Grænn auðlindagarður í Reykholti í Biskupstungum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. apríl 2022 07:45 Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í gróðurhúsinu í Friðheimum í Reykholti í vikunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Garðyrkjubændur í Reykholti í Biskupstungum ætla að sameinast um að nýta úrgang, sem verður til í gróðuhúsum þeirra og búa þannig til hringrásarkerfi í formi áburðar, sem nýtist stöðvunum. Í því skyni verður Grænn auðlindagarður stofnaður á svæðinu með þátttöku Bláskógabyggðar. Skrifað var undir viljayfirlýsingu um stofnun Græns auðlindagarðs í vikunni á Friðheimum í Reykholti að vistöddum ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.Auk Bláskógabyggðar taka garðyrkjustöðvarnar Espiflöt, Friðheimar og Guðfuhlíð þátt í verkefninu en þessar stöðvar eru með rúmlega 3 hektara undir gleri og nota um 6 MW af uppsettri raforku við framleiðslu á tómötum, gúrkum og blómum. Orkídea, sem er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi á vegum Landsvirkjunar, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Landbúnaðarháskóla Íslands heldur utan um verkefnið. En um hvað snýst það nákvæmlega? „Að auðlind eins getur komið frá úrgangi annars, þar að segja, við erum að nýta allar auðlindir sem best. Það getur komið til einhver afgangur frá ylræktinni, sem við viljum nýta þá, til dæmis sem áburð og áburðaverð er mjög hátt núna, eða til orkuframleiðslu, þannig að það eru ótal möguleikar, sem ylræktin býður upp á og við ætlum að nýta það og búa til betra hringrásarhagkerfi hér í Reykholti. Okkur finnst þetta ótrúlega spennandi verkefni,“ segir Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Orkídeu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem var viðstödd undirskriftina í Reykholti. Hún er mjög ánægað með hugmyndina um Grænan auðlindagarð á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn leggur mikla áherslu að nýtingu Grænnar orku, það eigi að vera mál málanna í dag. „Já, við sjáum það bara þegar olíuverð fer í hæstu hæðir erlendis, þá eykst áhuginn á Grænni orku á Íslandi og við getum framleitt svo ótal miklu meira heldur en við gerum í dag með grænu orkunni okkar,“ segir Sveinn. Hér er nánar hægt að lesa um viljayfirlýsinguna og um hvað hún snýst Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökunum er mjög ánægður með viljayfirlýsinguna. Hann er garðyrkjubóndi í Espiflöt í Reykholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Skrifað var undir viljayfirlýsingu um stofnun Græns auðlindagarðs í vikunni á Friðheimum í Reykholti að vistöddum ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.Auk Bláskógabyggðar taka garðyrkjustöðvarnar Espiflöt, Friðheimar og Guðfuhlíð þátt í verkefninu en þessar stöðvar eru með rúmlega 3 hektara undir gleri og nota um 6 MW af uppsettri raforku við framleiðslu á tómötum, gúrkum og blómum. Orkídea, sem er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi á vegum Landsvirkjunar, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga og Landbúnaðarháskóla Íslands heldur utan um verkefnið. En um hvað snýst það nákvæmlega? „Að auðlind eins getur komið frá úrgangi annars, þar að segja, við erum að nýta allar auðlindir sem best. Það getur komið til einhver afgangur frá ylræktinni, sem við viljum nýta þá, til dæmis sem áburð og áburðaverð er mjög hátt núna, eða til orkuframleiðslu, þannig að það eru ótal möguleikar, sem ylræktin býður upp á og við ætlum að nýta það og búa til betra hringrásarhagkerfi hér í Reykholti. Okkur finnst þetta ótrúlega spennandi verkefni,“ segir Sveinn Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Orkídeu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem var viðstödd undirskriftina í Reykholti. Hún er mjög ánægað með hugmyndina um Grænan auðlindagarð á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn leggur mikla áherslu að nýtingu Grænnar orku, það eigi að vera mál málanna í dag. „Já, við sjáum það bara þegar olíuverð fer í hæstu hæðir erlendis, þá eykst áhuginn á Grænni orku á Íslandi og við getum framleitt svo ótal miklu meira heldur en við gerum í dag með grænu orkunni okkar,“ segir Sveinn. Hér er nánar hægt að lesa um viljayfirlýsinguna og um hvað hún snýst Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökunum er mjög ánægður með viljayfirlýsinguna. Hann er garðyrkjubóndi í Espiflöt í Reykholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira