Engar fregnir af máli Gylfa fyrr en eftir páska Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2022 13:59 Gylfi Þór Sigurðsson er í farbanni á Englandi þar til á sunnudag. Ekki má búast við fregnum af máli hans fyrr en eftir páska. Vísir/Vilhelm Lögreglan í Manchester á Englandi mun ekki upplýsa um framgang rannsóknar í máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar fyrr en eftir páska. Gylfi er í farbanni, sem rennur út á páskadag. Þetta segir upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Manchester í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Gylfi Þór er til rannsóknar hjá lögreglunni í borginni grunaður um kynferðisbrot gegn ungmenni. Hann var handtekinn á heimili sínu í Manchester 16. júlí síðastliðinn og var færður til yfirheyrslu en síðar sleppt. Hann hefur þó verið í farbanni síðan hann var handtekinn. Farbannið yfir honum hefur nú verið framlengt í fjórgang, síðast í janúar, en það rennur út á páskadag, 17. apríl. Fram kemur í svari lögreglunnar við fyrirspurn fréttastofu, um hvort einhver ákvörðun verði tekin um næstu skref fyrir páska, að ekki eigi að búast við neinum fréttum af máli hans fyrr en á sunnudag. Gera má þó ráð fyrir að engin svör fáist um málið fyrr en eftir viku, að loknum páskum. Gylfi hefur undanfarin misseri spilað með enska knattspyrnuliðinu Everton í bresku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann hefur þó ekki leikið einn einasta leik með liðinu á þessu keppnistímabili en Everton gaf það út að leikmaðurinn, sem væri til rannsóknar, myndi ekki spila með liðinu á meðan rannsókn stæði yfir. Greint var frá því fyrr í dag að Gylfi er meðal þeirra leikmanna sem taldir eru líklegir til að vera á leið frá Everton um leið og samningur hans rennur út í lok leiktíðar. Gylfi hefur þá ekki heldur spilað með íslenska landsliðinu í knattspyrnu á þessum vetri. Fótbolti Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi England Íslendingar erlendis Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Gylfi á meðal leikmanna sem Everton ætlar að losa af launaskrá vegna fjárhagskrísu Gylfi Þór Sigurðsson, Fabian Delph og Cenk Tosun eru allir taldir líklegir að vera á leið frá Everton um leið og samningar þeirra renna út í lok leiktíðar. 12. apríl 2022 13:00 Ekki verður af uppboði á sumarbústað Gylfa Þórs Sumarbústaður í Grímsnes- og Grafningshreppi í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar verður ekki boðinn upp á nauðungarsölu Sýslumannsins á Suðurlandi á fimmtudaginn. Telja má líklegt að knattspyrnukappinn hafi náð sáttum við Skattinn sem hafði farið fram á söluna. 28. mars 2022 16:31 Sumarbústaður Gylfa Þórs seldur á uppboði að beiðni Skattsins Sumarbústaður í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar hefur verið settur á uppboð hjá Sýslumanninum á Suðurlandi að beiðni Skattsins. 26. mars 2022 13:01 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Þetta segir upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Manchester í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Gylfi Þór er til rannsóknar hjá lögreglunni í borginni grunaður um kynferðisbrot gegn ungmenni. Hann var handtekinn á heimili sínu í Manchester 16. júlí síðastliðinn og var færður til yfirheyrslu en síðar sleppt. Hann hefur þó verið í farbanni síðan hann var handtekinn. Farbannið yfir honum hefur nú verið framlengt í fjórgang, síðast í janúar, en það rennur út á páskadag, 17. apríl. Fram kemur í svari lögreglunnar við fyrirspurn fréttastofu, um hvort einhver ákvörðun verði tekin um næstu skref fyrir páska, að ekki eigi að búast við neinum fréttum af máli hans fyrr en á sunnudag. Gera má þó ráð fyrir að engin svör fáist um málið fyrr en eftir viku, að loknum páskum. Gylfi hefur undanfarin misseri spilað með enska knattspyrnuliðinu Everton í bresku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann hefur þó ekki leikið einn einasta leik með liðinu á þessu keppnistímabili en Everton gaf það út að leikmaðurinn, sem væri til rannsóknar, myndi ekki spila með liðinu á meðan rannsókn stæði yfir. Greint var frá því fyrr í dag að Gylfi er meðal þeirra leikmanna sem taldir eru líklegir til að vera á leið frá Everton um leið og samningur hans rennur út í lok leiktíðar. Gylfi hefur þá ekki heldur spilað með íslenska landsliðinu í knattspyrnu á þessum vetri.
Fótbolti Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi England Íslendingar erlendis Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Gylfi á meðal leikmanna sem Everton ætlar að losa af launaskrá vegna fjárhagskrísu Gylfi Þór Sigurðsson, Fabian Delph og Cenk Tosun eru allir taldir líklegir að vera á leið frá Everton um leið og samningar þeirra renna út í lok leiktíðar. 12. apríl 2022 13:00 Ekki verður af uppboði á sumarbústað Gylfa Þórs Sumarbústaður í Grímsnes- og Grafningshreppi í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar verður ekki boðinn upp á nauðungarsölu Sýslumannsins á Suðurlandi á fimmtudaginn. Telja má líklegt að knattspyrnukappinn hafi náð sáttum við Skattinn sem hafði farið fram á söluna. 28. mars 2022 16:31 Sumarbústaður Gylfa Þórs seldur á uppboði að beiðni Skattsins Sumarbústaður í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar hefur verið settur á uppboð hjá Sýslumanninum á Suðurlandi að beiðni Skattsins. 26. mars 2022 13:01 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Gylfi á meðal leikmanna sem Everton ætlar að losa af launaskrá vegna fjárhagskrísu Gylfi Þór Sigurðsson, Fabian Delph og Cenk Tosun eru allir taldir líklegir að vera á leið frá Everton um leið og samningar þeirra renna út í lok leiktíðar. 12. apríl 2022 13:00
Ekki verður af uppboði á sumarbústað Gylfa Þórs Sumarbústaður í Grímsnes- og Grafningshreppi í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar verður ekki boðinn upp á nauðungarsölu Sýslumannsins á Suðurlandi á fimmtudaginn. Telja má líklegt að knattspyrnukappinn hafi náð sáttum við Skattinn sem hafði farið fram á söluna. 28. mars 2022 16:31
Sumarbústaður Gylfa Þórs seldur á uppboði að beiðni Skattsins Sumarbústaður í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar hefur verið settur á uppboð hjá Sýslumanninum á Suðurlandi að beiðni Skattsins. 26. mars 2022 13:01