Gagnrýna ákvörðun formanna stjórnarflokkanna: „Í hæsta máta óeðlileg afgreiðsla“ Fanndís Birna Logadóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 19. apríl 2022 20:01 Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Sigmar Guðmundsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, voru sammála um það að það væri óeðlilegt að formenn stjórnarflokkanna hafi geta ákveðið sín á milli að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Stöð 2 Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir einhliða ákvörðun um að leggja niður heila ríkisstofnun og telur ljóst að lagaleg ábyrgð hvíli á fjármálaráðherra. Varaformaður þingflokks Viðreisnar segir ótækt að ríkisstjórnin reki einfaldlega undirmenn þegar hitna fer í kolunum. Ríkisstjórnin tilkynnti fyrr í dag að hún myndi leggja það til á Alþingi að leggja niður Bankasýslu ríkisins í kjölfar sölunnar á Íslandsbanka. Ákvörðunin vakti upp hörð viðbrögð hjá stjórnarandstöðunni, sem hafa ítrekað gagnrýnt framkvæmd sölunnar. Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir skref ríkisstjórnarinnar í dag ekki nóg. „Þetta er í hæsta máta óeðlileg afgreiðsla á þessu máli, að koma út úr páskafríi þar sem á nokkrum dögum virðist hafa verið tekin einhliða ákvörðun meðal formanna þriggja stjórnarflokka að leggja niður heila ríkisstofnun án þess að boða til ríksistjórnarfundar, án þess að ráðherranefnd um efnahagsmál sem að ræddu þessa sölu sérstaklega komi þar að,“ segir Kristrún. Hún segir ákvörðunina þó að einhverju leyti lýsandi fyrir söluferlið og afgreiðslu málsins í heild sinni. „Hlutirnir eru gerðir í flýti, án tilhlýðandi umhugsunar, og að einhverju leyti er núna verið að ákvarða að ábyrgðin liggi hjá framkvæmdaraðila þessarar sölu, þrátt fyrir að það liggi alveg fyrir að lagaleg ábyrgð hvílir á fjármálaráðherra,“ segir Kristrún enn fremur. Kallar eftir frekari ábyrgð Sigmar Guðmundsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, tekur undir ummæli Kristrúnar en hann segir það hafa verið með ólíkindum að fylgjast með málinu í dag. „Ríkisstjórnin er búin að gefa það út að þetta útboð gekk svo illa að það þarf að slátra heilli ríkisstofnun vegna þess. Ábyrgðin endar ekki þar, þessi ábyrgðarflótti hann getur ekki verið með þeim hætti að ríkisstjórnin reki bara einhverja undirmenn þegar það fer að hitna undir,“ segir Sigmar. Hann kallar eftir frekari ábyrgð og bendir á ummæli efnahagsráðherra, sem hefur sjálfur kallað eftir meiri pólitískri ábyrgð. „Síðan er áhugavert að forsætisráðherra segir að rannsóknarnefndin eigi að skera úr um pólitíska ábyrgð en þegar kemur að ábyrgð Bankasýslunnar þá er nóg að menn hittist bara á einhverjum þriggja manna fundi og reki mann og annan,“ segir hann. Alþingi kemur ekki saman fyrr en næsta mánudag en stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að þau komi saman fyrr. Salan á Íslandsbanka Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda. 19. apríl 2022 16:34 Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. 19. apríl 2022 16:01 Telur ekki nauðsynlegt að fjármálaráðherra víki Að mati Katrínar Jakobsdóttur fjármálaráðherra er ekki þörf á að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra víki vegna Íslandsbankamálsins. 19. apríl 2022 14:24 Mest lesið Jóla jóla stemningin: Elsti í heiðurshópnum 90 ára Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Sjá meira
Ríkisstjórnin tilkynnti fyrr í dag að hún myndi leggja það til á Alþingi að leggja niður Bankasýslu ríkisins í kjölfar sölunnar á Íslandsbanka. Ákvörðunin vakti upp hörð viðbrögð hjá stjórnarandstöðunni, sem hafa ítrekað gagnrýnt framkvæmd sölunnar. Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir skref ríkisstjórnarinnar í dag ekki nóg. „Þetta er í hæsta máta óeðlileg afgreiðsla á þessu máli, að koma út úr páskafríi þar sem á nokkrum dögum virðist hafa verið tekin einhliða ákvörðun meðal formanna þriggja stjórnarflokka að leggja niður heila ríkisstofnun án þess að boða til ríksistjórnarfundar, án þess að ráðherranefnd um efnahagsmál sem að ræddu þessa sölu sérstaklega komi þar að,“ segir Kristrún. Hún segir ákvörðunina þó að einhverju leyti lýsandi fyrir söluferlið og afgreiðslu málsins í heild sinni. „Hlutirnir eru gerðir í flýti, án tilhlýðandi umhugsunar, og að einhverju leyti er núna verið að ákvarða að ábyrgðin liggi hjá framkvæmdaraðila þessarar sölu, þrátt fyrir að það liggi alveg fyrir að lagaleg ábyrgð hvílir á fjármálaráðherra,“ segir Kristrún enn fremur. Kallar eftir frekari ábyrgð Sigmar Guðmundsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, tekur undir ummæli Kristrúnar en hann segir það hafa verið með ólíkindum að fylgjast með málinu í dag. „Ríkisstjórnin er búin að gefa það út að þetta útboð gekk svo illa að það þarf að slátra heilli ríkisstofnun vegna þess. Ábyrgðin endar ekki þar, þessi ábyrgðarflótti hann getur ekki verið með þeim hætti að ríkisstjórnin reki bara einhverja undirmenn þegar það fer að hitna undir,“ segir Sigmar. Hann kallar eftir frekari ábyrgð og bendir á ummæli efnahagsráðherra, sem hefur sjálfur kallað eftir meiri pólitískri ábyrgð. „Síðan er áhugavert að forsætisráðherra segir að rannsóknarnefndin eigi að skera úr um pólitíska ábyrgð en þegar kemur að ábyrgð Bankasýslunnar þá er nóg að menn hittist bara á einhverjum þriggja manna fundi og reki mann og annan,“ segir hann. Alþingi kemur ekki saman fyrr en næsta mánudag en stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að þau komi saman fyrr.
Salan á Íslandsbanka Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda. 19. apríl 2022 16:34 Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. 19. apríl 2022 16:01 Telur ekki nauðsynlegt að fjármálaráðherra víki Að mati Katrínar Jakobsdóttur fjármálaráðherra er ekki þörf á að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra víki vegna Íslandsbankamálsins. 19. apríl 2022 14:24 Mest lesið Jóla jóla stemningin: Elsti í heiðurshópnum 90 ára Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Sjá meira
Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda. 19. apríl 2022 16:34
Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. 19. apríl 2022 16:01
Telur ekki nauðsynlegt að fjármálaráðherra víki Að mati Katrínar Jakobsdóttur fjármálaráðherra er ekki þörf á að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra víki vegna Íslandsbankamálsins. 19. apríl 2022 14:24