„Við eigum að bera virðingu fyrir listrænu frelsi fólks“ Atli Ísleifsson skrifar 12. apríl 2022 14:00 Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segist ekki skilja málflutning listakvennanna sem að verkinu standa í þessu máli. Snæfellsbær/Vísir/Arnar Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, og Sunna Ástþórsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, ræddu í morgun saman um listaverkið fyrir utan Nýlistasafnið þar sem í er að finna bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Laugarbrekku á Snæfellsnesi í síðustu viku. Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna um að styttan sé „rasísk“ og segir hann að fólk eigi að bera virðingu fyrir listrænu frelsi annarra. Kristinn segir í samtali við fréttastofu að unnið sé að því að finna lausn á málinu. „Við töluðum saman í morgun, við Sunna. Við erum enn að reyna að finna lausn á þessu,“ segir Kristinn. Sunna segist sjálf vera reglulegu sambandi bæði við listakonurnar sem að verkinu standa og sömuleiðis Kristin. „En listaverkið er hér ennþá fyrir utan,“ segir Sunna. Hún sagði í samtali við fréttastofu á laugardaginn að reynt sé að leysa málið í sameiningu og að verkinu hafi ekki verið stolið í samráði við Nýlistasafnið. Kalla verk Ásmundar „rasískt“ Listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir sögðu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að listaverk þeirra – geimflaug með styttuna af Guðríði innanborðs – vera nýtt verk sem þær hafi nefnt „Farangursheimild: Fyrsta hvíta móðirin í geimnum“. Bryndís sagði að með því að setja styttuna í geimflaugina vilji listakonurnar spyrja hvaða hagsmunum það þjóni að ramma inn ferðir Guðríðar Þorbjarnardóttir og vísa til hennar sem fyrstu hvítu móðurinnar sem nemi land í Ameríku. Ásmundur Sveinsson nefndi styttuna „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku“ en hún var gerð í tengslum við Heimssýninguna í New York árið 1940. Steinunn sagðist fagna því að „þetta rasíska verk“ væri loks komið af stalli sínum og komið á sinn rétta stað inn í geimflauginni á leiðinni út í geiminn. „Henni verður skotið upp og vonandi breytist hún þar í geimrusl sem flýgur í kringum jörðina,“ sagði Steinunn. Gera sögu Guðríðar hátt undir höfði Kristinn, sem á sæti í Guðríðar- og Laugarbrekkuhópnum sem stóð að því að koma styttunni fyrir á Laugarbrekku, fæðingarstað Guðríðar, segir að með því að koma styttunni fyrir þar hafi hópurinn verið að reyna að gera sögu Guðríðar hátt undir höfði. Og sögu kvenna. „Árið 2000 voru þúsund ár liðin frá ferð Guðríðar og fleiri vestur og við vildum minnast þess hérna á Snæfellsnesi og þá sérstaklega okkar víðförlu konu sem var Guðríður Þorbjarnardóttir. Hún fór yfir átta úthöf, gekk síðan suður alla Evrópu til Rómar. Við vildum minnast afreka þessarar konu. Sögu kvenna hefur heldur ekki verið gert nógu hátt undir höfði. Það er fyrst og fremst það sem við vildum gera – að hefja hennar sögu til vegs og virðingar, sem konu. Þar sem það hafa líka verið karlar sem hafa skrifað söguna, um karla. Hvað styttan heitir, við vorum ekkert að spá í því.“ Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna í þessu máli. „Mér finnst þetta jafn skynsamlegt og ef Yrsa Sigurðardóttir myndi taka bók eftir Arnald Indriðason, endurskrifa bók eftir hann vegna þess að hún væri ekki ánægð með hvernig Arnaldur hefði skrifað söguna. Við eigum að bera virðingu fyrir listrænu frelsi fólks og tjáningu, en líka eignarrétti og því sem fólk er að gera,“ segir Kristinn. Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Söfn Myndlist Reykjavík Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Tengdar fréttir Bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku stolið Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti. 7. apríl 2022 14:45 Stolna styttan komin í leitirnar: „Það þarf að fara yfir málið“ Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi í vikunni, er nú fundin. Sú birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið í dag, eiganda styttunnar og safnstjóra að óvörum. 