Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 42-30 | Stjarnan fer með sigur í farteskinu í rimmu við ÍBV Hjörvar Ólafsson skrifar 10. apríl 2022 19:36 Stjarnan tekur á móti botnliði Víkings. Vísir/Vilhelm Stjarnan fór með sannfærandi sigur af hólmi þegar liðið fékk Víking í heimsókn í TM-höllina í lokaumferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 42-30 Stjörnunni í vil en heimamenn voru nokkuð lengi í gang og staðan var jöfn 19-19 í hálfleik. Patrekur Jóhanesson, þjálfari Stjörnunnar, hefur farið vel yfir málin í hálfleik en leikmenn Stjörnunnar skiptu um gír í seinni hálfleik. Á um það bil tíu mínútna kafla náði Stjarnan að búa sér til þægilegt forskot sem hélst í kringum tíu mörk það sem eftir lifði leiks. Adam Thorstensen sem hefur verið frá undanfarið vegna höfuðhöggs átti góða innkomu inn í mörk Stjörnumanna í seinni hálfeik. Stjarnan hafnar í sjötta sæti deildarinnar og mætir ÍBV í átta liða úrslitum í úrslitakeppni deildarinnar. Víkingur er hins vegar fallinn úr efstu deild en það varð raunar ljóst fyrir nokkrum umferðum síðan. Patrekur: Staðan fín fyrir komandi verkefni „Það var vitað fyrir þennan leik að við myndum lenda í sjötta sæti og fyrri hálfleikurinn bar þess merki að það væri ekkert undir. Við vorum arfaslakir varnarlega framan af leik og ég fór yfir það bara í rólegheitunum hvað mætti betur fara á þeim enda vallarins í hálfleik," sagði Patrekur eftir leik. „Við spiluðum betur í þeim seinni og náðum í þessu tvö stig sem setja okkur í svipaðan stigafjölda og í fyrra. Við hefðum viljað gera betur í deildarkeppninni og það eru nokkrir leikir þar sem við hefðum getað gert mun betur. Nú er það hins vegar bara frá og við einbeitum okkur að komandi slag við Eyjamenn," sagði Patrekur enn fremur. „Mér líst bara vel á að spila við ÍBV en við vitum að við þurfum að ná upp okkar allra besta leik til þess að leggja þá að velli. Staðan á liðinu er bara góð þrátt fyrir að við hefðum viljað enda aðeins hærra í töflunni. Það er gott að fá Adam Thorsteinsen aftur inn í markið eftir höfuðhögg. Nú bara söfnum við orku fyrir rimmunni í Vestmannaeyjum. Það er alltaf gaman að fara til Eyja að spila," segir hann um framhaldið. Jón Gunnlaugur: Stoltur af frammistöðu liðsins í vetur „Það var súrt að við náðum ekki að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik en ég er stoltur af frammistöðunni í þessum leik eins og ég hef verið í allan vetur. Við vissum það vel fyrirfram að þetta yrði brekka en ég geng sáttur frá tímabilinu," sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings. „Við spilum 12-13 hörkuleiki þar sem við hefðum hæglega getað náð í stig. Það eru svo um það bil fimm leikir þar sem við erum búnir að kasta frá okkur leiknum í hálfleik. Ef þú hefðir sagt mér að þetta yrði sviðsmyndin fyrir leiktíðina þá hefði ég glaður tekið það. Leikmenn liðsins stöðu sig vel og sýndu oft og tíðum hvað í þeim býr," sagði Jón Gunnlaugur um veturinn hjá Víkingi. „Við Andri Berg Haraldsson erum farnir að teikna upp næstu leiktíð og það er ljóst að það verða einhverjar mannabreytingar. Við munum mæta með sterkt lið í Grill 66-deildina og framtíðin er björt í handboltanum hjá Víkingi að mínu mati," sagði þjálfarinn um komandi tíma. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan átti inni aukagír í seinni hálfleik og keyrði yfir Víkinga sem urðu bensínlausir þegar leið á leikinn. Vörn Stjörnunnar var öflug í seinni hálfeik og Adam Thorstensen átti góða innkomu í mark heimamanna. Hverjir stóðu upp úr? Í rislitlum leik voru Tandri Már Konráðsson og Hafþór Már Vignisson stöðugastir. Það var svo gaman að sjá sóknartilburði Hrannars Braga Eyjólfssonar í seinni hálfleik. Jóhannes Berg Andrason var svo fremstur í flokki hjá Víkingi og það verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni. Hvað gekk illa? Netsambandið datt út um miðjan fyrri hálfleikinn og grípa þurfti til gömlu góðu skeiðklukkunnar og borðtennisspjaldisns til þess að fylgjast með og skrá framvindu leiksins. Þetta þurfa Garðbæingar að kippa í liðinn eftir helgi. Hvað gerist næst? Stjörnumenn búa sig undir einvígi við ÍBV í átta liða úrslitum í úrslitakeppni Olísdeildarinnar á meðan Víkingar undirbúa liðið fyrir þátttöku í næstefstu deild. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík
Stjarnan fór með sannfærandi sigur af hólmi þegar liðið fékk Víking í heimsókn í TM-höllina í lokaumferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 42-30 Stjörnunni í vil en heimamenn voru nokkuð lengi í gang og staðan var jöfn 19-19 í hálfleik. Patrekur Jóhanesson, þjálfari Stjörnunnar, hefur farið vel yfir málin í hálfleik en leikmenn Stjörnunnar skiptu um gír í seinni hálfleik. Á um það bil tíu mínútna kafla náði Stjarnan að búa sér til þægilegt forskot sem hélst í kringum tíu mörk það sem eftir lifði leiks. Adam Thorstensen sem hefur verið frá undanfarið vegna höfuðhöggs átti góða innkomu inn í mörk Stjörnumanna í seinni hálfeik. Stjarnan hafnar í sjötta sæti deildarinnar og mætir ÍBV í átta liða úrslitum í úrslitakeppni deildarinnar. Víkingur er hins vegar fallinn úr efstu deild en það varð raunar ljóst fyrir nokkrum umferðum síðan. Patrekur: Staðan fín fyrir komandi verkefni „Það var vitað fyrir þennan leik að við myndum lenda í sjötta sæti og fyrri hálfleikurinn bar þess merki að það væri ekkert undir. Við vorum arfaslakir varnarlega framan af leik og ég fór yfir það bara í rólegheitunum hvað mætti betur fara á þeim enda vallarins í hálfleik," sagði Patrekur eftir leik. „Við spiluðum betur í þeim seinni og náðum í þessu tvö stig sem setja okkur í svipaðan stigafjölda og í fyrra. Við hefðum viljað gera betur í deildarkeppninni og það eru nokkrir leikir þar sem við hefðum getað gert mun betur. Nú er það hins vegar bara frá og við einbeitum okkur að komandi slag við Eyjamenn," sagði Patrekur enn fremur. „Mér líst bara vel á að spila við ÍBV en við vitum að við þurfum að ná upp okkar allra besta leik til þess að leggja þá að velli. Staðan á liðinu er bara góð þrátt fyrir að við hefðum viljað enda aðeins hærra í töflunni. Það er gott að fá Adam Thorsteinsen aftur inn í markið eftir höfuðhögg. Nú bara söfnum við orku fyrir rimmunni í Vestmannaeyjum. Það er alltaf gaman að fara til Eyja að spila," segir hann um framhaldið. Jón Gunnlaugur: Stoltur af frammistöðu liðsins í vetur „Það var súrt að við náðum ekki að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik en ég er stoltur af frammistöðunni í þessum leik eins og ég hef verið í allan vetur. Við vissum það vel fyrirfram að þetta yrði brekka en ég geng sáttur frá tímabilinu," sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings. „Við spilum 12-13 hörkuleiki þar sem við hefðum hæglega getað náð í stig. Það eru svo um það bil fimm leikir þar sem við erum búnir að kasta frá okkur leiknum í hálfleik. Ef þú hefðir sagt mér að þetta yrði sviðsmyndin fyrir leiktíðina þá hefði ég glaður tekið það. Leikmenn liðsins stöðu sig vel og sýndu oft og tíðum hvað í þeim býr," sagði Jón Gunnlaugur um veturinn hjá Víkingi. „Við Andri Berg Haraldsson erum farnir að teikna upp næstu leiktíð og það er ljóst að það verða einhverjar mannabreytingar. Við munum mæta með sterkt lið í Grill 66-deildina og framtíðin er björt í handboltanum hjá Víkingi að mínu mati," sagði þjálfarinn um komandi tíma. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan átti inni aukagír í seinni hálfleik og keyrði yfir Víkinga sem urðu bensínlausir þegar leið á leikinn. Vörn Stjörnunnar var öflug í seinni hálfeik og Adam Thorstensen átti góða innkomu í mark heimamanna. Hverjir stóðu upp úr? Í rislitlum leik voru Tandri Már Konráðsson og Hafþór Már Vignisson stöðugastir. Það var svo gaman að sjá sóknartilburði Hrannars Braga Eyjólfssonar í seinni hálfleik. Jóhannes Berg Andrason var svo fremstur í flokki hjá Víkingi og það verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni. Hvað gekk illa? Netsambandið datt út um miðjan fyrri hálfleikinn og grípa þurfti til gömlu góðu skeiðklukkunnar og borðtennisspjaldisns til þess að fylgjast með og skrá framvindu leiksins. Þetta þurfa Garðbæingar að kippa í liðinn eftir helgi. Hvað gerist næst? Stjörnumenn búa sig undir einvígi við ÍBV í átta liða úrslitum í úrslitakeppni Olísdeildarinnar á meðan Víkingar undirbúa liðið fyrir þátttöku í næstefstu deild. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti