Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið. Lögregla beitti rafbyssu á manninn, sem var handtekinn í morgun eftir að hafa veist að tveimur lögregluþjónum með hnífum. Hvorugan þeirra sakaði þó.
Lögreglan segir málið ekki rannsakað sem tilraun til hryðjuverka. Auk morðtilraunar var maðurinn einnig handtekinn fyrir vopnalagabrot, að því er segir í frétt BBC.