Ræddu punghögg Halldórs: „Á bara að skammast sín og fara í burtu“ Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2022 11:30 Halldór Garðar Hermannsson gerðist sekur um fólskubrot í leiknum við Tindastól á föstudaginn en verður með á Sauðárkróki í kvöld. vísir/bára/Skjáskot Leikar eru farnir að æsast í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta og litlu munaði að upp úr syði í Keflavík á föstudag eftir fantabrögð Halldórs Garðars Hermannssonar. Halldór Garðar braut á Helga Rafni Viggóssyni, leikmanni Tindastóls, í lok fyrsta leikhluta að því er virtist með því að slæma hendinni á allra viðkvæmasta stað. Keflavík vann leikinn og staðan í einvíginu er því 1-1 fyrir leikinn á Sauðárkróki í kvöld sem sýndur er á Stöð 2 Sport. Sérfræðingar Subway-körfuboltakvölds voru sammála um að Halldór Garðar eyddi of miklum tíma og orku í að pirra andstæðingana í stað þess að sýna körfuboltahæfileika sína. „Þarna sló hann Arnar fyrst og svo þetta… hvað er í gangi?“ sagði Teitur Örlygsson á meðan að hann horfði á klippu af broti Halldórs. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um Halldór Garðar Kjartan Atli Kjartansson kvaðst strax hafa hugsað til Zvonko Buljan, fyrrverandi leikmanns Njarðvíkur, sem fékk þriggja leikja bann fyrir að grípa um kynfæri mótherja á síðustu leiktíð. Buljan fékk á sínum tíma þriggja leikja bann en Halldór Garðar fékk aðeins óíþróttamannslega villu í leiknum á föstudaginn og gat haldið áfram leik: „Þetta er náttúrulega bara brottrekstur,“ sagði Teitur sem taldi hins vegar að ekkert yrði frekar aðhafst í málinu: „Ég veit það ekki. Það var dæmt á þetta í leiknum. Er nokkuð hægt að fara í bann þá?“ „Eins og að honum finnist þetta kúl“ Teitur var sömuleiðis ekki hrifinn af því hvernig Halldór Garðar lét eftir brotið: „Þarna er Halldór Garðar ennþá að rífa kjaft. Þarna á hann bara að skammast sín og fara í burtu. Þetta er þannig brot og vitleysa. Það er eins og að honum finnist þetta kúl,“ sagði Teitur og Matthías Orri Sigurðarson bætti við: „Það er svo stutt síðan að Halldór Garðar var bara alvöru, hann er það örugglega ennþá, „playmaker“ í Þórsliðinu og varnardjöfull líka. Mér finnst hann rosalega fljótur að fara í að skilgreina sig bara sem einhver svona týpa,“ sagði Matthías. „Hann hefur sýnt okkur að hann er hörkugóður körfuboltamaður. Haltu því áfram,“ bætti Teitur við. Leikur Tindastóls og Keflavíkur hefst klukkan 18:15 í kvöld á Stöð 2 Sport. Klukkan 20.15 hefst svo þriðji leikur Vals og Stjörnunnar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Halldór Garðar braut á Helga Rafni Viggóssyni, leikmanni Tindastóls, í lok fyrsta leikhluta að því er virtist með því að slæma hendinni á allra viðkvæmasta stað. Keflavík vann leikinn og staðan í einvíginu er því 1-1 fyrir leikinn á Sauðárkróki í kvöld sem sýndur er á Stöð 2 Sport. Sérfræðingar Subway-körfuboltakvölds voru sammála um að Halldór Garðar eyddi of miklum tíma og orku í að pirra andstæðingana í stað þess að sýna körfuboltahæfileika sína. „Þarna sló hann Arnar fyrst og svo þetta… hvað er í gangi?“ sagði Teitur Örlygsson á meðan að hann horfði á klippu af broti Halldórs. Klippa: Körfuboltakvöld - Umræða um Halldór Garðar Kjartan Atli Kjartansson kvaðst strax hafa hugsað til Zvonko Buljan, fyrrverandi leikmanns Njarðvíkur, sem fékk þriggja leikja bann fyrir að grípa um kynfæri mótherja á síðustu leiktíð. Buljan fékk á sínum tíma þriggja leikja bann en Halldór Garðar fékk aðeins óíþróttamannslega villu í leiknum á föstudaginn og gat haldið áfram leik: „Þetta er náttúrulega bara brottrekstur,“ sagði Teitur sem taldi hins vegar að ekkert yrði frekar aðhafst í málinu: „Ég veit það ekki. Það var dæmt á þetta í leiknum. Er nokkuð hægt að fara í bann þá?“ „Eins og að honum finnist þetta kúl“ Teitur var sömuleiðis ekki hrifinn af því hvernig Halldór Garðar lét eftir brotið: „Þarna er Halldór Garðar ennþá að rífa kjaft. Þarna á hann bara að skammast sín og fara í burtu. Þetta er þannig brot og vitleysa. Það er eins og að honum finnist þetta kúl,“ sagði Teitur og Matthías Orri Sigurðarson bætti við: „Það er svo stutt síðan að Halldór Garðar var bara alvöru, hann er það örugglega ennþá, „playmaker“ í Þórsliðinu og varnardjöfull líka. Mér finnst hann rosalega fljótur að fara í að skilgreina sig bara sem einhver svona týpa,“ sagði Matthías. „Hann hefur sýnt okkur að hann er hörkugóður körfuboltamaður. Haltu því áfram,“ bætti Teitur við. Leikur Tindastóls og Keflavíkur hefst klukkan 18:15 í kvöld á Stöð 2 Sport. Klukkan 20.15 hefst svo þriðji leikur Vals og Stjörnunnar. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira