Ný samtök bera nafn íslenskrar baráttukonu: „Hún kjarnar allt það sem skaðaminnkun gengur út á“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. apríl 2022 17:46 Matthildur Jónsdóttir Kelley glímdi við þungan vímuefnavanda og heimilisleysi um árabil en náði bata og hefur verið brautryðjandi í skaðaminnkun allar götur síðan. Mynd/Aðsend Ný samtök um skaðaminnkun verða formlega stofnuð á morgun en samtökin heita í höfuðið á íslenskri baráttukonu sem hefur verið brautryðjandi í skaðaminnkun í áratugi. Sérfræðingur í skaðaminnkun og einn stofnaðili samtakanna segir mikilvægt að halda áfram þeirri vegferð og framþróun sem hefur verið í gangi undanfarin ár hér á landi. Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun, er einn stofnaðila samtakanna ásamt þeim Sigrúnu Jóhannsdóttur og Elínu Guðnýju Gunnarsdóttur en allar hafa þær víðtæka reynslu og þekkingu af skaðaminnkun og mannréttindum jaðarsetts fólks hér á landi. Markmiðið með stofnun samtakanna er fyrst og fremst að auka þekkingu og vinna að framgangi skaðaminnkandi inngripa og úrræða á Íslandi. Þá er tilgangurinn sömuleiðis að stuðla að samstarfi við skaðaminnkunarsamtök á Norðurlöndunum og á alþjóðavísu. „Okkur þremur fannst orðið tímabært að stofna skaðaminnkandi samtök á Íslandi sem eru einnig að standa vörð um mannréttindi fólks sem notar vímuefni og glímir við vímuefnavanda,“ segir Svala um stofnun samtakanna. Svala Jóhannesdóttir, Sigrúnu Jóhannsdóttir og Elín Guðný Gunnarsdóttir eru stofnaðilar samtakanna en allar hafa þær víðtæka reynslu og þekkingu af skaðaminnkun og mannréttindum jaðarsetts fólks hér á landi. Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður segir enn fremur mikilvægt að samfélagið standi vörð um mannréttindi einstaklinga sem nota vímuefni og glíma við heimilisleysi, staðreyndin sé sú að það hafi ekki verið gert í gegnum tíðina hér á landi. „Með stofnun samtakanna vonumst við til þess að geta greitt aðgang þessa hóps að upplýsingum um réttastöðu sína og þrýst á stjórnvöld að bregðast við,“ segir Sigrún. Tilvalið tækifæri til að heiðra ötula baráttukonu Samtökin heita í höfuðið á Matthildi Jónsdóttur Kelley en hún hefur í gegnum tíðina verið öflugur málsvari skaðaminnkunar. Hún er í dag 76 ára gömul en hún flutti frá Íslandi til Chicago um tvítugt og býr yfir persónulegri reynslu eftir að hafa glímt við þungan vímuefnavanda og heimilisleysi um árabil. Svala segir að þeim hafi lengi langað að heiðra Matthildi og fannst því tilvalið að nefna íslensk skaðaminnkunsamtök í höfuðið á henni, en hún hefur tileinkað lífi sínu skaðaminnkandi starfi frá því að hún náði bata. Matthildur starfaði í 35 ár í brautryðjandi vettvangsstarfi í Chicago og HIV forvörnum, aðallega með fólki sem notar vímuefni í æð. Hún hefur jafnframt séð um þjálfun á starfsfólki í öðrum vettvangsteymum og kennt skaðaminnkun í Indónesíu á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Okkur fannst saga Matthildar svo merkileg og það er mikilvægt að við munum eftir þessari íslensku konu, að við þekkjum söguna hennar og heiðrum allt það magnaða skaðaminnkunarstarf sem hún hefur gert síðastliðin 35 ár,“ segir Svala. „Matthildur er einstök og í rauninni kjarnar allt það sem skaðaminnkun gengur út á.“ Mikil framþróun á síðustu fimm árum Líkt og áður segir verða samtökin formlega stofnuð á morgun en auk þeirra Svölu, Sigrúnu og Elínu koma sex nemendur úr MPM náminu við Háskólann í Reykjavík að verkefninu. „Þau leituðu til mín vegna þess að þeim langaði mikið til að varpa ljósi á stöðu fólks sem glímir við heimilisleysi eða vímuefnavanda á Íslandi, í samvinnunni kom í ljós að það sem var mest aðkallandi væri að stofna skaðaminnkunarsamtök sem sinntu málsvarastarfi og koma í gang upplýsingaherferðum til almennings,“ segir Svala. Þannig geti átt sér stað umræða um hvað skaðaminnkun er, fara yfir staðreyndir og staðreyndarvillur, og tala um mikilvægi skaðaminnkunar og allt það jákvæða sem skaðaminnkun getur gert fyrir einstaklinga, heilbrigðiskerfið og allt samfélagið. „Ísland hefur verið í mikilli framþróun á síðustu fimm árum varðandi uppbyggingu á skaðaminnkandi í þjónustu í landinu, það er búið að opna formlegt neyslurými, innleiða skaðaminnkandi nálgun í fjölda úrræða hjá Reykjavíkurborg, fjölga nálaskiptiþjónustum og er vitund fólks og kerfisins orðin meiri, okkur langar til að halda þessar vegferð og framþróun áfram,“ segir Svala. Þau eru nú þegar með nokkur verkefni í bígerð sem munu ýta undir frekari framþróun. „Við erum til dæmis byrjaðar að vinna að gerð réttindaspjalda þar sem farið er yfir réttarstöðu fólks sem notar vímuefni á Íslandi og við erum einnig byrjuð að hanna skaðaminnkunarspjöld með leiðbeiningum og upplýsingum til að reyna lágmarka áhættu á ofskömmtun á vímuefnum,“ segir Svala. Fíkn Mannréttindi Tengdar fréttir Alvarlegt að ráðherra rugli saman hugtökum Sérfræðingur í skaðaminnkun telur alvarlegt að ráðherrar vilji eins og því er lýst halda áfram að refsa fólki fyrir neyslu eiturlyfja. Úrræðaleysi í málaflokknum eigi ekki að standa í vegi fyrir afglæpavæðingu. 27. mars 2022 13:51 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun, er einn stofnaðila samtakanna ásamt þeim Sigrúnu Jóhannsdóttur og Elínu Guðnýju Gunnarsdóttur en allar hafa þær víðtæka reynslu og þekkingu af skaðaminnkun og mannréttindum jaðarsetts fólks hér á landi. Markmiðið með stofnun samtakanna er fyrst og fremst að auka þekkingu og vinna að framgangi skaðaminnkandi inngripa og úrræða á Íslandi. Þá er tilgangurinn sömuleiðis að stuðla að samstarfi við skaðaminnkunarsamtök á Norðurlöndunum og á alþjóðavísu. „Okkur þremur fannst orðið tímabært að stofna skaðaminnkandi samtök á Íslandi sem eru einnig að standa vörð um mannréttindi fólks sem notar vímuefni og glímir við vímuefnavanda,“ segir Svala um stofnun samtakanna. Svala Jóhannesdóttir, Sigrúnu Jóhannsdóttir og Elín Guðný Gunnarsdóttir eru stofnaðilar samtakanna en allar hafa þær víðtæka reynslu og þekkingu af skaðaminnkun og mannréttindum jaðarsetts fólks hér á landi. Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður segir enn fremur mikilvægt að samfélagið standi vörð um mannréttindi einstaklinga sem nota vímuefni og glíma við heimilisleysi, staðreyndin sé sú að það hafi ekki verið gert í gegnum tíðina hér á landi. „Með stofnun samtakanna vonumst við til þess að geta greitt aðgang þessa hóps að upplýsingum um réttastöðu sína og þrýst á stjórnvöld að bregðast við,“ segir Sigrún. Tilvalið tækifæri til að heiðra ötula baráttukonu Samtökin heita í höfuðið á Matthildi Jónsdóttur Kelley en hún hefur í gegnum tíðina verið öflugur málsvari skaðaminnkunar. Hún er í dag 76 ára gömul en hún flutti frá Íslandi til Chicago um tvítugt og býr yfir persónulegri reynslu eftir að hafa glímt við þungan vímuefnavanda og heimilisleysi um árabil. Svala segir að þeim hafi lengi langað að heiðra Matthildi og fannst því tilvalið að nefna íslensk skaðaminnkunsamtök í höfuðið á henni, en hún hefur tileinkað lífi sínu skaðaminnkandi starfi frá því að hún náði bata. Matthildur starfaði í 35 ár í brautryðjandi vettvangsstarfi í Chicago og HIV forvörnum, aðallega með fólki sem notar vímuefni í æð. Hún hefur jafnframt séð um þjálfun á starfsfólki í öðrum vettvangsteymum og kennt skaðaminnkun í Indónesíu á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Okkur fannst saga Matthildar svo merkileg og það er mikilvægt að við munum eftir þessari íslensku konu, að við þekkjum söguna hennar og heiðrum allt það magnaða skaðaminnkunarstarf sem hún hefur gert síðastliðin 35 ár,“ segir Svala. „Matthildur er einstök og í rauninni kjarnar allt það sem skaðaminnkun gengur út á.“ Mikil framþróun á síðustu fimm árum Líkt og áður segir verða samtökin formlega stofnuð á morgun en auk þeirra Svölu, Sigrúnu og Elínu koma sex nemendur úr MPM náminu við Háskólann í Reykjavík að verkefninu. „Þau leituðu til mín vegna þess að þeim langaði mikið til að varpa ljósi á stöðu fólks sem glímir við heimilisleysi eða vímuefnavanda á Íslandi, í samvinnunni kom í ljós að það sem var mest aðkallandi væri að stofna skaðaminnkunarsamtök sem sinntu málsvarastarfi og koma í gang upplýsingaherferðum til almennings,“ segir Svala. Þannig geti átt sér stað umræða um hvað skaðaminnkun er, fara yfir staðreyndir og staðreyndarvillur, og tala um mikilvægi skaðaminnkunar og allt það jákvæða sem skaðaminnkun getur gert fyrir einstaklinga, heilbrigðiskerfið og allt samfélagið. „Ísland hefur verið í mikilli framþróun á síðustu fimm árum varðandi uppbyggingu á skaðaminnkandi í þjónustu í landinu, það er búið að opna formlegt neyslurými, innleiða skaðaminnkandi nálgun í fjölda úrræða hjá Reykjavíkurborg, fjölga nálaskiptiþjónustum og er vitund fólks og kerfisins orðin meiri, okkur langar til að halda þessar vegferð og framþróun áfram,“ segir Svala. Þau eru nú þegar með nokkur verkefni í bígerð sem munu ýta undir frekari framþróun. „Við erum til dæmis byrjaðar að vinna að gerð réttindaspjalda þar sem farið er yfir réttarstöðu fólks sem notar vímuefni á Íslandi og við erum einnig byrjuð að hanna skaðaminnkunarspjöld með leiðbeiningum og upplýsingum til að reyna lágmarka áhættu á ofskömmtun á vímuefnum,“ segir Svala.
Fíkn Mannréttindi Tengdar fréttir Alvarlegt að ráðherra rugli saman hugtökum Sérfræðingur í skaðaminnkun telur alvarlegt að ráðherrar vilji eins og því er lýst halda áfram að refsa fólki fyrir neyslu eiturlyfja. Úrræðaleysi í málaflokknum eigi ekki að standa í vegi fyrir afglæpavæðingu. 27. mars 2022 13:51 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Alvarlegt að ráðherra rugli saman hugtökum Sérfræðingur í skaðaminnkun telur alvarlegt að ráðherrar vilji eins og því er lýst halda áfram að refsa fólki fyrir neyslu eiturlyfja. Úrræðaleysi í málaflokknum eigi ekki að standa í vegi fyrir afglæpavæðingu. 27. mars 2022 13:51