9. apríl 2022 21:31 Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim. 11. apríl 2022 22:56 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Kristinn segir í samtali við fréttastofu að unnið sé að því að finna lausn á málinu. „Við töluðum saman í morgun, við Sunna. Við erum enn að reyna að finna lausn á þessu,“ segir Kristinn. Sunna segist sjálf vera reglulegu sambandi bæði við listakonurnar sem að verkinu standa og sömuleiðis Kristin. „En listaverkið er hér ennþá fyrir utan,“ segir Sunna. Hún sagði í samtali við fréttastofu á laugardaginn að reynt sé að leysa málið í sameiningu og að verkinu hafi ekki verið stolið í samráði við Nýlistasafnið. Kalla verk Ásmundar „rasískt“ Listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir sögðu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að listaverk þeirra – geimflaug með styttuna af Guðríði innanborðs – vera nýtt verk sem þær hafi nefnt „Farangursheimild: Fyrsta hvíta móðirin í geimnum“. Bryndís sagði að með því að setja styttuna í geimflaugina vilji listakonurnar spyrja hvaða hagsmunum það þjóni að ramma inn ferðir Guðríðar Þorbjarnardóttir og vísa til hennar sem fyrstu hvítu móðurinnar sem nemi land í Ameríku. Ásmundur Sveinsson nefndi styttuna „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku“ en hún var gerð í tengslum við Heimssýninguna í New York árið 1940. Steinunn sagðist fagna því að „þetta rasíska verk“ væri loks komið af stalli sínum og komið á sinn rétta stað inn í geimflauginni á leiðinni út í geiminn. „Henni verður skotið upp og vonandi breytist hún þar í geimrusl sem flýgur í kringum jörðina,“ sagði Steinunn. Gera sögu Guðríðar hátt undir höfði Kristinn, sem á sæti í Guðríðar- og Laugarbrekkuhópnum sem stóð að því að koma styttunni fyrir á Laugarbrekku, fæðingarstað Guðríðar, segir að með því að koma styttunni fyrir þar hafi hópurinn verið að reyna að gera sögu Guðríðar hátt undir höfði. Og sögu kvenna. „Árið 2000 voru þúsund ár liðin frá ferð Guðríðar og fleiri vestur og við vildum minnast þess hérna á Snæfellsnesi og þá sérstaklega okkar víðförlu konu sem var Guðríður Þorbjarnardóttir. Hún fór yfir átta úthöf, gekk síðan suður alla Evrópu til Rómar. Við vildum minnast afreka þessarar konu. Sögu kvenna hefur heldur ekki verið gert nógu hátt undir höfði. Það er fyrst og fremst það sem við vildum gera – að hefja hennar sögu til vegs og virðingar, sem konu. Þar sem það hafa líka verið karlar sem hafa skrifað söguna, um karla. Hvað styttan heitir, við vorum ekkert að spá í því.“ Kristinn segist ekki skilja málflutning listakvennanna í þessu máli. „Mér finnst þetta jafn skynsamlegt og ef Yrsa Sigurðardóttir myndi taka bók eftir Arnald Indriðason, endurskrifa bók eftir hann vegna þess að hún væri ekki ánægð með hvernig Arnaldur hefði skrifað söguna. Við eigum að bera virðingu fyrir listrænu frelsi fólks og tjáningu, en líka eignarrétti og því sem fólk er að gera,“ segir Kristinn.
Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Söfn Myndlist Reykjavík Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Tengdar fréttir Bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku stolið Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti. 7. apríl 2022 14:45 Stolna styttan komin í leitirnar: „Það þarf að fara yfir málið“ Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi í vikunni, er nú fundin. Sú birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið í dag, eiganda styttunnar og safnstjóra að óvörum. 9. apríl 2022 21:31 Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim. 11. apríl 2022 22:56 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Bronsstyttunni af Guðríði Þorbjarnardóttur á Laugarbrekku stolið Óprúttnir aðilar hafa stolið bronsstyttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stóð á stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segist í sjokki vegna málsins en hann á einnig sæti í áhugamannahópi sem vinnur að því að halda minningu Guðríðar á lofti. 7. apríl 2022 14:45
Stolna styttan komin í leitirnar: „Það þarf að fara yfir málið“ Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af stöpli á Laugarbrekku, rétt vestur af Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi í vikunni, er nú fundin. Sú birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið í dag, eiganda styttunnar og safnstjóra að óvörum. 9. apríl 2022 21:31
Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim. 11. apríl 2022 22:56