Liðið sem eyðilagði drauma Breiðabliks mætir á Kópavogsvöll Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2022 14:15 Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik tekur á móti Keflavík á Kópavogsvelli í kvöld er fyrsta umferð Bestu deildar karla í fótbolta heldur áfram. Segja má að Keflavík hafi eyðilagt bikardrauma Breiðabliks á síðustu leiktíð. Besta deild karla í fótbolta hófst með pompi og prakt í gær þegar Íslands- og bikarmeistarar Víkings lögðu FH 2-1 í fyrsta leik sumarsins. Hlutirnir hefðu þó getað verið töluvert öðruvísi ef Breiðablik hefði ekki tapað tvívegis gegn Keflavík um mitt sumar. Liðin mætast á Kópavogsvelli en leik liðanna þar á síðustu leiktíð lauk hins vegar með 4-0 sigri Blika. Það var svo í Keflavík þar sem draumar Blika urðu að engu. Þann 23. júní mættust Keflavík og Breiðablik í 32-liða úrslita Mjólkurbikarsins. Talið var að Blikar myndu endurtaka leikinn frá því ári áður þegar þáverandi Lengjudeildarlið Keflavíkur heimsótti Kópavogsvöll í bikarnum og beið lægri hlut. Keflvíkingar voru ekki á þeim buxunum og var staðan enn markalaus er venjulegur leiktími rann sitt skeið. Það voru komnar 114 mínútur á klukkuna þegar Helgi Þór Jónsson kom Keflavík yfir og í blálok leiksins gulltryggði Davíð Snær Jóhannesson sigur heimamanna. Lokatölur 2-0 og Breiðablik fallið úr leik í bikarnum. Rúmlega mánuði síðar, þann 25. júlí var komið að skuldadögum. Blikar mættu til Keflavíkur í hefndarhug eftir að hafa náð jafntefli gegn Austría Vín í Austurríki aðeins þremur dögum fyrr. Hin fræga Evrópuþynnka lék hins vegar Blika grátt sem voru þarna aðeins stigi á eftir toppliði Vals þegar 13 umferðir voru búnar. Joey Gibbs og Frans Elvarsson skoruðu sitt hvorum megin við hálfleikinn og tryggðu Keflvíkingum ómetanlegan 2-0 sigur sem átti eftir að hafa gríðarleg áhrif á toppi sem og botni deildarinnar. Þegar öllum 22 umferðum deildarinnar var lokið sat Breiðablik í 2. sæti með 47 stig á meðan Íslandsmeistarar Víkings voru með 48 stig. Keflavík sat svo í 10. sæti með 21 stig eða einu meira en HK sem féll niður í Lengjudeildina. Keflavík fór svo alla leið í undanúrslit bikarkeppninnar þar sem liðið beið lægri hlut gegn ÍA sem gerði svo slíkt hið sama gegn Víkingum í úrslitum. Þó Blikar hafi tapað stigum í öðrum leikjum en gegn Keflavík síðasta sumar þá má reikna með að þessi tvö töp svíði enn og eina sem fær sárin til að gróa er sigur í kvöld. Leikur Breiðabliks og Keflavíkur í Bestu deild karla hefst klukkan 19.45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Breiðablik Besta deild karla Tengdar fréttir Besta-spáin 2022: Fer brúðarmærin loks upp að altarinu? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sport spáir Breiðabliki 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 18. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01 Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Sjá meira
Besta deild karla í fótbolta hófst með pompi og prakt í gær þegar Íslands- og bikarmeistarar Víkings lögðu FH 2-1 í fyrsta leik sumarsins. Hlutirnir hefðu þó getað verið töluvert öðruvísi ef Breiðablik hefði ekki tapað tvívegis gegn Keflavík um mitt sumar. Liðin mætast á Kópavogsvelli en leik liðanna þar á síðustu leiktíð lauk hins vegar með 4-0 sigri Blika. Það var svo í Keflavík þar sem draumar Blika urðu að engu. Þann 23. júní mættust Keflavík og Breiðablik í 32-liða úrslita Mjólkurbikarsins. Talið var að Blikar myndu endurtaka leikinn frá því ári áður þegar þáverandi Lengjudeildarlið Keflavíkur heimsótti Kópavogsvöll í bikarnum og beið lægri hlut. Keflvíkingar voru ekki á þeim buxunum og var staðan enn markalaus er venjulegur leiktími rann sitt skeið. Það voru komnar 114 mínútur á klukkuna þegar Helgi Þór Jónsson kom Keflavík yfir og í blálok leiksins gulltryggði Davíð Snær Jóhannesson sigur heimamanna. Lokatölur 2-0 og Breiðablik fallið úr leik í bikarnum. Rúmlega mánuði síðar, þann 25. júlí var komið að skuldadögum. Blikar mættu til Keflavíkur í hefndarhug eftir að hafa náð jafntefli gegn Austría Vín í Austurríki aðeins þremur dögum fyrr. Hin fræga Evrópuþynnka lék hins vegar Blika grátt sem voru þarna aðeins stigi á eftir toppliði Vals þegar 13 umferðir voru búnar. Joey Gibbs og Frans Elvarsson skoruðu sitt hvorum megin við hálfleikinn og tryggðu Keflvíkingum ómetanlegan 2-0 sigur sem átti eftir að hafa gríðarleg áhrif á toppi sem og botni deildarinnar. Þegar öllum 22 umferðum deildarinnar var lokið sat Breiðablik í 2. sæti með 47 stig á meðan Íslandsmeistarar Víkings voru með 48 stig. Keflavík sat svo í 10. sæti með 21 stig eða einu meira en HK sem féll niður í Lengjudeildina. Keflavík fór svo alla leið í undanúrslit bikarkeppninnar þar sem liðið beið lægri hlut gegn ÍA sem gerði svo slíkt hið sama gegn Víkingum í úrslitum. Þó Blikar hafi tapað stigum í öðrum leikjum en gegn Keflavík síðasta sumar þá má reikna með að þessi tvö töp svíði enn og eina sem fær sárin til að gróa er sigur í kvöld. Leikur Breiðabliks og Keflavíkur í Bestu deild karla hefst klukkan 19.45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Breiðablik Besta deild karla Tengdar fréttir Besta-spáin 2022: Fer brúðarmærin loks upp að altarinu? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sport spáir Breiðabliki 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 18. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01 Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Sjá meira
Besta-spáin 2022: Fer brúðarmærin loks upp að altarinu? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sport spáir Breiðabliki 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 18. apríl 2022 10:00
Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn