Gunnhildur sýnir Úkraínu samstöðu á meðan hún berst gegn Hvít-Rússum Sindri Sverrisson skrifar 7. apríl 2022 16:28 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins. Foto: Hulda Margrét Óladóttir/Hulda Margrét Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sýnir Úkraínu samstöðu með táknrænum hætti í landsleik Íslands og Hvíta-Rússlands sem nú stendur yfir í Belgrad í Serbíu. Gunnhildur Yrsa er með fyrirliðabandið sitt í fánalitum Úkraínu, gulum og bláum, í leiknum sem er liður í undankeppni HM í fótbolta. Með fyrirliðaband í úkraínsku fánalitunum gegn Hvíta Rússlandi. Vel gert. #fotboltinet pic.twitter.com/g4WT9tuhco— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) April 7, 2022 Gunnhildur er búin að koma sér á blað í leiknum með því að skora annað mark Íslands en lýsingu frá leiknum má finna hér: Samkvæmt ákvörðun UEFA mega landslið Hvíta-Rússlands ekki spila heimaleiki sína í landinu, vegna stuðnings Hvít-Rússa við innrás Rússa í Úkraínu. Knattspyrnusamband Hollands gekk skrefi lengra og neitar að láta landslið sín spila leiki við Hvíta-Rússland, svo að leik Hollands og Hvíta-Rússlands í riðli Íslands, sem fara átti fram á þriðjudaginn, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Knattspyrnusamband Íslands fer hins vegar eftir uppleggi UEFA og neitar að spila landsleiki við Rússland en heimilar leiki við Hvíta-Rússland utan landamæra Hvíta-Rússlands. Gunnhildur Yrsa er áfram fyrirliði Íslands þrátt fyrir að Sara Björk Gunnarsdóttir sé nýkomin aftur í hópinn eftir að hafa eignast barn í nóvember. Gunnhildur hefur verið fyrirliði frá því að Þorsteinn Halldórsson tók við sem landsliðsþjálfari í janúar í fyrra. Gunnhildur hefur á þessu ári einnig látið til sín taka í baráttu gegn nýjum lögum í Flórída sem kölluð hafa verið „Don‘t say gay“-lög af gagnrýnendum. Þau fela meðal annars í sér að foreldrum sé gert kleift að höfða mál á hendur skólastjórnendum ef fjallað er um samkynhneigð í kennslu 5 til 11 ára barna. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sjá meira
Gunnhildur Yrsa er með fyrirliðabandið sitt í fánalitum Úkraínu, gulum og bláum, í leiknum sem er liður í undankeppni HM í fótbolta. Með fyrirliðaband í úkraínsku fánalitunum gegn Hvíta Rússlandi. Vel gert. #fotboltinet pic.twitter.com/g4WT9tuhco— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) April 7, 2022 Gunnhildur er búin að koma sér á blað í leiknum með því að skora annað mark Íslands en lýsingu frá leiknum má finna hér: Samkvæmt ákvörðun UEFA mega landslið Hvíta-Rússlands ekki spila heimaleiki sína í landinu, vegna stuðnings Hvít-Rússa við innrás Rússa í Úkraínu. Knattspyrnusamband Hollands gekk skrefi lengra og neitar að láta landslið sín spila leiki við Hvíta-Rússland, svo að leik Hollands og Hvíta-Rússlands í riðli Íslands, sem fara átti fram á þriðjudaginn, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Knattspyrnusamband Íslands fer hins vegar eftir uppleggi UEFA og neitar að spila landsleiki við Rússland en heimilar leiki við Hvíta-Rússland utan landamæra Hvíta-Rússlands. Gunnhildur Yrsa er áfram fyrirliði Íslands þrátt fyrir að Sara Björk Gunnarsdóttir sé nýkomin aftur í hópinn eftir að hafa eignast barn í nóvember. Gunnhildur hefur verið fyrirliði frá því að Þorsteinn Halldórsson tók við sem landsliðsþjálfari í janúar í fyrra. Gunnhildur hefur á þessu ári einnig látið til sín taka í baráttu gegn nýjum lögum í Flórída sem kölluð hafa verið „Don‘t say gay“-lög af gagnrýnendum. Þau fela meðal annars í sér að foreldrum sé gert kleift að höfða mál á hendur skólastjórnendum ef fjallað er um samkynhneigð í kennslu 5 til 11 ára barna.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Sjá meira