Hefja rannsókn eftir að lögreglumaður skaut svartan mann til bana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. apríl 2022 08:49 Skjáskot af upptöku úr búkmyndavél lögreglumannsins sem skaut Lyoya. Skjáskot Lögreglan í Michigan-ríki í Bandaríkjunum rannsakar nú mál hvíts lögreglumanns sem skaut hinn 26 ára Patrick Lyoya, sem var svartur, til bana. Myndbönd sýna átök milli Lyoya og ónefnds lögreglumanns vegna rafbyssu, sem enduðu með því að lögreglumaðurinn skaut Lyoya. Mótmælendur krefjast þess að lögreglumaðurinn verði nafngreindur. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að atvikið hefði átt sér stað 4. apríl síðastliðinn. Lyoya hefði verið stöðvaður í umferðinni af lögreglumanni í Grand Rapids í Michigan, komið út úr bíl sínum en verið beðinn um að setjast aftur inn. Hann hafi ekki sinnt því en rætt við lögreglumanninn. Eftir stutt samtal sést Lyoya taka á rás frá lögreglumanninum, sem eltir hann uppi og grípur í hann. Því næst takast þeir á um rafbyssu lögreglumannsins, hvers búkmyndavél varð óvirk í miðjum átökum. Hins vegar sýnir farsímamyndband farþega í bíl Lyoya hvernig lögreglumaðurinn nær Lyoya niður á jörðina, þannig að hann liggur á maganum. „Slepptu rafbyssunni,“ heyrist lögreglumaðurinn kalla áður en hann tegir sig í skammbyssu sína og miðar aftan á höfuð Lyoya. Myndbönd sýna ekki þegar lögreglumaðurinn tekur í gikkinn og hleypir af, heldur hefur myndbandið verið klippt áður en það var gefið út af lögreglu, en í lok þess sést Lyoya liggja hreyfingarlaus á jörðinni. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan, en rétt er að vara við efni þess. Lögreglumaðurinn í málinu er nú kominn í ótímabundið leyfi, en nafn hans verður ekki gert opinbert nema hann verði ákærður í málinu. Lögmaður fjölskyldu Lyoya hefur krafist þess að lögreglumaðurinn verði rekinn. „Patrick beitti lögreglumanninn engu ofbeldi, jafnvel þótt lögreglumaðurinn hafi beitt hann ofbeldi í nokkur skipti,“ hefur BBC eftir lögmanninum. Skilaboð mótmælenda sem söfnuðust saman við lögreglustöðina í Grand Rapids í gær voru skýr: „Nafngreinið löggur sem drepa.“Bill Pugliano/Getty Mótmælendur vilja nafn Málið hefur vakið nokkra reiði í Michigan. Í gær söfnuðust mótmælendur saman fyrir utan lögreglustöðina í Grand Rapids, og krafist þess að nafn lögreglumannsins verði gert opinbert. Reglulega berast fréttir af því frá Bandaríkjunum að lögregla skjóti svart, óvopnað fólk sem hún hefur afskipti af. Í maí 2020 reis til að mynda ógnarstór alda mótmæla eftir að Derek Chauvin, hvítur lögreglumaður, drap George Floyd, sem var svartur, með því að þrýsta hné sínu að hálsi Floyd í meira en níu mínútur. Chauvin var síðar sakfelldur fyrir morðið á Floyd. Bandaríkin Dauði George Floyd Skotárásir í Bandaríkjunum Kynþáttafordómar Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að atvikið hefði átt sér stað 4. apríl síðastliðinn. Lyoya hefði verið stöðvaður í umferðinni af lögreglumanni í Grand Rapids í Michigan, komið út úr bíl sínum en verið beðinn um að setjast aftur inn. Hann hafi ekki sinnt því en rætt við lögreglumanninn. Eftir stutt samtal sést Lyoya taka á rás frá lögreglumanninum, sem eltir hann uppi og grípur í hann. Því næst takast þeir á um rafbyssu lögreglumannsins, hvers búkmyndavél varð óvirk í miðjum átökum. Hins vegar sýnir farsímamyndband farþega í bíl Lyoya hvernig lögreglumaðurinn nær Lyoya niður á jörðina, þannig að hann liggur á maganum. „Slepptu rafbyssunni,“ heyrist lögreglumaðurinn kalla áður en hann tegir sig í skammbyssu sína og miðar aftan á höfuð Lyoya. Myndbönd sýna ekki þegar lögreglumaðurinn tekur í gikkinn og hleypir af, heldur hefur myndbandið verið klippt áður en það var gefið út af lögreglu, en í lok þess sést Lyoya liggja hreyfingarlaus á jörðinni. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan, en rétt er að vara við efni þess. Lögreglumaðurinn í málinu er nú kominn í ótímabundið leyfi, en nafn hans verður ekki gert opinbert nema hann verði ákærður í málinu. Lögmaður fjölskyldu Lyoya hefur krafist þess að lögreglumaðurinn verði rekinn. „Patrick beitti lögreglumanninn engu ofbeldi, jafnvel þótt lögreglumaðurinn hafi beitt hann ofbeldi í nokkur skipti,“ hefur BBC eftir lögmanninum. Skilaboð mótmælenda sem söfnuðust saman við lögreglustöðina í Grand Rapids í gær voru skýr: „Nafngreinið löggur sem drepa.“Bill Pugliano/Getty Mótmælendur vilja nafn Málið hefur vakið nokkra reiði í Michigan. Í gær söfnuðust mótmælendur saman fyrir utan lögreglustöðina í Grand Rapids, og krafist þess að nafn lögreglumannsins verði gert opinbert. Reglulega berast fréttir af því frá Bandaríkjunum að lögregla skjóti svart, óvopnað fólk sem hún hefur afskipti af. Í maí 2020 reis til að mynda ógnarstór alda mótmæla eftir að Derek Chauvin, hvítur lögreglumaður, drap George Floyd, sem var svartur, með því að þrýsta hné sínu að hálsi Floyd í meira en níu mínútur. Chauvin var síðar sakfelldur fyrir morðið á Floyd.
Bandaríkin Dauði George Floyd Skotárásir í Bandaríkjunum Kynþáttafordómar Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira