Gera samkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði: „Við erum í rauninni bara að draga línu í sandinn“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 8. apríl 2022 19:46 Reykjavíkurborg, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Samtök ferðaþjónustunnar, Ríkislögreglustjóri, Neyðarlínan og ný Samtök reykvískra skemmtistaða eru aðilar að samkomulaginu. Reykjavíkurborg, viðbragðsaðilar og ný Samtök reykvískra skemmtistaða hafa gert samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði. Stjórnarmeðlimur samtakanna segir alla vinna að sama markmiði. Borgarstjóri segir að með þessu séu þau að draga línu í sandinn og stuðla að öruggara skemmtanalífi. Samningurinn gildir til ársins 2024 en Reykjavíkurborg, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Samtök ferðaþjónustunnar, Ríkislögreglustjóri, Neyðarlínan og ný Samtök reykvískra skemmtistaða eru aðilar að samkomulaginu. „Við erum í rauninni bara að draga línu í sandinn, borgaryfirvöld, lögreglan og staðirnir sjálfir, til þess að tryggja að það sé öryggi alls staðar, líka þegar maður fer út að skemmta sér,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar. Þetta er í fjórða sinn sem samkomulag um verkefnið er undirritað en markmiðið er að standa að vitundarvakningu og tryggja öryggi gesta og starfsfólks á skemmtistöðum borgarinnar. „Þetta er nánara samstarf borgarinnar, lögreglu, skemmtistaðanna og dyravarðanna, þarna eru líka ákveðin ákvæði um að við viljum ekki að það séu einhver myrk horn á skemmtistöðum,“ segir Dagur. „Þetta gengur líka út á það að fólk læri hvert af öðru og þetta sé bara alveg skýrt að við viljum að skemmtanalífinu fylgi líka ákveðin öryggismenningu,“ segir hann enn fremur. „Við erum svolítið eins og beljur á vori eftir Covid en við höfum líka lært ýmislegt, til dæmis um samvinnu.“ Allir að vinna að sama markmiði Samhliða undirrituninni í dag voru ný Samtök reykvískra skemmtistaða stofnuð en 26 skemmtistaðir taka þátt í verkefninu. Birgitta Líf Björnsdóttir frá Bankastræti Club, Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams frá Prikinu og Húrra, og Ásgeir Guðmundsson frá Röntgen eru í forsvari fyrir samtökin en Birgitta Líf segir þau gegna mikilvægu hlutverki. „Bara að vera með einhvern vettvang þar sem við getum talað saman, átt samtalið, og haft síðan beina leið í rauninni að lögreglunni og borginni og geta bara unnið þetta saman. Það er mjög mikilvægt,“ segir Birgitta Líf. Frá undirritun samkomulagsins í morgun.Vísir/Einar Þá er hún bjartsýn á að samstarfið gangi vel en meðal málefna sem hún hefur sjálf barist gegn eru byrlanir á skemmtistöðum. „Ég held að það sé eitthvað sem við erum öll sammála um að þurfi að taka á og í rauninni bara að upplýsa alla um hvað sé í gangi, hvað er hægt að gera til að sporna gegn þessu,“ segir Birgitta. „Við viljum koma á ákveðnum verkferlum og samræma okkur þannig að allir séu að vinna að sama lokamarkmiði, sem er að fólk sé öruggt til að koma og skemmta sér hjá okkur,“ segir hún. Aðspurð um hvort hún telji það sérstaklega mikilvægt að samtök á borð við þessi séu stofnuð, nú þegar margir eru byrjaðir að sleppa af sér beislinu eftir Covid, segir hún svo vera. „Ég held að þetta sé svolítið mikið komið til út af Covid, af því að þegar allt lokaði þá varð til þetta spjall á milli okkar allra,“ segir Birgitta. „Þetta er náttúrulega alltaf mikilvægt en sérstaklega kannski núna.“ Næturlíf Reykjavík Lögreglan Veitingastaðir Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Fyrsta skrefið er að gera byrlun að refsiverðu broti“ Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var gestur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún ræddi byrlanir en hún lagði fram fyrirspurn varðandi byrlanir til heilbrigðis- og dómsmálaráðherra á Alþingi í desember. 24. mars 2022 18:25 Óttast hvað maðurinn gerir næst og gagnrýnir viðbrögð lögreglu: „Þetta snýst um öryggi kvenna“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið nokkrar tilkynningar vegna grunsamlegs sendibíls í miðbænum en mikil umræða hefur skapast undanfarið á samfélagsmiðlum þar sem ökumaðurinn er sagður hafa reynt að lokka konur upp í bílinn. Ein kona sem hefur tilkynnt manninn óttast hvað hann gerir næst og gagnrýnir harðlega viðbrögð lögreglunnar hingað til. 17. mars 2022 21:00 Brjálaðri afléttinganótt en í fyrra Í gærkvöldi gátu skemmtanaþyrstir Íslendingar loksins djammað almennilega án nokkurra takmarkana. Aðfaranótt fimmtudags voru allar sóttvarnatakmarkanir felldar úr gildi og gátu skemmtistaðir því haft opið langt inn í aðfaranótt laugardagsins. 