Jóhanna Margrét sló í gegn með HK í Olísdeildinni í vetur en þessi tvítuga skytta varð markahæst í deildinni með 127 mörk en HK hafnaði í næstneðsta sæti deildarinnar.
Hún gerir þriggja ára samning við Önnered sem varð í 2.sæti sænsku deildarinnar í vetur en féll þó úr keppni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar þar í landi.
Jóhanna hefur fengið smjörþefinn af því að leika með A-landsliði Íslands en hún hefur tekið þátt í þremur A-landsleikjum.