„Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra“ Eiður Þór Árnason skrifar 19. apríl 2022 14:09 Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa fordæmt gjörðir ríkisstjórnarinnar. Samsett Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Bankasýslu ríkisins niður í tilraun til að lægja pólitíska storminn sem ríkir um nýafstaðna sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. Greint var frá fyrirætlununum í yfirlýsingu formanna stjórnarflokkanna þriggja í morgun en erfiðlega hefur gengið að fá svör frá ráðherrunum um bankasöluna í nokkurn tíma. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa margir hverjir fordæmt þessa niðurstöðu og segja hana til marks um að ráðherrar vilji fórna bankasýslunni til að komast hjá því að taka sjálfir ábyrgð á sölunni. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að með yfirlýsingunni ríkisstjórnarinnar sé allri pólitískri ábyrgð varpað á bankasýsluna. „Það er svolítið merkilegt að fylgjast með því hvernig ríkisstjórnin hefur varið páskahelginni. Stjórnarforystan hafði tíma til að velta hlutum fyrir sér þar sem síminn var á silent þegar fjölmiðlar hringdu ítrekað. Vikulegur þriðjudagsfundur ríkisstjórnarinnar flæktist heldur ekki fyrir því hann var einfaldlega ekki boðaður, rétt eins og ekkert sérstakt sé á seyði í samfélaginu. En eftir alla þessa páskaíhugun spratt upp einhver hugmyndabastarður sem fer í sögubækurnar sem sérkennilegasta smjörklípa stjórnmálasögunnar. Einni ríkisstofnun var útrýmt til að komast undan pólitískri ábyrgð,“ segir hann í grein sem birtist á Vísi. „Ef bankasýslan klúðraði, þá var það vegna þeirrar forskriftar sem fékkst frá ríkisstjórninni. Undan því verður ekki vikist.“ Almenningur orðið fyrir óafturkræfu tjóni Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ábyrgð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í málinu vera ótvíræða og bundna í lög. „Hafi hann vanrækt skyldur sínar um yfirferð yfir tillögur bankasýslu um söluna, aðferð og tilboð ber honum að gangast við þeirri handvömm og víkja úr embætti. Hafi hann með fullri meðvitund samþykkt hvert einasta skref sem tekið var, eins og honum ber að gera ber hann einnig óskoraða ábyrgð og ber að víkja úr embætti,“ skrifar Helga Vala í Facebook-færslu. Hún bætir við að almenningur hafi orðið fyrir óafturkræfu og mjög kostnaðarsömu tjóni vegna verka Bjarna og það verði ríkisstjórnin að viðurkenna. „Annað er óboðlegt.“ Aum smjörklípa Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata segir það „klassískt yfirklór og aum smjörklípa“ að ætla að leggja niður bankasýsluna til að forða ráðherrum frá því að taka ábyrgð á eigin gjörðum. „Bjarni Benediktsson ber skýra lagalega ábyrgð á öllu ferlinu en enn og aftur á að fella lög sem ekki var farið eftir til þess að grafa lögbrotið í rústunum,“ skrifar hún á Facebook. Þá segir Þórhildur Sunna það til marks um tvískinnung að ríkisstjórnin lýsi því nú yfir í yfirlýsingu sinni að almenningur eigi skýra kröfu um að allar upplýsingar um bankasöluna séu upp á borðum á sama tíma og ráðherrar forðist að svara fyrirspurnum fjölmiðla. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spyr hvort lausn ríkisstjórnarinnar hafi hreinlega fundið í páskaeggi. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, bendir á að stutt sé síðan Bjarni lýsti því yfir að hann hafi verið gríðarlega ánægður og sáttur við framkvæmdina á útboði bankasýslunnar. Nú innan við mánuði síðar leggi ríkisstjórnin til að stofnunin verði lögð niður. lang='is' dir='ltr'>Frétt frá 23. mars, þar sem segi:'Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist gríðarlega ánægður og sáttur við framkvæmd á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka.' Nú nokkrum vikum síðar er Bankasýslan lögð niður. https://t.co/6IY6AZTTsp — Viðar Halldórsson (@VidarHalldrsson) April 19, 2022> Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er ekkert að orðlengja um hlutina. Embættismenn undir rútuna Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ráðherra með ákvörðun sinni henda embættismönnum undir rútuna fyrir klúður sem þau beri sömuleiðis ábyrgð á. „Þetta mál er _mjög_ skýrt. Bankasýslunni er gert að fylgjast með markaðsaðstæðum og ráðleggja ráðherra hvenær og hvernig er gott að selja. Ráðherra setur upp markmið með sölunni í leiðbeiningum til Bankasýslunnar. Bankasýslan framkvæmir söluna samkvæmt leiðbeiningu og skilar niðurstöðunni til ráðherra sem kvittar upp á að allt hafi verið samkvæmt forskriftinni,“ segir hann í Facebook-færslu. Það sé skýrt að fjármálaráðherra beri ábyrgð á vissum atriðum í framkvæmd sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka og bankasýslan ábyrgð á öðrum. „Klúðrið gerðist hjá báðum og þar af leiðandi ekki hægt að kenna bara öðrum um. Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra.“
Greint var frá fyrirætlununum í yfirlýsingu formanna stjórnarflokkanna þriggja í morgun en erfiðlega hefur gengið að fá svör frá ráðherrunum um bankasöluna í nokkurn tíma. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa margir hverjir fordæmt þessa niðurstöðu og segja hana til marks um að ráðherrar vilji fórna bankasýslunni til að komast hjá því að taka sjálfir ábyrgð á sölunni. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að með yfirlýsingunni ríkisstjórnarinnar sé allri pólitískri ábyrgð varpað á bankasýsluna. „Það er svolítið merkilegt að fylgjast með því hvernig ríkisstjórnin hefur varið páskahelginni. Stjórnarforystan hafði tíma til að velta hlutum fyrir sér þar sem síminn var á silent þegar fjölmiðlar hringdu ítrekað. Vikulegur þriðjudagsfundur ríkisstjórnarinnar flæktist heldur ekki fyrir því hann var einfaldlega ekki boðaður, rétt eins og ekkert sérstakt sé á seyði í samfélaginu. En eftir alla þessa páskaíhugun spratt upp einhver hugmyndabastarður sem fer í sögubækurnar sem sérkennilegasta smjörklípa stjórnmálasögunnar. Einni ríkisstofnun var útrýmt til að komast undan pólitískri ábyrgð,“ segir hann í grein sem birtist á Vísi. „Ef bankasýslan klúðraði, þá var það vegna þeirrar forskriftar sem fékkst frá ríkisstjórninni. Undan því verður ekki vikist.“ Almenningur orðið fyrir óafturkræfu tjóni Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ábyrgð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í málinu vera ótvíræða og bundna í lög. „Hafi hann vanrækt skyldur sínar um yfirferð yfir tillögur bankasýslu um söluna, aðferð og tilboð ber honum að gangast við þeirri handvömm og víkja úr embætti. Hafi hann með fullri meðvitund samþykkt hvert einasta skref sem tekið var, eins og honum ber að gera ber hann einnig óskoraða ábyrgð og ber að víkja úr embætti,“ skrifar Helga Vala í Facebook-færslu. Hún bætir við að almenningur hafi orðið fyrir óafturkræfu og mjög kostnaðarsömu tjóni vegna verka Bjarna og það verði ríkisstjórnin að viðurkenna. „Annað er óboðlegt.“ Aum smjörklípa Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata segir það „klassískt yfirklór og aum smjörklípa“ að ætla að leggja niður bankasýsluna til að forða ráðherrum frá því að taka ábyrgð á eigin gjörðum. „Bjarni Benediktsson ber skýra lagalega ábyrgð á öllu ferlinu en enn og aftur á að fella lög sem ekki var farið eftir til þess að grafa lögbrotið í rústunum,“ skrifar hún á Facebook. Þá segir Þórhildur Sunna það til marks um tvískinnung að ríkisstjórnin lýsi því nú yfir í yfirlýsingu sinni að almenningur eigi skýra kröfu um að allar upplýsingar um bankasöluna séu upp á borðum á sama tíma og ráðherrar forðist að svara fyrirspurnum fjölmiðla. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spyr hvort lausn ríkisstjórnarinnar hafi hreinlega fundið í páskaeggi. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, bendir á að stutt sé síðan Bjarni lýsti því yfir að hann hafi verið gríðarlega ánægður og sáttur við framkvæmdina á útboði bankasýslunnar. Nú innan við mánuði síðar leggi ríkisstjórnin til að stofnunin verði lögð niður. lang='is' dir='ltr'>Frétt frá 23. mars, þar sem segi:'Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segist gríðarlega ánægður og sáttur við framkvæmd á útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka.' Nú nokkrum vikum síðar er Bankasýslan lögð niður. https://t.co/6IY6AZTTsp — Viðar Halldórsson (@VidarHalldrsson) April 19, 2022>
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Samfylkingin Viðreisn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. 19. apríl 2022 12:05 Vilja leggja niður Bankasýsluna og ekki ráðist í frekari sölu á Íslandsbanka að sinni Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 19. apríl 2022 10:38 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. 19. apríl 2022 12:05
Vilja leggja niður Bankasýsluna og ekki ráðist í frekari sölu á Íslandsbanka að sinni Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. 19. apríl 2022 10:38