Gunnhildur sýnir Úkraínu samstöðu á meðan hún berst gegn Hvít-Rússum Sindri Sverrisson skrifar 7. apríl 2022 16:28 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins. Foto: Hulda Margrét Óladóttir/Hulda Margrét Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sýnir Úkraínu samstöðu með táknrænum hætti í landsleik Íslands og Hvíta-Rússlands sem nú stendur yfir í Belgrad í Serbíu. Gunnhildur Yrsa er með fyrirliðabandið sitt í fánalitum Úkraínu, gulum og bláum, í leiknum sem er liður í undankeppni HM í fótbolta. Með fyrirliðaband í úkraínsku fánalitunum gegn Hvíta Rússlandi. Vel gert. #fotboltinet pic.twitter.com/g4WT9tuhco— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) April 7, 2022 Gunnhildur er búin að koma sér á blað í leiknum með því að skora annað mark Íslands en lýsingu frá leiknum má finna hér: Samkvæmt ákvörðun UEFA mega landslið Hvíta-Rússlands ekki spila heimaleiki sína í landinu, vegna stuðnings Hvít-Rússa við innrás Rússa í Úkraínu. Knattspyrnusamband Hollands gekk skrefi lengra og neitar að láta landslið sín spila leiki við Hvíta-Rússland, svo að leik Hollands og Hvíta-Rússlands í riðli Íslands, sem fara átti fram á þriðjudaginn, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Knattspyrnusamband Íslands fer hins vegar eftir uppleggi UEFA og neitar að spila landsleiki við Rússland en heimilar leiki við Hvíta-Rússland utan landamæra Hvíta-Rússlands. Gunnhildur Yrsa er áfram fyrirliði Íslands þrátt fyrir að Sara Björk Gunnarsdóttir sé nýkomin aftur í hópinn eftir að hafa eignast barn í nóvember. Gunnhildur hefur verið fyrirliði frá því að Þorsteinn Halldórsson tók við sem landsliðsþjálfari í janúar í fyrra. Gunnhildur hefur á þessu ári einnig látið til sín taka í baráttu gegn nýjum lögum í Flórída sem kölluð hafa verið „Don‘t say gay“-lög af gagnrýnendum. Þau fela meðal annars í sér að foreldrum sé gert kleift að höfða mál á hendur skólastjórnendum ef fjallað er um samkynhneigð í kennslu 5 til 11 ára barna. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira
Gunnhildur Yrsa er með fyrirliðabandið sitt í fánalitum Úkraínu, gulum og bláum, í leiknum sem er liður í undankeppni HM í fótbolta. Með fyrirliðaband í úkraínsku fánalitunum gegn Hvíta Rússlandi. Vel gert. #fotboltinet pic.twitter.com/g4WT9tuhco— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) April 7, 2022 Gunnhildur er búin að koma sér á blað í leiknum með því að skora annað mark Íslands en lýsingu frá leiknum má finna hér: Samkvæmt ákvörðun UEFA mega landslið Hvíta-Rússlands ekki spila heimaleiki sína í landinu, vegna stuðnings Hvít-Rússa við innrás Rússa í Úkraínu. Knattspyrnusamband Hollands gekk skrefi lengra og neitar að láta landslið sín spila leiki við Hvíta-Rússland, svo að leik Hollands og Hvíta-Rússlands í riðli Íslands, sem fara átti fram á þriðjudaginn, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Knattspyrnusamband Íslands fer hins vegar eftir uppleggi UEFA og neitar að spila landsleiki við Rússland en heimilar leiki við Hvíta-Rússland utan landamæra Hvíta-Rússlands. Gunnhildur Yrsa er áfram fyrirliði Íslands þrátt fyrir að Sara Björk Gunnarsdóttir sé nýkomin aftur í hópinn eftir að hafa eignast barn í nóvember. Gunnhildur hefur verið fyrirliði frá því að Þorsteinn Halldórsson tók við sem landsliðsþjálfari í janúar í fyrra. Gunnhildur hefur á þessu ári einnig látið til sín taka í baráttu gegn nýjum lögum í Flórída sem kölluð hafa verið „Don‘t say gay“-lög af gagnrýnendum. Þau fela meðal annars í sér að foreldrum sé gert kleift að höfða mál á hendur skólastjórnendum ef fjallað er um samkynhneigð í kennslu 5 til 11 ára barna.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Sjá meira