26. febrúar 2022 15:19 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Samningurinn gildir til ársins 2024 en Reykjavíkurborg, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Samtök ferðaþjónustunnar, Ríkislögreglustjóri, Neyðarlínan og ný Samtök reykvískra skemmtistaða eru aðilar að samkomulaginu. „Við erum í rauninni bara að draga línu í sandinn, borgaryfirvöld, lögreglan og staðirnir sjálfir, til þess að tryggja að það sé öryggi alls staðar, líka þegar maður fer út að skemmta sér,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar. Þetta er í fjórða sinn sem samkomulag um verkefnið er undirritað en markmiðið er að standa að vitundarvakningu og tryggja öryggi gesta og starfsfólks á skemmtistöðum borgarinnar. „Þetta er nánara samstarf borgarinnar, lögreglu, skemmtistaðanna og dyravarðanna, þarna eru líka ákveðin ákvæði um að við viljum ekki að það séu einhver myrk horn á skemmtistöðum,“ segir Dagur. „Þetta gengur líka út á það að fólk læri hvert af öðru og þetta sé bara alveg skýrt að við viljum að skemmtanalífinu fylgi líka ákveðin öryggismenningu,“ segir hann enn fremur. „Við erum svolítið eins og beljur á vori eftir Covid en við höfum líka lært ýmislegt, til dæmis um samvinnu.“ Allir að vinna að sama markmiði Samhliða undirrituninni í dag voru ný Samtök reykvískra skemmtistaða stofnuð en 26 skemmtistaðir taka þátt í verkefninu. Birgitta Líf Björnsdóttir frá Bankastræti Club, Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams frá Prikinu og Húrra, og Ásgeir Guðmundsson frá Röntgen eru í forsvari fyrir samtökin en Birgitta Líf segir þau gegna mikilvægu hlutverki. „Bara að vera með einhvern vettvang þar sem við getum talað saman, átt samtalið, og haft síðan beina leið í rauninni að lögreglunni og borginni og geta bara unnið þetta saman. Það er mjög mikilvægt,“ segir Birgitta Líf. Frá undirritun samkomulagsins í morgun.Vísir/Einar Þá er hún bjartsýn á að samstarfið gangi vel en meðal málefna sem hún hefur sjálf barist gegn eru byrlanir á skemmtistöðum. „Ég held að það sé eitthvað sem við erum öll sammála um að þurfi að taka á og í rauninni bara að upplýsa alla um hvað sé í gangi, hvað er hægt að gera til að sporna gegn þessu,“ segir Birgitta. „Við viljum koma á ákveðnum verkferlum og samræma okkur þannig að allir séu að vinna að sama lokamarkmiði, sem er að fólk sé öruggt til að koma og skemmta sér hjá okkur,“ segir hún. Aðspurð um hvort hún telji það sérstaklega mikilvægt að samtök á borð við þessi séu stofnuð, nú þegar margir eru byrjaðir að sleppa af sér beislinu eftir Covid, segir hún svo vera. „Ég held að þetta sé svolítið mikið komið til út af Covid, af því að þegar allt lokaði þá varð til þetta spjall á milli okkar allra,“ segir Birgitta. „Þetta er náttúrulega alltaf mikilvægt en sérstaklega kannski núna.“
Næturlíf Reykjavík Lögreglan Veitingastaðir Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Fyrsta skrefið er að gera byrlun að refsiverðu broti“ Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var gestur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún ræddi byrlanir en hún lagði fram fyrirspurn varðandi byrlanir til heilbrigðis- og dómsmálaráðherra á Alþingi í desember. 24. mars 2022 18:25 Óttast hvað maðurinn gerir næst og gagnrýnir viðbrögð lögreglu: „Þetta snýst um öryggi kvenna“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið nokkrar tilkynningar vegna grunsamlegs sendibíls í miðbænum en mikil umræða hefur skapast undanfarið á samfélagsmiðlum þar sem ökumaðurinn er sagður hafa reynt að lokka konur upp í bílinn. Ein kona sem hefur tilkynnt manninn óttast hvað hann gerir næst og gagnrýnir harðlega viðbrögð lögreglunnar hingað til. 17. mars 2022 21:00 Brjálaðri afléttinganótt en í fyrra Í gærkvöldi gátu skemmtanaþyrstir Íslendingar loksins djammað almennilega án nokkurra takmarkana. Aðfaranótt fimmtudags voru allar sóttvarnatakmarkanir felldar úr gildi og gátu skemmtistaðir því haft opið langt inn í aðfaranótt laugardagsins. 26. febrúar 2022 15:19 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Fyrsta skrefið er að gera byrlun að refsiverðu broti“ Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var gestur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún ræddi byrlanir en hún lagði fram fyrirspurn varðandi byrlanir til heilbrigðis- og dómsmálaráðherra á Alþingi í desember. 24. mars 2022 18:25
Óttast hvað maðurinn gerir næst og gagnrýnir viðbrögð lögreglu: „Þetta snýst um öryggi kvenna“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið nokkrar tilkynningar vegna grunsamlegs sendibíls í miðbænum en mikil umræða hefur skapast undanfarið á samfélagsmiðlum þar sem ökumaðurinn er sagður hafa reynt að lokka konur upp í bílinn. Ein kona sem hefur tilkynnt manninn óttast hvað hann gerir næst og gagnrýnir harðlega viðbrögð lögreglunnar hingað til. 17. mars 2022 21:00
Brjálaðri afléttinganótt en í fyrra Í gærkvöldi gátu skemmtanaþyrstir Íslendingar loksins djammað almennilega án nokkurra takmarkana. Aðfaranótt fimmtudags voru allar sóttvarnatakmarkanir felldar úr gildi og gátu skemmtistaðir því haft opið langt inn í aðfaranótt laugardagsins. 26. febrúar 2022 15:19
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent