Tólf slasaðir eftir skotárás í verslunarmiðstöð í Suður Karólínu Smári Jökull Jónsson skrifar 16. apríl 2022 20:24 Hópur lögreglumanna sést hér utan við verslunarmiðstöðina í kjölfar árásarinnar í kvöld. Vísir/AP Tólf eru slasaðir eftir skotárás í verslunarmiðstöðinni Columbiana Centre í Suður Karólínu nú í kvöld. Þrír eru í haldi lögreglu vegna árásarinnar. Árásin átti sér stað nú undir kvöld en verslunarmiðstöðin er staðsett í borginni Columbia sem er höfuðborg Suður Karólínu, skammt frá borgunum Charleston og Charlotte. Af þeim tólf sem slösuðust í árásinni hlutu tíu þeirra skotsár og tveir eru alvarlega slasaðir. Sá yngsti sem slasaðist er fimmtán ára gamall. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar sem haldinn var núna klukkan níu. https://t.co/trhYAej2Rr— Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Þar kom einnig fram að þrír einstaklingar séu í haldi, vitni hafi séð þrá þeirra með skotvopn og vitað sé að minnsta kosti einn þeirra hafi skotið. Enn er unnið að rannsókn málsins og lögregla vildi lítið gefa upp um ástæðurnar að baki árásinni. Fram kom í máli William Holbrook lögreglustjóra að lögreglan telji skotárásina ekki hafa átt sér stað af handahófi heldur hafi einhvers konar átök á milli einstaklinga átt sér stað. Fjölmörgum skotum hafi verið skotið. Statement from @ColumbianaCtr: Today s isolated, senseless act of violence is extremely upsetting and our thoughts are with everyone impacted. We are grateful for the quick response and continued support of our security team and our partners in law enforcement. — Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Allir viðbragðsaðilar voru kallaðir til þegar tilkynning um skotárásina barst og sagði Holbrook að ástandið hefði verið erfitt. Hann þakkaði góðri æfingu lögreglumanna fyrir góð viðbrögð en bandaríska alríkislögreglan var meðal þeirra sem aðstoðaði á vettvangi. Lögreglan í Columbia tilkynnti strax í kjölfar árásarinnar að starfsfólk ætti að halda sér í verslunum sínum og að yfirgefa ekki verslanir sínar nema skipanir komi frá yfirvöldum. Update: We have confirmed that people have been injured during the incident they are receiving medical attention. The extent of injuries unknown at this time. #ColumbiaPDSC officers have been evacuating the mall and getting people to safety.— Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Employees inside the mall who were told to shelter in place for safety, law enforcement officers will come to you as a protected escort. DO NOT leave a store until told to do so by proper authorities.— Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Árásin átti sér stað nú undir kvöld en verslunarmiðstöðin er staðsett í borginni Columbia sem er höfuðborg Suður Karólínu, skammt frá borgunum Charleston og Charlotte. Af þeim tólf sem slösuðust í árásinni hlutu tíu þeirra skotsár og tveir eru alvarlega slasaðir. Sá yngsti sem slasaðist er fimmtán ára gamall. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar sem haldinn var núna klukkan níu. https://t.co/trhYAej2Rr— Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Þar kom einnig fram að þrír einstaklingar séu í haldi, vitni hafi séð þrá þeirra með skotvopn og vitað sé að minnsta kosti einn þeirra hafi skotið. Enn er unnið að rannsókn málsins og lögregla vildi lítið gefa upp um ástæðurnar að baki árásinni. Fram kom í máli William Holbrook lögreglustjóra að lögreglan telji skotárásina ekki hafa átt sér stað af handahófi heldur hafi einhvers konar átök á milli einstaklinga átt sér stað. Fjölmörgum skotum hafi verið skotið. Statement from @ColumbianaCtr: Today s isolated, senseless act of violence is extremely upsetting and our thoughts are with everyone impacted. We are grateful for the quick response and continued support of our security team and our partners in law enforcement. — Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Allir viðbragðsaðilar voru kallaðir til þegar tilkynning um skotárásina barst og sagði Holbrook að ástandið hefði verið erfitt. Hann þakkaði góðri æfingu lögreglumanna fyrir góð viðbrögð en bandaríska alríkislögreglan var meðal þeirra sem aðstoðaði á vettvangi. Lögreglan í Columbia tilkynnti strax í kjölfar árásarinnar að starfsfólk ætti að halda sér í verslunum sínum og að yfirgefa ekki verslanir sínar nema skipanir komi frá yfirvöldum. Update: We have confirmed that people have been injured during the incident they are receiving medical attention. The extent of injuries unknown at this time. #ColumbiaPDSC officers have been evacuating the mall and getting people to safety.— Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Employees inside the mall who were told to shelter in place for safety, law enforcement officers will come to you as a protected escort. DO NOT leave a store until told to do so by proper authorities.— Columbia Police Dept (@ColumbiaPDSC) April 16, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira