„Ég get ekki leynt því að ég er svekktur, ég vildi vinna þennan titil“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 10. apríl 2022 20:19 Aron Kristjánsson var ánægður með sigur í Hafnarfjarðarslagnum. Vísir/Hulda Margrét Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur með sigurinn er liðið tók á móti nágrönnum sínum í FH í Olís-deild karla í handbolta í dag. Eftir erfiða byrjun náðu Haukar forystunni undir lok fyrri hálfleiks og héldu henni út seinni hálfleikinn. Lokatölur 32-31. „Ég er auðvitað glaður, glaður að vinna FH. Það var markmiðið fyrir leik og við spiluðum að mörgu leyti góðan leik og náðum upp 5 marka forystu í seinni hálfleik. Við vorum klaufar að missa þetta niður í lokin og við gerðum okkur seka um tæknifeila sem kostuðu okkur í hinn endann. En við sýndum mikinn styrk að landa báðum stigunum en ekki að missa þetta niður í jafntefli.“ Það voru blendnar tilfinningar í leikslok. Haukar sem voru í dauðafæri að landa deildarmeistaratitlinum töpuðu fyrir Val í síðustu umferð og eru Valsmenn deildarmeistarar 2022. „Þessi deild er búin að vera upp og niður í allan vetur þannig að, fyrst vorum við kannski í 3. eða 4. sæti og náðum að vinna okkur upp og vorum að berjast með FH og Val lengi vel. Þar sem FH hafði kannski víst frumkvæði og svo náum við frumkvæði. Við vorum ekki nógu sterkir á móti Val í þessum báðum leikjum, fyrst gerum við jafntefli hérna heima og töpum úti sem gerir það að verkum að þeir fá þennan innbyrðis sigur.“ Aron sagðist vera svekktur með að hafa ekki unnið deildarmeistaratitilinn en nú væri næsta verkefni vera Íslandsmeistaratitilinn. „Ég get alveg týnt nokkra leiki þar sem að ég hefði vilja fá stig eða bæði stig þar sem við gerðum jafntefli. Það er svolítið svekkjandi en að sama skapi erum við að spila deild, okkur finnst við ekkert búnir að vera frábærir samt erum við jafnir liðinu sem var að vinna deildarmeistaratitilinn, það segir eitthvað um okkur. Svo erum við búnir að vera berjast við meiðsl eins og svo margir aðrir. Ég get ekki leynt því að ég er svekktur, ég vildi vinna þennan titil. Ég óska Valsmönnum til hamingju með það. Nú snýst þetta um okkur að gera okkur klára fyrir úrslitakeppnina, mæta klárir í hana og þar þurfum við að reyna selja okkur dýrt.“ Til þess að vera Íslandsmeistarar segir Aron strákana þurfa að mæta með baráttu hugafar og gefa sig alla í verkefnið. „Við þurfum að koma til leiks með gott virkilega gott hugafar, baráttu hugafar, þar sem við erum að gefa okkur í hverja einustu vörn og hverja einustu sókn. Við erum búnir að vera aðeins sveiflukenndir finnst mér og við erum búnir að fá rosalega mikið af tveimur mínútum eða í öðrum hálfleiknum, sem þarf að laga. Við þurfum að ná upp okkar leik og þessum baráttu anda svo sjáum við hvað setur. Valsararnir eru búnir að vera spila hvað best núna og mörg lið sem eiga tilkall til þess. Við þurfum að vinna í okkar málum og gera eins vel og við getum.“ Haukar FH Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - FH 32-31 Haukar sigruðu Hafnarfjarðarslaginn Haukar sigruðu nágranna sína í FH í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. FH-ingar voru með forystuna bróðurpart fyrri hálfleiks en Haukar snéru blaðinu við undir lok fyrri hálfleiks og héldu forystunni út allan leikinn. Lokatölur 32-31. 10. apríl 2022 17:15 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira
„Ég er auðvitað glaður, glaður að vinna FH. Það var markmiðið fyrir leik og við spiluðum að mörgu leyti góðan leik og náðum upp 5 marka forystu í seinni hálfleik. Við vorum klaufar að missa þetta niður í lokin og við gerðum okkur seka um tæknifeila sem kostuðu okkur í hinn endann. En við sýndum mikinn styrk að landa báðum stigunum en ekki að missa þetta niður í jafntefli.“ Það voru blendnar tilfinningar í leikslok. Haukar sem voru í dauðafæri að landa deildarmeistaratitlinum töpuðu fyrir Val í síðustu umferð og eru Valsmenn deildarmeistarar 2022. „Þessi deild er búin að vera upp og niður í allan vetur þannig að, fyrst vorum við kannski í 3. eða 4. sæti og náðum að vinna okkur upp og vorum að berjast með FH og Val lengi vel. Þar sem FH hafði kannski víst frumkvæði og svo náum við frumkvæði. Við vorum ekki nógu sterkir á móti Val í þessum báðum leikjum, fyrst gerum við jafntefli hérna heima og töpum úti sem gerir það að verkum að þeir fá þennan innbyrðis sigur.“ Aron sagðist vera svekktur með að hafa ekki unnið deildarmeistaratitilinn en nú væri næsta verkefni vera Íslandsmeistaratitilinn. „Ég get alveg týnt nokkra leiki þar sem að ég hefði vilja fá stig eða bæði stig þar sem við gerðum jafntefli. Það er svolítið svekkjandi en að sama skapi erum við að spila deild, okkur finnst við ekkert búnir að vera frábærir samt erum við jafnir liðinu sem var að vinna deildarmeistaratitilinn, það segir eitthvað um okkur. Svo erum við búnir að vera berjast við meiðsl eins og svo margir aðrir. Ég get ekki leynt því að ég er svekktur, ég vildi vinna þennan titil. Ég óska Valsmönnum til hamingju með það. Nú snýst þetta um okkur að gera okkur klára fyrir úrslitakeppnina, mæta klárir í hana og þar þurfum við að reyna selja okkur dýrt.“ Til þess að vera Íslandsmeistarar segir Aron strákana þurfa að mæta með baráttu hugafar og gefa sig alla í verkefnið. „Við þurfum að koma til leiks með gott virkilega gott hugafar, baráttu hugafar, þar sem við erum að gefa okkur í hverja einustu vörn og hverja einustu sókn. Við erum búnir að vera aðeins sveiflukenndir finnst mér og við erum búnir að fá rosalega mikið af tveimur mínútum eða í öðrum hálfleiknum, sem þarf að laga. Við þurfum að ná upp okkar leik og þessum baráttu anda svo sjáum við hvað setur. Valsararnir eru búnir að vera spila hvað best núna og mörg lið sem eiga tilkall til þess. Við þurfum að vinna í okkar málum og gera eins vel og við getum.“
Haukar FH Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - FH 32-31 Haukar sigruðu Hafnarfjarðarslaginn Haukar sigruðu nágranna sína í FH í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. FH-ingar voru með forystuna bróðurpart fyrri hálfleiks en Haukar snéru blaðinu við undir lok fyrri hálfleiks og héldu forystunni út allan leikinn. Lokatölur 32-31. 10. apríl 2022 17:15 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Sjá meira
Leik lokið: Haukar - FH 32-31 Haukar sigruðu Hafnarfjarðarslaginn Haukar sigruðu nágranna sína í FH í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. FH-ingar voru með forystuna bróðurpart fyrri hálfleiks en Haukar snéru blaðinu við undir lok fyrri hálfleiks og héldu forystunni út allan leikinn. Lokatölur 32-31. 10. apríl 2022 17:15