Hefur kært styttustuldinn til lögreglu Atli Ísleifsson skrifar 20. apríl 2022 11:05 Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, fór á fund lögreglunnar á Vesturlandi á miðvikudaginn fyrir páska og kærði styttustuldinn. SNÆFELLSBÆR/VÍSIR/ARNAR Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, hefur kært stuldinn á bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku á Snæfellsnesi til lögreglu. Þetta staðfestir Kristinn í samtali við Vísi. Hann mætti til lögreglunnar á Vesturlandi á miðvikudaginn fyrir páska og kærði þá stuldinn. Hann segist vita til þess að listakonurnar tvær – sem sem hafi nýtt styttuna sem hluta af listaverki fyrir utan Nýlistasafnið á Granda í Reykjavík – hafi verið komnar með símanúmer hans og tölvupóst í byrjun síðustu viku en að þar sem hann hafi ekkert heyrt í þeim hafi hann ákveðið að kæra stuldinn. „Ég gerði mér grein fyrir því að þetta væri fullreynt,“ segir Kristinn. Jón Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé á borði lögreglu og sé til rannsóknar. Hann segist gera ráð fyrir að málið verði unnið í samstarfi við lögreglu á höfuðborgarsvæðinu þar sem vitað sé af styttunni í Reykjavík. Styttan á Laugarbrekku er af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni hennar Snorra Þorfinnssyni.REGÍNA HRÖNN/GUÐMUNDUR MÁR ÍVARSSON Sögðu styttuna „rasíska“ Greint var frá því fyrir um tveimur vikum að styttunni af Guðríði hafi verið stolið af stöpli sínum. Nokkrum dögum síðar birtist styttan inni í listaverki þeirra Bryndísar Björnsdóttur og Steinunnar Gunnlaugsdóttur – geimflaug með styttuna af Guðríði. Þær Bryndís og Steinunn nefndu verkið „Farangursheimild: Fyrsta hvíta móðirin í geimnum“. Sögðu þær styttuna af Guðríði vera „rasíska“. „Henni verður skotið upp og vonandi breytist hún þar í geimrusl sem flýgur í kringum jörðina,“ sagði Steinunn í samtali við fréttastofu. Guðríður var fædd á Laugarbrekku og var á sínum tíma talin vera víðförlasta kona heims sem uppi var í kringum árið 1000. Styttan er afsteypa af styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði og syni hennar, Snorra Þorfinnssyni. Ber hún nafnið „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku“ og var upphaflega gerð fyrir Heimssýninguna í New York árið 1939. Afsteypunni var komið fyrir á steinstöpli við Laugarbrekku árið 2000 og var það Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, sem afhjúpaði styttuna. Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Lögreglumál Reykjavík Menning Myndlist Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Tengdar fréttir Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim. 11. apríl 2022 22:56 Bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku stolið Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti. 7. apríl 2022 14:45 Stolna styttan komin í leitirnar: „Það þarf að fara yfir málið“ Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi í vikunni, er nú fundin. Sú birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið í dag, eiganda styttunnar og safnstjóra að óvörum. 9. apríl 2022 21:31 „Við eigum að bera virðingu fyrir listrænu frelsi fólks“ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, og Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, ræddu í morgun saman um listaverkið fyrir utan Nýlistasafnið þar sem í er að finna bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Laugarbrekku á Snæfellsnesi í síðustu viku. Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna um að styttan sé „rasísk“ og segir hann að fólk eigi að bera virðingu fyrir listrænu frelsi annarra. 12. apríl 2022 14:00 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Þetta staðfestir Kristinn í samtali við Vísi. Hann mætti til lögreglunnar á Vesturlandi á miðvikudaginn fyrir páska og kærði þá stuldinn. Hann segist vita til þess að listakonurnar tvær – sem sem hafi nýtt styttuna sem hluta af listaverki fyrir utan Nýlistasafnið á Granda í Reykjavík – hafi verið komnar með símanúmer hans og tölvupóst í byrjun síðustu viku en að þar sem hann hafi ekkert heyrt í þeim hafi hann ákveðið að kæra stuldinn. „Ég gerði mér grein fyrir því að þetta væri fullreynt,“ segir Kristinn. Jón Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé á borði lögreglu og sé til rannsóknar. Hann segist gera ráð fyrir að málið verði unnið í samstarfi við lögreglu á höfuðborgarsvæðinu þar sem vitað sé af styttunni í Reykjavík. Styttan á Laugarbrekku er af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni hennar Snorra Þorfinnssyni.REGÍNA HRÖNN/GUÐMUNDUR MÁR ÍVARSSON Sögðu styttuna „rasíska“ Greint var frá því fyrir um tveimur vikum að styttunni af Guðríði hafi verið stolið af stöpli sínum. Nokkrum dögum síðar birtist styttan inni í listaverki þeirra Bryndísar Björnsdóttur og Steinunnar Gunnlaugsdóttur – geimflaug með styttuna af Guðríði. Þær Bryndís og Steinunn nefndu verkið „Farangursheimild: Fyrsta hvíta móðirin í geimnum“. Sögðu þær styttuna af Guðríði vera „rasíska“. „Henni verður skotið upp og vonandi breytist hún þar í geimrusl sem flýgur í kringum jörðina,“ sagði Steinunn í samtali við fréttastofu. Guðríður var fædd á Laugarbrekku og var á sínum tíma talin vera víðförlasta kona heims sem uppi var í kringum árið 1000. Styttan er afsteypa af styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði og syni hennar, Snorra Þorfinnssyni. Ber hún nafnið „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku“ og var upphaflega gerð fyrir Heimssýninguna í New York árið 1939. Afsteypunni var komið fyrir á steinstöpli við Laugarbrekku árið 2000 og var það Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, sem afhjúpaði styttuna.
Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Lögreglumál Reykjavík Menning Myndlist Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Tengdar fréttir Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim. 11. apríl 2022 22:56 Bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku stolið Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti. 7. apríl 2022 14:45 Stolna styttan komin í leitirnar: „Það þarf að fara yfir málið“ Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi í vikunni, er nú fundin. Sú birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið í dag, eiganda styttunnar og safnstjóra að óvörum. 9. apríl 2022 21:31 „Við eigum að bera virðingu fyrir listrænu frelsi fólks“ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, og Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, ræddu í morgun saman um listaverkið fyrir utan Nýlistasafnið þar sem í er að finna bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Laugarbrekku á Snæfellsnesi í síðustu viku. Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna um að styttan sé „rasísk“ og segir hann að fólk eigi að bera virðingu fyrir listrænu frelsi annarra. 12. apríl 2022 14:00 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim. 11. apríl 2022 22:56
Bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku stolið Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti. 7. apríl 2022 14:45
Stolna styttan komin í leitirnar: „Það þarf að fara yfir málið“ Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi í vikunni, er nú fundin. Sú birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið í dag, eiganda styttunnar og safnstjóra að óvörum. 9. apríl 2022 21:31
„Við eigum að bera virðingu fyrir listrænu frelsi fólks“ Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, og Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, ræddu í morgun saman um listaverkið fyrir utan Nýlistasafnið þar sem í er að finna bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Laugarbrekku á Snæfellsnesi í síðustu viku. Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna um að styttan sé „rasísk“ og segir hann að fólk eigi að bera virðingu fyrir listrænu frelsi annarra. 12. apríl 2022 14:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent