Ónæmi náð gegn veirunni en óvíst hversu lengi það endist Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2022 14:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir hjarðónæmi hafa náðst gegn ómíkronafbrigði kórónuveirunnar og að faraldurinn sé á niðurleið. Óvíst sé þó hversu lengi ónæmið vari og því sé verið að skoða að bjóða upp á fleiri örvunarskammta gegn veirunni. Þeim hefur fækkað undanfarið sem greinst hafa með kórónuveiruna. Þórólfur Guðnasson sóttvarnalæknir segir þetta merki um að faraldurinn sé í rénun. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að við erum komin með mjög gott ónæmi í samfélaginu fyrir þessu ómíkronafbrigði sem er í gangi og það er þess vegna sem að faraldurinn er á mikilli niðurleið. Það eru að greinast eitt til tvö hundruð manns á dag og það er miklu minna álag á heilbrigðisstofnanir og spítalann þó að vissulega sé fólk áfram að leggjast inn og við erum enn þá að eiga við afleiðingar af þessu en þetta er á klárlegri niðurleið.“ Þó þetta sé staðan núna sé mikilvægt að hafa í huga að ekki sé vitað hversu lengi ónæmi gegn veirunni endist. Mögulega endist það aðeins í nokkra mánuði. „Það er ekki þar með sagt að Covid sé búið. Við getum átt von á kannski nýjum afbrigðum síðar. Við þurfum líka að sjá hvort að ónæmið sem við höfum fengið eftir þessar sýkingar og eftir bólusetningar hversu lengi endist þetta ónæmi.“ Þá segir hann í skoðun hvort að boðið verði upp á fleiri örvunarskammta og þá sérstaklega með viðkvæma hópa í huga. „Það er mögulegt og þá sérstaklega eldra fólki. Við erum að skoða það.“ Hann segir að hingað til hafi fáir sem fengið hafa veiruna smitast aftur af henni. „Fólk sem hefur sýkst einu sinni það er svona 10-12% af þeim hefur smitast aftur og það er ekkert mikið og yfirleitt hafa þetta verið svona vægari sýkingar. Þannig að hvað gerist í haust það er bara erfitt að segja. Það eru margir sem eru að bollaleggja um það og fjalla um það hvað gæti gerst og auðvitað veit það enginn. Þannig að við þurfum bara að vera svona við öllu búin.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingur með Covid-19 lést á Landspítala Karlmaður á áttræðisaldri með Covid-19 lést á Landspítala í gær. 12. apríl 2022 10:36 Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. 6. apríl 2022 21:21 Uppfæra sýkingartölur sjaldnar en áður Tekin hefur verið ákvörðun um að uppfæra tölulegar upplýsingar á vefnum Covid.is sjaldnar og verða upplýsingar um fjölda smitaðra nú einungis uppfærðar tvisvar í viku. Breytingin tók gildi í gær en undanfarið hafa tölurnar verið uppfærðar alla virka daga. 6. apríl 2022 11:52 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þeim hefur fækkað undanfarið sem greinst hafa með kórónuveiruna. Þórólfur Guðnasson sóttvarnalæknir segir þetta merki um að faraldurinn sé í rénun. „Ég held að það sé nokkuð ljóst að við erum komin með mjög gott ónæmi í samfélaginu fyrir þessu ómíkronafbrigði sem er í gangi og það er þess vegna sem að faraldurinn er á mikilli niðurleið. Það eru að greinast eitt til tvö hundruð manns á dag og það er miklu minna álag á heilbrigðisstofnanir og spítalann þó að vissulega sé fólk áfram að leggjast inn og við erum enn þá að eiga við afleiðingar af þessu en þetta er á klárlegri niðurleið.“ Þó þetta sé staðan núna sé mikilvægt að hafa í huga að ekki sé vitað hversu lengi ónæmi gegn veirunni endist. Mögulega endist það aðeins í nokkra mánuði. „Það er ekki þar með sagt að Covid sé búið. Við getum átt von á kannski nýjum afbrigðum síðar. Við þurfum líka að sjá hvort að ónæmið sem við höfum fengið eftir þessar sýkingar og eftir bólusetningar hversu lengi endist þetta ónæmi.“ Þá segir hann í skoðun hvort að boðið verði upp á fleiri örvunarskammta og þá sérstaklega með viðkvæma hópa í huga. „Það er mögulegt og þá sérstaklega eldra fólki. Við erum að skoða það.“ Hann segir að hingað til hafi fáir sem fengið hafa veiruna smitast aftur af henni. „Fólk sem hefur sýkst einu sinni það er svona 10-12% af þeim hefur smitast aftur og það er ekkert mikið og yfirleitt hafa þetta verið svona vægari sýkingar. Þannig að hvað gerist í haust það er bara erfitt að segja. Það eru margir sem eru að bollaleggja um það og fjalla um það hvað gæti gerst og auðvitað veit það enginn. Þannig að við þurfum bara að vera svona við öllu búin.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingur með Covid-19 lést á Landspítala Karlmaður á áttræðisaldri með Covid-19 lést á Landspítala í gær. 12. apríl 2022 10:36 Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. 6. apríl 2022 21:21 Uppfæra sýkingartölur sjaldnar en áður Tekin hefur verið ákvörðun um að uppfæra tölulegar upplýsingar á vefnum Covid.is sjaldnar og verða upplýsingar um fjölda smitaðra nú einungis uppfærðar tvisvar í viku. Breytingin tók gildi í gær en undanfarið hafa tölurnar verið uppfærðar alla virka daga. 6. apríl 2022 11:52 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Sjúklingur með Covid-19 lést á Landspítala Karlmaður á áttræðisaldri með Covid-19 lést á Landspítala í gær. 12. apríl 2022 10:36
Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. 6. apríl 2022 21:21
Uppfæra sýkingartölur sjaldnar en áður Tekin hefur verið ákvörðun um að uppfæra tölulegar upplýsingar á vefnum Covid.is sjaldnar og verða upplýsingar um fjölda smitaðra nú einungis uppfærðar tvisvar í viku. Breytingin tók gildi í gær en undanfarið hafa tölurnar verið uppfærðar alla virka daga. 6. apríl 2022 11:52