Aukaatriðin og aðalatriðin Páll Magnússon skrifar 25. apríl 2022 13:30 Mér þótti athyglisvert að lesa hér á Vísi að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefði sagt þetta á Sprengisandi í gærmorgun: „Páll Magnússon veður fram á ritvöllinn og segist hafa heyrt í manni sem skráði sig fyrir bréfum og seldi þau daginn eftir. Hvernig stendur á því að blaðamenn flytja svona vitleysu umbúðalaust og fleyta þessu áfram í umræðuna þegar allir vita að í fyrsta lagi var uppgjörsdagur á mánudegi og útboðið fór fram á þriðjudegi? Það gat enginn selt daginn eftir.“ Þessi fullyrðing ráðherrans er röng. Og kemur nokkuð á óvart að maður sem sjálfur hefur víðtæka reynslu af allskonar viðskiptavafningum frá því fyrir hrun skuli halda þessu fram. Það var hægt að selja þessi bréf strax daginn eftir. Í fyrsta lagi, segja mér fróðari menn, var hægt að selja þau í gegnum framvirka samninga af ýmsu tagi; í öðru lagi var hægt að selja þau til þriðja aðila með þeim einföldu skilmálum að uppgjör og afhending færi fram eftir sex daga - að loknu uppgjöri seljandans við Bankasýsluna. Þriðja leiðin var síðan einföldust og fljótlegust, hafi kaupandinn átt fyrir jafnmörg eða fleiri bréf í Íslandsbanka: Kostaboðinu tekið – milljón bréf keypt með afslætti á genginu 117 – og jafnmörg bréf úr gamla stabbanum seld þegar þau voru komin upp í 127 í Kauphöllinni daginn eftir. Vissulega ekki ‘’sömu’’ bréfin og hann fékkst beinlínis í hendur en ‘’snúningurinn’’ sá sami og sömu 10 milljónirnar komnar í hús. Eignarhlutur viðkomandi í Íslandsbanka sá sami fyrir og eftir - og ekkert hafði gerst annað en að hann græddi þessar 10 milljónir á meðan hann svaf. En tæknileg útfærsla á þessum viðskiptum er raunar algjört aukaatriði en menn hengja sig gjarnan einmitt í þau ef þeir eiga í erfiðleikum með aðalatriðin. Þessi hluti málsins snýst fyrst og fremst um það hvernig þeir aðilar, sem fengu þetta kostaboð um afslátt að kvöldi 22. mars, voru valdir. Ekki um það hvernig margir þeirra stóðu tæknilega að sölu bréfanna aftur dagana á eftir með skjótfengnum gróða. Öllum markmiðum náð? Fjármálaráðherra segir að öllum meginmarkmiðum með bankasölunni hafi verið náð: ‘’Allt sem við sögðum að við vildum ná fram, gott verð, dreifður eigendahópur að fá almenning, fjárfesta og lífeyrissjóði. Við höfum náð þessu öllu saman.“ Var aldrei eitt af markmiðunum að selja þessi bréf í sæmilegri sátt við eigendur þeirra – almenning í landinu? Var ekki eitt af markmiðunum að standa þannig að málum að ekki yrðu unnar skemmdir á þeim trúnaði og trausti milli stjórnvalda og almennings sem löturhægt og bítandi hefur verið að byggjast upp aftur eftir bankahrunið? Náðust þessi markmið - eða voru þau aldrei fyrir hendi? Ég tek fram að ég er sammála ráðherranum um að fjárhagslega getur ríkið ágætlega við þessa bankasölu unað. Það sem tapaðist er hins vegar miklu verðmætara en nokkrir milljarðar til eða frá. Færslan Til upplýsingar fyrir þá sem ekki sáu læt ég hér fylgja facebookfærsluna frá 9. apríl sem hefur valdið svo mikilli geðshræringu. Hún stendur óhögguð. „Saga af bankasölu. Að kvöldi 22. mars var hringt í vel stæðan kunningja minn og spurt hvort hann vildi ekki taka snöggan snúning á Íslandsbanka. Hann gæti líklega orðið 10 milljónum ríkari þegar hann vaknaði í fyrramálið en þegar hann færi að sofa í kvöld! Sá sem hringdi var vinur kunningja míns og starfsmaður hjá einum af söluaðilum bréfanna. Þetta þótti kunningja mínum stórsniðugt og keypti um milljón hluti á 117 krónur - 5 króna afsláttur frá síðasta skráða markaðsgengi sem var 122. Við fyrsta hanagal morguninn eftir seldi svo kunningi minn bréfin á genginu 127. Loforð vinar hans frá því kvöldið áður stóðst nánast upp á krónu: Kunningi minn græddi um 10 milljónir á þessum tveimur símtölum; tæplega 1,5 milljónir á klukkutíma á meðan hann svaf. Um svipað leyti og þessi kunningi minn fékk tilboð um að kaupa á 117 krónur - var hafnað tilboði frá stórum lífeyrissjóði sem vildi kaupa fyrir meira en 10 milljarða króna á genginu 122 krónur. Þurfti sem sagt engan afslátt - hefði keypt þótt hann væri ekki í boði. Svo komu menn hver um annan þveran; fjármálaráðherrann, Bankasýsluforingjarnir og jafnvel nokkrir þingmenn og útskýrðu fyrir okkur einfeldningunum hvað þetta hefði verið gríðarlega vel heppnað útboð. Einmitt.“ Höfundur er fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Magnússon Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Mér þótti athyglisvert að lesa hér á Vísi að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefði sagt þetta á Sprengisandi í gærmorgun: „Páll Magnússon veður fram á ritvöllinn og segist hafa heyrt í manni sem skráði sig fyrir bréfum og seldi þau daginn eftir. Hvernig stendur á því að blaðamenn flytja svona vitleysu umbúðalaust og fleyta þessu áfram í umræðuna þegar allir vita að í fyrsta lagi var uppgjörsdagur á mánudegi og útboðið fór fram á þriðjudegi? Það gat enginn selt daginn eftir.“ Þessi fullyrðing ráðherrans er röng. Og kemur nokkuð á óvart að maður sem sjálfur hefur víðtæka reynslu af allskonar viðskiptavafningum frá því fyrir hrun skuli halda þessu fram. Það var hægt að selja þessi bréf strax daginn eftir. Í fyrsta lagi, segja mér fróðari menn, var hægt að selja þau í gegnum framvirka samninga af ýmsu tagi; í öðru lagi var hægt að selja þau til þriðja aðila með þeim einföldu skilmálum að uppgjör og afhending færi fram eftir sex daga - að loknu uppgjöri seljandans við Bankasýsluna. Þriðja leiðin var síðan einföldust og fljótlegust, hafi kaupandinn átt fyrir jafnmörg eða fleiri bréf í Íslandsbanka: Kostaboðinu tekið – milljón bréf keypt með afslætti á genginu 117 – og jafnmörg bréf úr gamla stabbanum seld þegar þau voru komin upp í 127 í Kauphöllinni daginn eftir. Vissulega ekki ‘’sömu’’ bréfin og hann fékkst beinlínis í hendur en ‘’snúningurinn’’ sá sami og sömu 10 milljónirnar komnar í hús. Eignarhlutur viðkomandi í Íslandsbanka sá sami fyrir og eftir - og ekkert hafði gerst annað en að hann græddi þessar 10 milljónir á meðan hann svaf. En tæknileg útfærsla á þessum viðskiptum er raunar algjört aukaatriði en menn hengja sig gjarnan einmitt í þau ef þeir eiga í erfiðleikum með aðalatriðin. Þessi hluti málsins snýst fyrst og fremst um það hvernig þeir aðilar, sem fengu þetta kostaboð um afslátt að kvöldi 22. mars, voru valdir. Ekki um það hvernig margir þeirra stóðu tæknilega að sölu bréfanna aftur dagana á eftir með skjótfengnum gróða. Öllum markmiðum náð? Fjármálaráðherra segir að öllum meginmarkmiðum með bankasölunni hafi verið náð: ‘’Allt sem við sögðum að við vildum ná fram, gott verð, dreifður eigendahópur að fá almenning, fjárfesta og lífeyrissjóði. Við höfum náð þessu öllu saman.“ Var aldrei eitt af markmiðunum að selja þessi bréf í sæmilegri sátt við eigendur þeirra – almenning í landinu? Var ekki eitt af markmiðunum að standa þannig að málum að ekki yrðu unnar skemmdir á þeim trúnaði og trausti milli stjórnvalda og almennings sem löturhægt og bítandi hefur verið að byggjast upp aftur eftir bankahrunið? Náðust þessi markmið - eða voru þau aldrei fyrir hendi? Ég tek fram að ég er sammála ráðherranum um að fjárhagslega getur ríkið ágætlega við þessa bankasölu unað. Það sem tapaðist er hins vegar miklu verðmætara en nokkrir milljarðar til eða frá. Færslan Til upplýsingar fyrir þá sem ekki sáu læt ég hér fylgja facebookfærsluna frá 9. apríl sem hefur valdið svo mikilli geðshræringu. Hún stendur óhögguð. „Saga af bankasölu. Að kvöldi 22. mars var hringt í vel stæðan kunningja minn og spurt hvort hann vildi ekki taka snöggan snúning á Íslandsbanka. Hann gæti líklega orðið 10 milljónum ríkari þegar hann vaknaði í fyrramálið en þegar hann færi að sofa í kvöld! Sá sem hringdi var vinur kunningja míns og starfsmaður hjá einum af söluaðilum bréfanna. Þetta þótti kunningja mínum stórsniðugt og keypti um milljón hluti á 117 krónur - 5 króna afsláttur frá síðasta skráða markaðsgengi sem var 122. Við fyrsta hanagal morguninn eftir seldi svo kunningi minn bréfin á genginu 127. Loforð vinar hans frá því kvöldið áður stóðst nánast upp á krónu: Kunningi minn græddi um 10 milljónir á þessum tveimur símtölum; tæplega 1,5 milljónir á klukkutíma á meðan hann svaf. Um svipað leyti og þessi kunningi minn fékk tilboð um að kaupa á 117 krónur - var hafnað tilboði frá stórum lífeyrissjóði sem vildi kaupa fyrir meira en 10 milljarða króna á genginu 122 krónur. Þurfti sem sagt engan afslátt - hefði keypt þótt hann væri ekki í boði. Svo komu menn hver um annan þveran; fjármálaráðherrann, Bankasýsluforingjarnir og jafnvel nokkrir þingmenn og útskýrðu fyrir okkur einfeldningunum hvað þetta hefði verið gríðarlega vel heppnað útboð. Einmitt.“ Höfundur er fyrrverandi þingmaður.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar