Serena íhugar endurkomu í sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2022 09:30 Serena Williams hefur ekki keppt á Wimbledon-mótinu síðasta sumar. Getty Images Serena Williams hefur gefið í skyn að hún gæti keppt á Wimbledon-mótinu í tennis hefst þann 27. júní. Serena hefur ekki keppt síðan síðasta sumar. Hin fertuga Serena hefur ekki enn gefið út að hún hafi lagt spaðann á hilluna þó svo hún hafi ekki keppt síðan hún þurfti að hætta keppni vegna meiðsla á Wimbledon á síðasta ári. Nú hefur þessi magnaða íþróttakona gefið til kynna að hún gæti snúið aftur á sama stað og ferillinn virtist vera á enda. Serena hefur alls sigrað 23 meistaramót á sínum ferli og vantar aðeins einn sigur til að jafna met Margaret Court en engin/n hefur unnið fleiri meistaramót í tennis. Hún þurfti að hætta leik á Wimbledon síðasta sumar og missti í kjölfarið af Opna bandaríska meistaramótinu. Þá ákvað hún að taka ekki þátt á Ólympíuleikunum í Tókýó og hún taldi sig ekki í nægilega góðu formi til að keppa á Opna ástralska í upphafi árs. Hún ræddi nýverið við Aaron Rodgers, hinn 38 ára gamla leikstjórnanda Green Bay Packers í NFL-deildinni, og sagði hann Serenu að taka slaginn. „Við vorum að ræða endurkomuna mína. Hann gaf mér mikið sjálfstraust og sagði mér að ég ætti að gera mig klára fyrir Wimbledon.“ The GOAT Aaron Rodgers on Serena s IG pic.twitter.com/kWvDWOyh4o— Matt Schneidman (@mattschneidman) April 7, 2022 Williams hefur ekki unnið stórmót í tennis síðan 2017. Síðan þá hefur hún tapað í úrslitum Opna bandaríska 2018 og Wimbledon ári síðar. Hver veit nema hún komist alla leið í úrslit Wimbledon-mótsins í ár og jafni loks met Court. Tennis Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Hin fertuga Serena hefur ekki enn gefið út að hún hafi lagt spaðann á hilluna þó svo hún hafi ekki keppt síðan hún þurfti að hætta keppni vegna meiðsla á Wimbledon á síðasta ári. Nú hefur þessi magnaða íþróttakona gefið til kynna að hún gæti snúið aftur á sama stað og ferillinn virtist vera á enda. Serena hefur alls sigrað 23 meistaramót á sínum ferli og vantar aðeins einn sigur til að jafna met Margaret Court en engin/n hefur unnið fleiri meistaramót í tennis. Hún þurfti að hætta leik á Wimbledon síðasta sumar og missti í kjölfarið af Opna bandaríska meistaramótinu. Þá ákvað hún að taka ekki þátt á Ólympíuleikunum í Tókýó og hún taldi sig ekki í nægilega góðu formi til að keppa á Opna ástralska í upphafi árs. Hún ræddi nýverið við Aaron Rodgers, hinn 38 ára gamla leikstjórnanda Green Bay Packers í NFL-deildinni, og sagði hann Serenu að taka slaginn. „Við vorum að ræða endurkomuna mína. Hann gaf mér mikið sjálfstraust og sagði mér að ég ætti að gera mig klára fyrir Wimbledon.“ The GOAT Aaron Rodgers on Serena s IG pic.twitter.com/kWvDWOyh4o— Matt Schneidman (@mattschneidman) April 7, 2022 Williams hefur ekki unnið stórmót í tennis síðan 2017. Síðan þá hefur hún tapað í úrslitum Opna bandaríska 2018 og Wimbledon ári síðar. Hver veit nema hún komist alla leið í úrslit Wimbledon-mótsins í ár og jafni loks met Court.
Tennis Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira