðunni, meðal annars af hálfu Rauðu regnhlífarinnar, að þá hefur hún gjarnan þau áhrif að setja fólk í hættu, jaðarsetja það, fólk upplifir útskúfun og er hrætt við að leita sér aðstoðar og það er bara hræðilegt.“ Hún telur koma til greina að afglæpavæða vændi tryggi það fremur öryggi fólks og kallar eftir heildarendurskoðun hegningarlaga frá sjónarhóli þolenda. Og ætti þetta að vera hluti af því? „Svo sannarlega.“
Kompás Klám Vændi Alþingi Píratar Tengdar fréttir Vilja selja löglegt kynlíf og ganga í stéttarfélag Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð hér á landi hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Á sama tíma eru dæmi um að framleiðendur efnisins leiti til Stígamóta sem flokka klámið ásamt vændi sem kynferðisofbeldi. 26. apríl 2022 07:17 Fólk í kynlífsvinnu vill sömu réttindi og annað vinnandi fólk Fólk sem selur kynlífsþjónustu á Íslandi segir löggjöfina úrelda og krefst sömu réttinda og annað vinnandi fólk. Stígamót hafa áhyggjur af því að mörkin á milli kláms og vændis hafi afmáðst með nýjum miðlum á borð við Onlyfans og kalla eftir harðari refsistefnu í vændiskaupamálum. 25. apríl 2022 18:39 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Vilja selja löglegt kynlíf og ganga í stéttarfélag Þrátt fyrir að framleiðsla og dreifing á klámi sé bönnuð hér á landi hefur framboð á íslensku klámi stóraukist með tilkomu Onlyfans. Á sama tíma eru dæmi um að framleiðendur efnisins leiti til Stígamóta sem flokka klámið ásamt vændi sem kynferðisofbeldi. 26. apríl 2022 07:17
Fólk í kynlífsvinnu vill sömu réttindi og annað vinnandi fólk Fólk sem selur kynlífsþjónustu á Íslandi segir löggjöfina úrelda og krefst sömu réttinda og annað vinnandi fólk. Stígamót hafa áhyggjur af því að mörkin á milli kláms og vændis hafi afmáðst með nýjum miðlum á borð við Onlyfans og kalla eftir harðari refsistefnu í vændiskaupamálum. 25. apríl 2022 18:39