Fagnaðarerindið forvarnir Gunnlaugur Már Briem skrifar 11. apríl 2022 17:00 Á tímum þar sem fréttir segja okkur frá þeirri gríðarlegu aukningu á legurýmum sem þjóðin mun þarfnast á næstu árum og mikilli mannafla þörf sem vart verður séð fyrir hvernig eigi að mæta miðað við núverandi útskriftartölur heilbrigðismenntaðra. Þá hljótum við að þurfa að velta upp þeirri spurningu hvernig heilbrigðiskerfi framtíðarinnar þarf að vera til þess að vera í stakk búið til að mæta væntingum þjóðarinnar til hágæða heilbrigðisþjónustu með ásættanlegum biðtíma. Við þurfum nálgun þar sem megin áhersla og fjármögnun á að vera á aðgerðir sem raunverulega létta á innflæðinu inn í dýrustu hluta heilbrigðiskerfisins og ýta undir þörfina á legurýmum. Þar getum við valið tvær leiðir. Annarsvegar stórauknar forvarnir þvert yfir samfélagið og vinnumarkaðinn, og hins vegar þar sem við komum aldrei í veg fyrir öll veikindi eða einkenni að bæta aðgengi og þjónustuframboð af snemmtækum inngripum og þjónustu sem auka líkur á vel heppnuðum útskriftum og fækka þar með endurinnlögnum. Þegar horft er til stóru þáttanna sem valda skertri starfsgetu þá tróna á toppnum stoðkerfiseinkenni og svo andleg líðan. Staðreyndirnar segja okkur að því fyrr sem einstaklingar komast til sérfræðinga á þessum sviðum eins og sjúkraþjálfara og sálfræðinga þeim mun auðveldara og ódýrara er að jafnaði að aðstoða fólk og forða því frá þeim vítahring sem langvarandi verkir og vanlíðan geta valdið. Annar stór ávinningur þess að koma til móts við skjólstæðinga snemma í ferlinu er minni óþörf lyfjanotkun sem ætti og er tel ég stefna stjórnvalda en til þess að hljóð og mynd fari saman þarf að tryggja gott og hvetjandi aðengi að þeirri þjónustu sem helst kæmi í stað lyfja. Markmið okkar allra hlýtur að vera að grípa fólk áður en vandamálin verði svo stór að eftir sitji einstaklingar með skert lífsgæði sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir og á sama tíma að verja ríkisreikninginn fyrir óþarfa útgjöldum. Forvarnir og endurhæfing kosta, og fjárhagslegur ávinningur þess verður mikill til framtíðar þó hann komi mögulega ekki skýrt fram á einu eða tveimur kjörtímabilum. En til lengri tíma mun þessi hugsun skila sér margfalt til baka með heilbrigðara samfélagi, minna álagi á heilbrigðiskerfið á sama tíma og við bjóðum þjóðinni ekki eingöngu upp lengra líf heldur bætum við líka lífi við árin með auknum lífsgæðum. Samkvæmt tölfræðistofnun evrópusambandsins er Ísland enn meðal yngstu þjóða Evrópu og því einstakt tækifæri til að bregðast við á forvirkan hátt við þeim áskorunum sem bíða handan hornsins með hækkandi aldri þjóðarinnar. Tryggjum aðgengi að forvörnum og þjónustu sérfræðinga, á sama tíma og við byggjum upp bráðaþjónustu. Höfundur er formaður Félags Sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Sjá meira
Á tímum þar sem fréttir segja okkur frá þeirri gríðarlegu aukningu á legurýmum sem þjóðin mun þarfnast á næstu árum og mikilli mannafla þörf sem vart verður séð fyrir hvernig eigi að mæta miðað við núverandi útskriftartölur heilbrigðismenntaðra. Þá hljótum við að þurfa að velta upp þeirri spurningu hvernig heilbrigðiskerfi framtíðarinnar þarf að vera til þess að vera í stakk búið til að mæta væntingum þjóðarinnar til hágæða heilbrigðisþjónustu með ásættanlegum biðtíma. Við þurfum nálgun þar sem megin áhersla og fjármögnun á að vera á aðgerðir sem raunverulega létta á innflæðinu inn í dýrustu hluta heilbrigðiskerfisins og ýta undir þörfina á legurýmum. Þar getum við valið tvær leiðir. Annarsvegar stórauknar forvarnir þvert yfir samfélagið og vinnumarkaðinn, og hins vegar þar sem við komum aldrei í veg fyrir öll veikindi eða einkenni að bæta aðgengi og þjónustuframboð af snemmtækum inngripum og þjónustu sem auka líkur á vel heppnuðum útskriftum og fækka þar með endurinnlögnum. Þegar horft er til stóru þáttanna sem valda skertri starfsgetu þá tróna á toppnum stoðkerfiseinkenni og svo andleg líðan. Staðreyndirnar segja okkur að því fyrr sem einstaklingar komast til sérfræðinga á þessum sviðum eins og sjúkraþjálfara og sálfræðinga þeim mun auðveldara og ódýrara er að jafnaði að aðstoða fólk og forða því frá þeim vítahring sem langvarandi verkir og vanlíðan geta valdið. Annar stór ávinningur þess að koma til móts við skjólstæðinga snemma í ferlinu er minni óþörf lyfjanotkun sem ætti og er tel ég stefna stjórnvalda en til þess að hljóð og mynd fari saman þarf að tryggja gott og hvetjandi aðengi að þeirri þjónustu sem helst kæmi í stað lyfja. Markmið okkar allra hlýtur að vera að grípa fólk áður en vandamálin verði svo stór að eftir sitji einstaklingar með skert lífsgæði sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir og á sama tíma að verja ríkisreikninginn fyrir óþarfa útgjöldum. Forvarnir og endurhæfing kosta, og fjárhagslegur ávinningur þess verður mikill til framtíðar þó hann komi mögulega ekki skýrt fram á einu eða tveimur kjörtímabilum. En til lengri tíma mun þessi hugsun skila sér margfalt til baka með heilbrigðara samfélagi, minna álagi á heilbrigðiskerfið á sama tíma og við bjóðum þjóðinni ekki eingöngu upp lengra líf heldur bætum við líka lífi við árin með auknum lífsgæðum. Samkvæmt tölfræðistofnun evrópusambandsins er Ísland enn meðal yngstu þjóða Evrópu og því einstakt tækifæri til að bregðast við á forvirkan hátt við þeim áskorunum sem bíða handan hornsins með hækkandi aldri þjóðarinnar. Tryggjum aðgengi að forvörnum og þjónustu sérfræðinga, á sama tíma og við byggjum upp bráðaþjónustu. Höfundur er formaður Félags Sjúkraþjálfara.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun