„Ég get ekki leynt því að ég er svekktur, ég vildi vinna þennan titil“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 10. apríl 2022 20:19 Aron Kristjánsson var ánægður með sigur í Hafnarfjarðarslagnum. Vísir/Hulda Margrét Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur með sigurinn er liðið tók á móti nágrönnum sínum í FH í Olís-deild karla í handbolta í dag. Eftir erfiða byrjun náðu Haukar forystunni undir lok fyrri hálfleiks og héldu henni út seinni hálfleikinn. Lokatölur 32-31. „Ég er auðvitað glaður, glaður að vinna FH. Það var markmiðið fyrir leik og við spiluðum að mörgu leyti góðan leik og náðum upp 5 marka forystu í seinni hálfleik. Við vorum klaufar að missa þetta niður í lokin og við gerðum okkur seka um tæknifeila sem kostuðu okkur í hinn endann. En við sýndum mikinn styrk að landa báðum stigunum en ekki að missa þetta niður í jafntefli.“ Það voru blendnar tilfinningar í leikslok. Haukar sem voru í dauðafæri að landa deildarmeistaratitlinum töpuðu fyrir Val í síðustu umferð og eru Valsmenn deildarmeistarar 2022. „Þessi deild er búin að vera upp og niður í allan vetur þannig að, fyrst vorum við kannski í 3. eða 4. sæti og náðum að vinna okkur upp og vorum að berjast með FH og Val lengi vel. Þar sem FH hafði kannski víst frumkvæði og svo náum við frumkvæði. Við vorum ekki nógu sterkir á móti Val í þessum báðum leikjum, fyrst gerum við jafntefli hérna heima og töpum úti sem gerir það að verkum að þeir fá þennan innbyrðis sigur.“ Aron sagðist vera svekktur með að hafa ekki unnið deildarmeistaratitilinn en nú væri næsta verkefni vera Íslandsmeistaratitilinn. „Ég get alveg týnt nokkra leiki þar sem að ég hefði vilja fá stig eða bæði stig þar sem við gerðum jafntefli. Það er svolítið svekkjandi en að sama skapi erum við að spila deild, okkur finnst við ekkert búnir að vera frábærir samt erum við jafnir liðinu sem var að vinna deildarmeistaratitilinn, það segir eitthvað um okkur. Svo erum við búnir að vera berjast við meiðsl eins og svo margir aðrir. Ég get ekki leynt því að ég er svekktur, ég vildi vinna þennan titil. Ég óska Valsmönnum til hamingju með það. Nú snýst þetta um okkur að gera okkur klára fyrir úrslitakeppnina, mæta klárir í hana og þar þurfum við að reyna selja okkur dýrt.“ Til þess að vera Íslandsmeistarar segir Aron strákana þurfa að mæta með baráttu hugafar og gefa sig alla í verkefnið. „Við þurfum að koma til leiks með gott virkilega gott hugafar, baráttu hugafar, þar sem við erum að gefa okkur í hverja einustu vörn og hverja einustu sókn. Við erum búnir að vera aðeins sveiflukenndir finnst mér og við erum búnir að fá rosalega mikið af tveimur mínútum eða í öðrum hálfleiknum, sem þarf að laga. Við þurfum að ná upp okkar leik og þessum baráttu anda svo sjáum við hvað setur. Valsararnir eru búnir að vera spila hvað best núna og mörg lið sem eiga tilkall til þess. Við þurfum að vinna í okkar málum og gera eins vel og við getum.“ Haukar FH Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - FH 32-31 Haukar sigruðu Hafnarfjarðarslaginn Haukar sigruðu nágranna sína í FH í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. FH-ingar voru með forystuna bróðurpart fyrri hálfleiks en Haukar snéru blaðinu við undir lok fyrri hálfleiks og héldu forystunni út allan leikinn. Lokatölur 32-31. 10. apríl 2022 17:15 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
„Ég er auðvitað glaður, glaður að vinna FH. Það var markmiðið fyrir leik og við spiluðum að mörgu leyti góðan leik og náðum upp 5 marka forystu í seinni hálfleik. Við vorum klaufar að missa þetta niður í lokin og við gerðum okkur seka um tæknifeila sem kostuðu okkur í hinn endann. En við sýndum mikinn styrk að landa báðum stigunum en ekki að missa þetta niður í jafntefli.“ Það voru blendnar tilfinningar í leikslok. Haukar sem voru í dauðafæri að landa deildarmeistaratitlinum töpuðu fyrir Val í síðustu umferð og eru Valsmenn deildarmeistarar 2022. „Þessi deild er búin að vera upp og niður í allan vetur þannig að, fyrst vorum við kannski í 3. eða 4. sæti og náðum að vinna okkur upp og vorum að berjast með FH og Val lengi vel. Þar sem FH hafði kannski víst frumkvæði og svo náum við frumkvæði. Við vorum ekki nógu sterkir á móti Val í þessum báðum leikjum, fyrst gerum við jafntefli hérna heima og töpum úti sem gerir það að verkum að þeir fá þennan innbyrðis sigur.“ Aron sagðist vera svekktur með að hafa ekki unnið deildarmeistaratitilinn en nú væri næsta verkefni vera Íslandsmeistaratitilinn. „Ég get alveg týnt nokkra leiki þar sem að ég hefði vilja fá stig eða bæði stig þar sem við gerðum jafntefli. Það er svolítið svekkjandi en að sama skapi erum við að spila deild, okkur finnst við ekkert búnir að vera frábærir samt erum við jafnir liðinu sem var að vinna deildarmeistaratitilinn, það segir eitthvað um okkur. Svo erum við búnir að vera berjast við meiðsl eins og svo margir aðrir. Ég get ekki leynt því að ég er svekktur, ég vildi vinna þennan titil. Ég óska Valsmönnum til hamingju með það. Nú snýst þetta um okkur að gera okkur klára fyrir úrslitakeppnina, mæta klárir í hana og þar þurfum við að reyna selja okkur dýrt.“ Til þess að vera Íslandsmeistarar segir Aron strákana þurfa að mæta með baráttu hugafar og gefa sig alla í verkefnið. „Við þurfum að koma til leiks með gott virkilega gott hugafar, baráttu hugafar, þar sem við erum að gefa okkur í hverja einustu vörn og hverja einustu sókn. Við erum búnir að vera aðeins sveiflukenndir finnst mér og við erum búnir að fá rosalega mikið af tveimur mínútum eða í öðrum hálfleiknum, sem þarf að laga. Við þurfum að ná upp okkar leik og þessum baráttu anda svo sjáum við hvað setur. Valsararnir eru búnir að vera spila hvað best núna og mörg lið sem eiga tilkall til þess. Við þurfum að vinna í okkar málum og gera eins vel og við getum.“
Haukar FH Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - FH 32-31 Haukar sigruðu Hafnarfjarðarslaginn Haukar sigruðu nágranna sína í FH í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. FH-ingar voru með forystuna bróðurpart fyrri hálfleiks en Haukar snéru blaðinu við undir lok fyrri hálfleiks og héldu forystunni út allan leikinn. Lokatölur 32-31. 10. apríl 2022 17:15 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Leik lokið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Sjá meira
Leik lokið: Haukar - FH 32-31 Haukar sigruðu Hafnarfjarðarslaginn Haukar sigruðu nágranna sína í FH í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. FH-ingar voru með forystuna bróðurpart fyrri hálfleiks en Haukar snéru blaðinu við undir lok fyrri hálfleiks og héldu forystunni út allan leikinn. Lokatölur 32-31. 10. apríl 2022 17:15
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn